Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2022 15:49 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. Um tvö þúsund hermannanna verða sendir frá Fort Bragg í Bandaríkjunum til Póllands og Þýskalands. Þeir verða sendir af stað í vikunni. Þá verða um þúsund hermanna sem eru þegar í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Gífurleg spenna er í Austu-Evrópu en Rússar hafa komið fleiri en hundrað þúsund hermönnum fyrir víða við landamæri Úkraínu, auk skriðdreka, vopna og flugvéla. Rússar hafa krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu. Þar á meðal er Rúmenía en kröfum Rússa hefur þegar verið hafnað og viðræður milli Rússa og vesturveldanna svokölluðu eru strand. Eins og tekið er fram í frétt AP fréttaveitunnar hefur Biden sagt að ekki standi til að senda hermenn til Úkraínu og koma með beinum hætti að vörnum landsins komi til innrásar. Hins vegar hafa Bandaríkin sent vopn til Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa einnig sett um 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu fyrir mögulega flutninga til Evrópu. Fyrir eru um 75 til 80 þúsund bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tjáði sig í fyrsta sinn um ástandið í gær og þá sakaði hann Bandaríkin um að reyna að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. Svörum NATÓ við kröfum Rússa var lekið til El País (áskriftarvefur) en þar segir að hernaðarbandalagið sé varnarbandalag og ógni Rússum ekki á nokkurn hátt. Eina markmið þeirra sé að stuðla að friði og frelsi í Evrópu og Norður-Ameríku. Þar var kallað eftir frekari viðræðum og ítrekað að innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014 væri ólögleg og sömuleiðis þyrfti að binda enda á átökin í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðar sem studdir eru af Rússum hafa náð tökum á stórum svæðum. Þá leggur NATÓ til að ríki Evrópu virði fullveldi og landamæri annarra ríkja og ráðamenn forðist ógnanir. Þá segir sömuleiðis að Rússar ættu að fjarlægja hersveitir sínar í Úkraínu, Georgíu og Moldóvu og að þær séu innan landamæra þessara ríkja án heimildar frá þarlendum yfirvöldum. Í svörunum, sem lesa má hér, má einnig finna fjölda annarra ráðleggingar sem NATÓ segir að myndu hjálpa til við að tryggja frið. Þar segir þó einnig að í meira en 30 ár hafi forsvarsmenn NATÓ reynt að mynda gott samband við Rússa. Engu öðru ríki hafi verið boðnar sambærilegar aðgerðir í gegnum árin en ráðamenn í Rússlandi hafi brotið gegn því trausti sem þeim hafi verið sýnt og ógnað grunnstoðum þess kerfis sem hafi verið komið á til að tryggja frið í Evrópu og í heiminum. Úkraína Bandaríkin Rússland Hernaður NATO Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Deildu hart um ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu Rússar og Bandaríkjamenn deildu hart á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. 1. febrúar 2022 07:57 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. 29. janúar 2022 10:30 Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39 Hafna kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinuð aðild að NATO Bandaríkjamenn hafa hafnað kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinað að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið, NATO. 27. janúar 2022 07:06 Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Um tvö þúsund hermannanna verða sendir frá Fort Bragg í Bandaríkjunum til Póllands og Þýskalands. Þeir verða sendir af stað í vikunni. Þá verða um þúsund hermanna sem eru þegar í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Gífurleg spenna er í Austu-Evrópu en Rússar hafa komið fleiri en hundrað þúsund hermönnum fyrir víða við landamæri Úkraínu, auk skriðdreka, vopna og flugvéla. Rússar hafa krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu. Þar á meðal er Rúmenía en kröfum Rússa hefur þegar verið hafnað og viðræður milli Rússa og vesturveldanna svokölluðu eru strand. Eins og tekið er fram í frétt AP fréttaveitunnar hefur Biden sagt að ekki standi til að senda hermenn til Úkraínu og koma með beinum hætti að vörnum landsins komi til innrásar. Hins vegar hafa Bandaríkin sent vopn til Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa einnig sett um 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu fyrir mögulega flutninga til Evrópu. Fyrir eru um 75 til 80 þúsund bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tjáði sig í fyrsta sinn um ástandið í gær og þá sakaði hann Bandaríkin um að reyna að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. Svörum NATÓ við kröfum Rússa var lekið til El País (áskriftarvefur) en þar segir að hernaðarbandalagið sé varnarbandalag og ógni Rússum ekki á nokkurn hátt. Eina markmið þeirra sé að stuðla að friði og frelsi í Evrópu og Norður-Ameríku. Þar var kallað eftir frekari viðræðum og ítrekað að innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014 væri ólögleg og sömuleiðis þyrfti að binda enda á átökin í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðar sem studdir eru af Rússum hafa náð tökum á stórum svæðum. Þá leggur NATÓ til að ríki Evrópu virði fullveldi og landamæri annarra ríkja og ráðamenn forðist ógnanir. Þá segir sömuleiðis að Rússar ættu að fjarlægja hersveitir sínar í Úkraínu, Georgíu og Moldóvu og að þær séu innan landamæra þessara ríkja án heimildar frá þarlendum yfirvöldum. Í svörunum, sem lesa má hér, má einnig finna fjölda annarra ráðleggingar sem NATÓ segir að myndu hjálpa til við að tryggja frið. Þar segir þó einnig að í meira en 30 ár hafi forsvarsmenn NATÓ reynt að mynda gott samband við Rússa. Engu öðru ríki hafi verið boðnar sambærilegar aðgerðir í gegnum árin en ráðamenn í Rússlandi hafi brotið gegn því trausti sem þeim hafi verið sýnt og ógnað grunnstoðum þess kerfis sem hafi verið komið á til að tryggja frið í Evrópu og í heiminum.
Úkraína Bandaríkin Rússland Hernaður NATO Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Deildu hart um ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu Rússar og Bandaríkjamenn deildu hart á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. 1. febrúar 2022 07:57 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. 29. janúar 2022 10:30 Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39 Hafna kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinuð aðild að NATO Bandaríkjamenn hafa hafnað kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinað að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið, NATO. 27. janúar 2022 07:06 Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Deildu hart um ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu Rússar og Bandaríkjamenn deildu hart á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. 1. febrúar 2022 07:57
„Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26
Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. 29. janúar 2022 10:30
Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39
Hafna kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinuð aðild að NATO Bandaríkjamenn hafa hafnað kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinað að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið, NATO. 27. janúar 2022 07:06
Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24