Á vef Veðurstofunnar segir að það gangi í norðanátt, tíu til átján metrar á sekúndu á morgun, og áfram snjókoma eða él en þurrt að kalla á suðvestanverðu landinu. Þá dregur heldur úr frosti.
„Það verður ákveðin norðvestanátt á föstudag með éljum fyrir norðan en austan en bjart að mestu sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 7 stig.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Gengur í norðan 10-18 m/s með snjókomu eða éljum, en þurrt að kalla á suðvestanverðu landinu. Frost 3 til 9 stig.
Á föstudag: Norðvestan 8-15, hvassast með norður- austurströndinni. Léttskýjað sunnan heiða, en él á Norður- og Austurlandi. Hægari vindur og styttir upp um kvöldið. Áfram kalt í veðri.
Á laugardag: Breytileg átt og snjókoma með köflum eða él í flestum landshlutum. Frost 3 til 10 stig.
Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Líkur á austan stormi með snjókomu, slyddu eða rigningu og hita kringum frostmark.
Á þriðjudag: Útlit fyrir breytilega átt með stöku éljum en þurrt norðaustantil. Frost um allt land.