Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2022 12:08 Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku í Eflingu í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Vísir/Vilhelm Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. Framboðsfrestur til formennsku og meðstjórnenda í Eflingu rann út klukkan níu í morgun. Umboðsmenn framboða Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrverandi formanns félagsins og Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í félaginu lögðu fram framboðslista með meðmælendum. Framboð Sólveigar með tæplega fjögur hundruð meðmælendum og Guðmundar með 140 en að minnsta kosti 120 fullgildir félagar í Eflingu þurfa að mæla með framboði. Þá liggur fyrir framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur varaformanns félagsins að tillögu uppstillingarnefndar. Kosning fer fram dagana 9. til 15. febrúar. Guðmundur segist vilja stuðla að allt öðrum stjórnarháttum en tíðkuðust í formannstíð Sólveigar Önnu sem sagði af sér formennsku í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Skrifstofan hafi nánast verið óstarfhæf. Guðmundur Baldursson segir mikilvægt að miðla réttum upplýsingum um stöðu mála á skrifstofu Eflingar til félagsmanna.Stöð 2/Egill Þú lagðir inn fyrirspurn hjá skrifstofunni á dögunum um kostnað við uppsagnir starfsmanna og fleira. Hvað leiddi sú fyrirspurn í ljós? „Hún leiddi í ljós alveg óheyrilega háar tölur. Ekki nokkrum einasta manni hefði dottið í hug hversu miklar fórnir hafa verið færðar þarna inni á skrifstofunni,“ segir Guðmundur. Löng veikindaleyfi, laun á uppsagnafresti og kostnaður við starfslokasamninga Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafi kostað félagið rúmar 128 milljónir króna. Um fjörutíu starfsmenn hafi horfið frá félaginu á tæpum fjórum árum. Kostnaður við uppsagnarfrest formanns og framkvæmdastjóra er meðtalinn í þessum tölum Guðmundur vill að grasrót félagsins komi að samningaviðræðum í gegnum fimm manna stjórnir á einstökum sviðum félagsins. Fyrir komandi kjaraviðræður verði aðaláherslan á húsnæðismálin, þak á leiguverð og að halda vöxtum lágum. „Þess vegna skiptir miklu máli að halda utan um þetta. Passa upp á að húsnæðisverð vaði ekki upp úr öllu valdi og umfram allt að vextir í landinu haldist eins neðarlega og hægt er,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna Jónsdóttir vildi ekki veita viðtal að þessu sinni. Stefna framboðs hennar lægi frammi á Netinu. Hún muni þó ræða við fjölmiðla þegar nær dragi kosningum. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Framboðsfrestur til formennsku og meðstjórnenda í Eflingu rann út klukkan níu í morgun. Umboðsmenn framboða Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrverandi formanns félagsins og Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í félaginu lögðu fram framboðslista með meðmælendum. Framboð Sólveigar með tæplega fjögur hundruð meðmælendum og Guðmundar með 140 en að minnsta kosti 120 fullgildir félagar í Eflingu þurfa að mæla með framboði. Þá liggur fyrir framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur varaformanns félagsins að tillögu uppstillingarnefndar. Kosning fer fram dagana 9. til 15. febrúar. Guðmundur segist vilja stuðla að allt öðrum stjórnarháttum en tíðkuðust í formannstíð Sólveigar Önnu sem sagði af sér formennsku í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Skrifstofan hafi nánast verið óstarfhæf. Guðmundur Baldursson segir mikilvægt að miðla réttum upplýsingum um stöðu mála á skrifstofu Eflingar til félagsmanna.Stöð 2/Egill Þú lagðir inn fyrirspurn hjá skrifstofunni á dögunum um kostnað við uppsagnir starfsmanna og fleira. Hvað leiddi sú fyrirspurn í ljós? „Hún leiddi í ljós alveg óheyrilega háar tölur. Ekki nokkrum einasta manni hefði dottið í hug hversu miklar fórnir hafa verið færðar þarna inni á skrifstofunni,“ segir Guðmundur. Löng veikindaleyfi, laun á uppsagnafresti og kostnaður við starfslokasamninga Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafi kostað félagið rúmar 128 milljónir króna. Um fjörutíu starfsmenn hafi horfið frá félaginu á tæpum fjórum árum. Kostnaður við uppsagnarfrest formanns og framkvæmdastjóra er meðtalinn í þessum tölum Guðmundur vill að grasrót félagsins komi að samningaviðræðum í gegnum fimm manna stjórnir á einstökum sviðum félagsins. Fyrir komandi kjaraviðræður verði aðaláherslan á húsnæðismálin, þak á leiguverð og að halda vöxtum lágum. „Þess vegna skiptir miklu máli að halda utan um þetta. Passa upp á að húsnæðisverð vaði ekki upp úr öllu valdi og umfram allt að vextir í landinu haldist eins neðarlega og hægt er,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna Jónsdóttir vildi ekki veita viðtal að þessu sinni. Stefna framboðs hennar lægi frammi á Netinu. Hún muni þó ræða við fjölmiðla þegar nær dragi kosningum.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34
Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08
Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30