Átak til að koma í veg fyrir annan faraldur eftir Covid-19 Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 23:30 Það þarf átaks við til að fá íslenska karlmenn til að nota smokk. Vísir/Egill Smokkurinn datt á einhverjum tímapunkti úr tísku hjá íslenskum karlmönnum að sögn læknanema, sem blása nú til átaks til að vekja athygli á getnaðarvörninni. Hugsunin er að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknis bíði að kljást við annan faraldur að loknum kórónuveirufaraldrinum. „Það væri svolítið mikið á Þórólf lagt að vera með tvo faraldra í gangi,“ segir Sigríður Óladóttir læknanemi. Íslendingar hafa undanfarin ár verið Evrópumeistarar í klamydíu. Tölfræðin á þessu ári sýnir ekkert lát á útbreiðslu sjúkdómsins miðað við síðustu ár; það greinast um 2.000 á ári með sjúkdóminn. „Eiginlega sama hvað erum við alltaf með metið. Umræðan um smokkinn er einhvern veginn þannig að það vanti upp á að litið sé þetta sem eðlilegan hlut. Umræðan verður svolítið neikvæð oft,“ segir Snædís Inga Rúnarsdóttir læknanemi. „Fólk er kannski svolítið feimið við smokkinn. Síðan hefur nú verið heimsfaraldur í tvö ár og nú á allt að opna aftur, þá þurfum við kannski að passa okkur á klamydíunni aftur. Þetta verður minni grímur og meiri smokkar,“ segir Sigríður. Næst á dagskrá hjá Ástráði, kynfræðslufélags læknanema, er að fara bæði í skóla og á meðal almennings með klassíska fræðslu um smokkinn. Nota íslenskir karlmenn ekki smokka? „Ekki nógu mikið alla vega. Klamydíusmitin og kynsjúkdómasmitin almennt eru bara að sýna okkur það. Það mætti bæta töluvert úr því,“ segir Snædís Inga. „Það virðist sem traustið sé oft sett á aðrar getnaðarvarnir. Smokkurinn er náttúrulega óvinsæll fyrir þær sakir að það þarf fyrirhöfn,“ segur Sigríður. Snædís Inga Rúnarsdóttir og Sigríður Óladóttir læknanemar fræða um kynheilbrigði á vegum Ástráðs, félags læknanema.Vísir/Egill Þetta gildir ekki aðeins um ungt fólk, heldur alla aldurshópa. Sárasótt og lekandi eru einnig að valda vandræðum; og þótt klamydía sé ekki stórhættuleg, er hún sannarlega ekkert grín. „Hún getur valdið ófrjósemi og fyrir einstaklinga sem eru með píku eru einkennin svo lítil. Þannig að þú veist kannski ekki af því ef þú ert smitaður og þess vegna skiptir tjekkið máli, til að koma í veg fyrir það,“ segir Snædís. Kynlíf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01 Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
„Það væri svolítið mikið á Þórólf lagt að vera með tvo faraldra í gangi,“ segir Sigríður Óladóttir læknanemi. Íslendingar hafa undanfarin ár verið Evrópumeistarar í klamydíu. Tölfræðin á þessu ári sýnir ekkert lát á útbreiðslu sjúkdómsins miðað við síðustu ár; það greinast um 2.000 á ári með sjúkdóminn. „Eiginlega sama hvað erum við alltaf með metið. Umræðan um smokkinn er einhvern veginn þannig að það vanti upp á að litið sé þetta sem eðlilegan hlut. Umræðan verður svolítið neikvæð oft,“ segir Snædís Inga Rúnarsdóttir læknanemi. „Fólk er kannski svolítið feimið við smokkinn. Síðan hefur nú verið heimsfaraldur í tvö ár og nú á allt að opna aftur, þá þurfum við kannski að passa okkur á klamydíunni aftur. Þetta verður minni grímur og meiri smokkar,“ segir Sigríður. Næst á dagskrá hjá Ástráði, kynfræðslufélags læknanema, er að fara bæði í skóla og á meðal almennings með klassíska fræðslu um smokkinn. Nota íslenskir karlmenn ekki smokka? „Ekki nógu mikið alla vega. Klamydíusmitin og kynsjúkdómasmitin almennt eru bara að sýna okkur það. Það mætti bæta töluvert úr því,“ segir Snædís Inga. „Það virðist sem traustið sé oft sett á aðrar getnaðarvarnir. Smokkurinn er náttúrulega óvinsæll fyrir þær sakir að það þarf fyrirhöfn,“ segur Sigríður. Snædís Inga Rúnarsdóttir og Sigríður Óladóttir læknanemar fræða um kynheilbrigði á vegum Ástráðs, félags læknanema.Vísir/Egill Þetta gildir ekki aðeins um ungt fólk, heldur alla aldurshópa. Sárasótt og lekandi eru einnig að valda vandræðum; og þótt klamydía sé ekki stórhættuleg, er hún sannarlega ekkert grín. „Hún getur valdið ófrjósemi og fyrir einstaklinga sem eru með píku eru einkennin svo lítil. Þannig að þú veist kannski ekki af því ef þú ert smitaður og þess vegna skiptir tjekkið máli, til að koma í veg fyrir það,“ segir Snædís.
Kynlíf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01 Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01
Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00
„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30