Vann Ólympíugull en henti því í ruslið og „hataði lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 08:00 Chloe Kim í bandaríska gallanum tilbúin fyrir keppnina á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hún átti mjög erfitt með að ráða við athyglina og eftirspurnina eftir að hafa unnið gull á síðustu leikum. Getty/Tom Pennington Bandaríska snjóbrettakonan Chloe Kim sló í gegn sautján ára gömul þegar hún varð Ólympíumeistari á snjóbretti. Chloe Kim vann hálfpípu keppnina á leikunum í Pyeongchang árið 2018 og varð um leið stórstjarna. Nú er komið að því að reyna að vinna gullið aftur á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Lífið á þessum fjórum árum hafa þó ekki verið dans á rósum. Chloe Kim on the cover of TIME! pic.twitter.com/JV42hoUsT5— Nancy Wang Yuen (@nancywyuen) January 19, 2022 Chloe Kim ræddi um þessi ár í viðtali við blaðamann bandaríska stórblaðsins Time. Kim segist hafa glímt við mikið þunglyndi eftir að hún kom heim með Ólympíugullið. „Ég hataði lífið mitt,“ sagði Chloe Kim sem er nú 21 árs. „Ég vildi bara fá daga þar sem ég gat fengið smá frið. Ég hafði farið í gegnum mest stressandi mánuði á allri ævi mini en um leið og ég kom heim þá voru allir að pressa á mig,“ sagði Chloe. Kim birtist meðal annars á forsíðu Sports Illustrated og var ein af stærstu stjörnum leikanna. Hún var svo niðurdregin og undir svo mikilli pressu að hún endaði á því að henda Ólympíugullinu í ruslið. After winning Olympic gold in Pyeongchang, Chloe Kim came home depressed and threw her medal in the trash. Now she s ready to win again on her own terms. (via @seanmgregory for @TIME in News+) https://t.co/iKPamHwzjU— Apple News (@AppleNews) January 27, 2022 Nokkrum mánuðum síðar ökklabrotnaði hún í keppni í Bandaríkjunum. Það var dropinn sem fyllti mælinn. „Ég var algjörlega útbrunnin og réð ekki við þetta lengur. Ég var alveg týnd. Ég var komin á botninn,“ sagði Chloe sem lét þunglyndið fara illa með sig. Hún hafði líka þurft að glíma við mikla kynþáttaformdóma eftir að hún vann sitt fyrsta gull á X-leikunum. Kim er að suður-kóreskum ættum þótt hún keppi fyrir Bandaríkin enda fædd og uppalin í Bandaríkjunum. „Ég grét sjálfa mig í svefn á besta degi lífs míns,“ sagði Chloe en þetta var áruð 2015 og hún var aðeins fimmtán ára gömul. Það er samt engin uppgjartónn í Kim. Hún varð heimsmeistari í hálfpípunni bæði 2019 og 2021 og ætlar sér að taka gullið aftur í Peking. Kim ætlar líka að bjóða upp á nýjar brellur. „Ég hlakka svo mikið til. Þetta eru mínar bestu brellur hingað til. Þið getið búist við miklu af mér. Ég ætla að springa út,“ sagði Chloe Kim og virðist sem betur fer vera búin að komast yfir þunglyndið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iL_-VGD-BTU">watch on YouTube</a> Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Snjóbrettaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Sjá meira
Chloe Kim vann hálfpípu keppnina á leikunum í Pyeongchang árið 2018 og varð um leið stórstjarna. Nú er komið að því að reyna að vinna gullið aftur á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Lífið á þessum fjórum árum hafa þó ekki verið dans á rósum. Chloe Kim on the cover of TIME! pic.twitter.com/JV42hoUsT5— Nancy Wang Yuen (@nancywyuen) January 19, 2022 Chloe Kim ræddi um þessi ár í viðtali við blaðamann bandaríska stórblaðsins Time. Kim segist hafa glímt við mikið þunglyndi eftir að hún kom heim með Ólympíugullið. „Ég hataði lífið mitt,“ sagði Chloe Kim sem er nú 21 árs. „Ég vildi bara fá daga þar sem ég gat fengið smá frið. Ég hafði farið í gegnum mest stressandi mánuði á allri ævi mini en um leið og ég kom heim þá voru allir að pressa á mig,“ sagði Chloe. Kim birtist meðal annars á forsíðu Sports Illustrated og var ein af stærstu stjörnum leikanna. Hún var svo niðurdregin og undir svo mikilli pressu að hún endaði á því að henda Ólympíugullinu í ruslið. After winning Olympic gold in Pyeongchang, Chloe Kim came home depressed and threw her medal in the trash. Now she s ready to win again on her own terms. (via @seanmgregory for @TIME in News+) https://t.co/iKPamHwzjU— Apple News (@AppleNews) January 27, 2022 Nokkrum mánuðum síðar ökklabrotnaði hún í keppni í Bandaríkjunum. Það var dropinn sem fyllti mælinn. „Ég var algjörlega útbrunnin og réð ekki við þetta lengur. Ég var alveg týnd. Ég var komin á botninn,“ sagði Chloe sem lét þunglyndið fara illa með sig. Hún hafði líka þurft að glíma við mikla kynþáttaformdóma eftir að hún vann sitt fyrsta gull á X-leikunum. Kim er að suður-kóreskum ættum þótt hún keppi fyrir Bandaríkin enda fædd og uppalin í Bandaríkjunum. „Ég grét sjálfa mig í svefn á besta degi lífs míns,“ sagði Chloe en þetta var áruð 2015 og hún var aðeins fimmtán ára gömul. Það er samt engin uppgjartónn í Kim. Hún varð heimsmeistari í hálfpípunni bæði 2019 og 2021 og ætlar sér að taka gullið aftur í Peking. Kim ætlar líka að bjóða upp á nýjar brellur. „Ég hlakka svo mikið til. Þetta eru mínar bestu brellur hingað til. Þið getið búist við miklu af mér. Ég ætla að springa út,“ sagði Chloe Kim og virðist sem betur fer vera búin að komast yfir þunglyndið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iL_-VGD-BTU">watch on YouTube</a>
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Snjóbrettaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Sjá meira