Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 06:45 Bandaríkjaher er nú að senda tvö þúsund hermenn frá Bandaríkjunum til Póllands og Þýskalands og sömuleiðis þúsund frá bandarískri herstöð í Þýskalandi og til Rúmeníu. AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að um tvö þúsund hermenn til viðbótar verði sendir frá Fort Bragg í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til herstöðva í Póllandi og Þýskalandi og þá verði um þúsund bandarískir hermenn sem nú þegar eru í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir ákvörðun Bandaríkjastjórnar vera „skaðlega“ og „órökstudda“, auka á spennu og draga úr líkum á að hægt verði að ná pólitískri lausn á deilunni. Rússneski herinn er nú með um 100 þúsund hermenn staðsetta við landamærin að Úkraínu og hafa margir óttast að innrás sé yfirvofandi. Rússlandsstjórn segir hins vegar svo alls ekki vera. Átta ár eru nú frá því að Rússland innlimaði Krímskaga í suðurhluta Úkraínu og studdi sömuleiðis uppreisn aðskilnaðarsinna í héruðum austast í Úkraínu. Í frétt BBC segir að rússnesk stjórnvöld saki Úkraínustjórn um að framfylgja ekki ákvæðum Minsksamkomulagsins frá haustdögum 2014 sem ætlað var að koma á friði í austurhluta Úkraínu. Alls hafa um 14 þúsund manns látið lífið í átökum í austurhluta Úkraínu frá árinu 2014. Bandaríkjaher er nú þegar með 8.500 hermenn reiðubúna að halda til Evrópu ef þörf krefur. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. 2. febrúar 2022 15:49 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að um tvö þúsund hermenn til viðbótar verði sendir frá Fort Bragg í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til herstöðva í Póllandi og Þýskalandi og þá verði um þúsund bandarískir hermenn sem nú þegar eru í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir ákvörðun Bandaríkjastjórnar vera „skaðlega“ og „órökstudda“, auka á spennu og draga úr líkum á að hægt verði að ná pólitískri lausn á deilunni. Rússneski herinn er nú með um 100 þúsund hermenn staðsetta við landamærin að Úkraínu og hafa margir óttast að innrás sé yfirvofandi. Rússlandsstjórn segir hins vegar svo alls ekki vera. Átta ár eru nú frá því að Rússland innlimaði Krímskaga í suðurhluta Úkraínu og studdi sömuleiðis uppreisn aðskilnaðarsinna í héruðum austast í Úkraínu. Í frétt BBC segir að rússnesk stjórnvöld saki Úkraínustjórn um að framfylgja ekki ákvæðum Minsksamkomulagsins frá haustdögum 2014 sem ætlað var að koma á friði í austurhluta Úkraínu. Alls hafa um 14 þúsund manns látið lífið í átökum í austurhluta Úkraínu frá árinu 2014. Bandaríkjaher er nú þegar með 8.500 hermenn reiðubúna að halda til Evrópu ef þörf krefur.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. 2. febrúar 2022 15:49 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. 2. febrúar 2022 15:49
Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35