Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2022 23:33 Vörubílstjórar hafa lokað vegum í Kanada í mótmælaskyni. AP News Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. Lögreglan segist ekki hafa burði í að fjarlægja mótmælendurnar en mótmælendur hafa komið fyrir tugum vörubíla á vegum Kanada nærri landamærum Bandaríkjanna. Bílarnir hindra flutning matvæla og annarra vara yfir landamærin. Lögreglustjóri Ottawaborgar telur að til þess gæti komið að lögregla þurfi því að kalla út herinn til aðstoðar. Hann hefur þó áhyggjur af því að þá fyrst gæti komið til átaka enda kunni mótmælendur að vera vopnaðir. Guardian segir frá. Lögreglustjórinn segir að hópur í Bandaríkjunum komi að skipulagningu og fjármögnun mótmælanna en stuðningsmenn mótmælanna víðsvegar um heim hafa safnað tæplega átta milljónum dollara á styrktarsíðunni GoFundMe, til fjármögnunar mótmælanna. Sú sem stendur fyrir söfnuninni á netinu hefur áður sagt að bóluefni séu notuð til þess að „fækka fólki af hvíta kynstofninum,“ eins og segir í frétt Guardian. Íbúar í Ottawa og nærliggjandi bæjum eru orðnir langþreyttir á mótmælunum. Vörubílstjórar þeyti lúðra stanslaust og verslanir og fyrirtæki hafi þurft að loka dyrum sínum vegna mótmælanna. Mótmælendurnir gáfu út yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir sögðust skilja pirring íbúa en haldi þó fastir við sitt. Vörubílarnir fari hvergi fyrr en stjórnvöld bregðist við ákallinu. Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hernaður Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Lögreglan segist ekki hafa burði í að fjarlægja mótmælendurnar en mótmælendur hafa komið fyrir tugum vörubíla á vegum Kanada nærri landamærum Bandaríkjanna. Bílarnir hindra flutning matvæla og annarra vara yfir landamærin. Lögreglustjóri Ottawaborgar telur að til þess gæti komið að lögregla þurfi því að kalla út herinn til aðstoðar. Hann hefur þó áhyggjur af því að þá fyrst gæti komið til átaka enda kunni mótmælendur að vera vopnaðir. Guardian segir frá. Lögreglustjórinn segir að hópur í Bandaríkjunum komi að skipulagningu og fjármögnun mótmælanna en stuðningsmenn mótmælanna víðsvegar um heim hafa safnað tæplega átta milljónum dollara á styrktarsíðunni GoFundMe, til fjármögnunar mótmælanna. Sú sem stendur fyrir söfnuninni á netinu hefur áður sagt að bóluefni séu notuð til þess að „fækka fólki af hvíta kynstofninum,“ eins og segir í frétt Guardian. Íbúar í Ottawa og nærliggjandi bæjum eru orðnir langþreyttir á mótmælunum. Vörubílstjórar þeyti lúðra stanslaust og verslanir og fyrirtæki hafi þurft að loka dyrum sínum vegna mótmælanna. Mótmælendurnir gáfu út yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir sögðust skilja pirring íbúa en haldi þó fastir við sitt. Vörubílarnir fari hvergi fyrr en stjórnvöld bregðist við ákallinu.
Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hernaður Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23