Ætlar Seðlabanki nú að fara að „tappa blóði af fólki”!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. febrúar 2022 10:30 Það er mat undirritaðs, að vinnubrögð Seðlabanka séu á ýmsan hátt gamaldags og slitin, þó undir ungri forystu sé, og, að þar vanti oft heildarsýn - skilning, vilja og getu - til nútímalegrar nálgunar og skapandi, lausna sinnaðra vinnubragða. Tilefni þess, að ég drep nú niður penna, er, annars vegar, að Seðlabanki grípur þessa dagana, þegar þetta er skrifað, ítrekað inn í gjaldeyrismarkaðinn, til að veikja íslenzku krónuna, sem virðist fásinna í stöðunni, og, hins vegar, að það blasir við, að bankinn hyggi á frekari stórfellda stýrivaxtahækkun. Það eru óvenjumikil verðbólga á Íslandi þessa dagana 5,7% - reyndar mun lægri, eða 3,7%, án húsnæðiskostnað, sem brenglar myndina og fæstir hafa með í þessum útreikningi - en þessi verðbólga er ekki bara hér, heldur er meðaltalsverðbólga um alla Evrópu, mikið án húsnæðiskostnaðar, um 5%. Og, hver er orsökin? Stór þáttur hennar er COVID-veiran, sem geysað hefur um 2ja ára skeið og lamað og breytt hefur mann- og atvinnulífi með margvíslegum hætti. Mikill hluti framleiðslu varnings fyrir Evrópu fer fram þar sem framleiðslukostnaður er lægstur, í Kína og Asíu. Þar hefur veiran brenglað vinnslu og framleiðslu á frumefnum og íhlutum, en það hefur svo auðvitað bitnað á samsetningariðnaðinum - mörg fyrirtæki á þessum sviðum hafa orðið að leggja upp laupana - og svo, þegar hlutirnir byrjuðu aftur að snúast , eftir að bóluefni var loks fundið og komið í notkun, hafði afkastageta í vinnslu, framleiðslu og svo flutningum dregist saman í þeim mæli, að mikill skortur varð, nánast á öllum þessum sviðum. Síðustu mánuði og misseri hefur framleiðslukostnaður ýmiss varnings, sem kemur frá Asíu, hækkað um frá 10-20 upp í 30-40%, og við bætist, að flutningskostnaður frá Asíu til Evrópu hefur fjór- eða fimmfaldast. Í eðli sínu er þetta heilsufarsvandamál, COVID-faraldurinn, sem svo auðvitað hefur haft þessi víðtæku efnahagslegu áhrif, en í raun er lausn vandans fólgin í heilsufarslegum aðgerðum, bólusetningu og tryggingu hjarðónæmis, en ekki í efnahagslegum aðgerðum, að öðru leyti en því, að tryggja þurfti mönnum og fyrirtækjum, að komast í gegnum afleiðingar COVID; komast af og af stað aftur. Seðlabanki Evrópu, sem er seðlabanki allra helztu landa álfunnar, 25 ríkja, ákvað, að halda stýrivöxtum óbreyttum, í 0,0%, út 2022, þrátt fyrir þessa stórauknu verðbólgu, þar sem hann leit á þennan vanda sem tímabundinn og fyrst og fremst úrlausnarefni fyrir heilbrigðisþjónustuna. Eins vildi hann ekki leggja stein í götu atvinnulífsins og viðreisn þess, eftir COVID, með vaxtahækkun. Seðlabanki Sviss ákvað líka að halda stýrivöxtum óbreyttum, mínus 0,75%. Sama gerði Seðlabanki Danmerkur, en þar liggja stýrivextir í mínus 0,45%. Seðlabanki Svíþjóðar heldur sínum vöxtum líka óbreyttum í 0,0%. Og, hvað gerir svo Seðlabanki Íslands, í grundvallarefnum út frá sömu verðbólguþróun? Hann veður í það, að þríhækka stýrivexti, úr 0,5% í 2,00%, og nú virðist blasa við, að hann ætli að stökkva upp í 3%, án þess sennilega að ætla að stoppa þar. Með því að hækka í 3,0%, væri Seðlabanki Íslands búinn að sexfalda stýrivexti á skömmu skeiði. Þó að verðbólgan hér kunni að nokkru leyti að stafa af ójafnvægi á fasteignamarkaði, m.a. vegna þess, að kaupendum buðust lægri vextir við kaup, heldur en áður hafði gerzt - þó að þessir vextir væru á sama tíma margfalt hærri, en annars staðar í Evrópu – þá er/verður meginorsök verðbólgunnar hér, eins og um alla Evrópu, hækkað verð á innfluttum vörum. Þessi þróun mun líklega haldast um skeið, kannske 6-12 mánuði. Þá má vænta nýs jafnvægis. Nú vaknar þessi spurning: Hvernig getur Seðlabanki ímyndað sér, að hann geti slegið á hækkandi verðlag innflutnings, á innflutta verðbólgu, með hækkun stýrivaxta!? Hér er auðvitað til hnitmiðuð og beinskeytt lausn, sem væri, að bankinn beitti einfaldlega verkfærum sínum til styrkingar gengis íslenzku krónunnar. Þetta gæti Seðlabanki auðveldlega gert í krafti feykimikils gjaldeyrisvarasjóðs. T.a.m. mætti fara með Bandaríkjadal úr 130 í 110-115 krónur og Evru úr 145-150 í 125-130 krónur. Með þessum hætti mætti koma í veg fyrir hækkun á verðlagi innflutts varnings í íslenzkum krónum, og, það á þann veg, að aukaverkanir væru innan hóflegs ramma. Tekjur helztu útflutningsatvinnuveganna myndu minnka í krónum, en þeir vinna mest á grundvelli Evru eða Bandaríkjadals, hvort sem er. Tekjur ferðaþjónustu myndu líka rýrna, en þar er mikil og góð uppsveifla framundan, sem myndi draga mjög úr neikvæðum áhrifum. Auk þess, var gengi íslenzku krónunnar svipað og hér er gert ráð fyrir, eða enn sterkara, þegar uppgangur ferðaþjónustunnar var hvað mestur, 2017-2018. Hví í ósköpum fer Seðlabanki ekki þessa leið!? Stjórnvöld hafa líka lofað, skuldbundið sig til, að vaxtastigi yrði haldið lágu!? Ætlar nú Seðlabanki, með þessum tilgangslitla/lausa vaxtahækkanaæðisgangi, að koma kjarasamningum í uppnám!? Nýlega sagði Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, á Stöð 2, að, ef vextir á óverðtryggðu húsnæðisláni, t.a.m. 30 milljóna láni, myndi hækka, þó að ekki væri nema um 2%, þá myndi það þýða tæplega hálfrar milljón króna aukavexti á ári fyrir skuldara. Tugir þúsundir slíkra lántakenda – heimilsfeðra og -mæðra, fjölskyldna – myndu þá verða fyrir mest tilgangslausum og óverðskulduðum fjárhagslegum áföllum, án þess, að nokkur raunverulegur ávinningur kæmi á móti, nema fyrir fjármagnseigendur. Og endurræsing atvinnulífsins eftir COVID yrði þyngri og erfiðari með hærri vöxtum. Nýr Seðlabankastjóri mun hafa sagt, að hann teldi ekki ráðlegt, að bankinn væri gerandi á gjaldeyrismarkaðinum, en telur hann þá það gott mál og gæfulegt, að Seðlabanki vaði inn á húsnæðismarkaðinn og setji þar með fjárhag tugþúsunda fjölskyldna, almennings í landinu, á hliðina, með ónákvæmum og óhnitmiðuðum aðgerðum, sem litlu eða engu skila í leiðinni eða í staðinn? Fyrr á tímum, var það allsherjarlækning, að tappa blóði af fólki, hvað sem svo hrjáði það. Það átti að vera lækning við öllu. Seðlabanki virðist beita stýrivaxtahækkunum með svipuðum hætti. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er mat undirritaðs, að vinnubrögð Seðlabanka séu á ýmsan hátt gamaldags og slitin, þó undir ungri forystu sé, og, að þar vanti oft heildarsýn - skilning, vilja og getu - til nútímalegrar nálgunar og skapandi, lausna sinnaðra vinnubragða. Tilefni þess, að ég drep nú niður penna, er, annars vegar, að Seðlabanki grípur þessa dagana, þegar þetta er skrifað, ítrekað inn í gjaldeyrismarkaðinn, til að veikja íslenzku krónuna, sem virðist fásinna í stöðunni, og, hins vegar, að það blasir við, að bankinn hyggi á frekari stórfellda stýrivaxtahækkun. Það eru óvenjumikil verðbólga á Íslandi þessa dagana 5,7% - reyndar mun lægri, eða 3,7%, án húsnæðiskostnað, sem brenglar myndina og fæstir hafa með í þessum útreikningi - en þessi verðbólga er ekki bara hér, heldur er meðaltalsverðbólga um alla Evrópu, mikið án húsnæðiskostnaðar, um 5%. Og, hver er orsökin? Stór þáttur hennar er COVID-veiran, sem geysað hefur um 2ja ára skeið og lamað og breytt hefur mann- og atvinnulífi með margvíslegum hætti. Mikill hluti framleiðslu varnings fyrir Evrópu fer fram þar sem framleiðslukostnaður er lægstur, í Kína og Asíu. Þar hefur veiran brenglað vinnslu og framleiðslu á frumefnum og íhlutum, en það hefur svo auðvitað bitnað á samsetningariðnaðinum - mörg fyrirtæki á þessum sviðum hafa orðið að leggja upp laupana - og svo, þegar hlutirnir byrjuðu aftur að snúast , eftir að bóluefni var loks fundið og komið í notkun, hafði afkastageta í vinnslu, framleiðslu og svo flutningum dregist saman í þeim mæli, að mikill skortur varð, nánast á öllum þessum sviðum. Síðustu mánuði og misseri hefur framleiðslukostnaður ýmiss varnings, sem kemur frá Asíu, hækkað um frá 10-20 upp í 30-40%, og við bætist, að flutningskostnaður frá Asíu til Evrópu hefur fjór- eða fimmfaldast. Í eðli sínu er þetta heilsufarsvandamál, COVID-faraldurinn, sem svo auðvitað hefur haft þessi víðtæku efnahagslegu áhrif, en í raun er lausn vandans fólgin í heilsufarslegum aðgerðum, bólusetningu og tryggingu hjarðónæmis, en ekki í efnahagslegum aðgerðum, að öðru leyti en því, að tryggja þurfti mönnum og fyrirtækjum, að komast í gegnum afleiðingar COVID; komast af og af stað aftur. Seðlabanki Evrópu, sem er seðlabanki allra helztu landa álfunnar, 25 ríkja, ákvað, að halda stýrivöxtum óbreyttum, í 0,0%, út 2022, þrátt fyrir þessa stórauknu verðbólgu, þar sem hann leit á þennan vanda sem tímabundinn og fyrst og fremst úrlausnarefni fyrir heilbrigðisþjónustuna. Eins vildi hann ekki leggja stein í götu atvinnulífsins og viðreisn þess, eftir COVID, með vaxtahækkun. Seðlabanki Sviss ákvað líka að halda stýrivöxtum óbreyttum, mínus 0,75%. Sama gerði Seðlabanki Danmerkur, en þar liggja stýrivextir í mínus 0,45%. Seðlabanki Svíþjóðar heldur sínum vöxtum líka óbreyttum í 0,0%. Og, hvað gerir svo Seðlabanki Íslands, í grundvallarefnum út frá sömu verðbólguþróun? Hann veður í það, að þríhækka stýrivexti, úr 0,5% í 2,00%, og nú virðist blasa við, að hann ætli að stökkva upp í 3%, án þess sennilega að ætla að stoppa þar. Með því að hækka í 3,0%, væri Seðlabanki Íslands búinn að sexfalda stýrivexti á skömmu skeiði. Þó að verðbólgan hér kunni að nokkru leyti að stafa af ójafnvægi á fasteignamarkaði, m.a. vegna þess, að kaupendum buðust lægri vextir við kaup, heldur en áður hafði gerzt - þó að þessir vextir væru á sama tíma margfalt hærri, en annars staðar í Evrópu – þá er/verður meginorsök verðbólgunnar hér, eins og um alla Evrópu, hækkað verð á innfluttum vörum. Þessi þróun mun líklega haldast um skeið, kannske 6-12 mánuði. Þá má vænta nýs jafnvægis. Nú vaknar þessi spurning: Hvernig getur Seðlabanki ímyndað sér, að hann geti slegið á hækkandi verðlag innflutnings, á innflutta verðbólgu, með hækkun stýrivaxta!? Hér er auðvitað til hnitmiðuð og beinskeytt lausn, sem væri, að bankinn beitti einfaldlega verkfærum sínum til styrkingar gengis íslenzku krónunnar. Þetta gæti Seðlabanki auðveldlega gert í krafti feykimikils gjaldeyrisvarasjóðs. T.a.m. mætti fara með Bandaríkjadal úr 130 í 110-115 krónur og Evru úr 145-150 í 125-130 krónur. Með þessum hætti mætti koma í veg fyrir hækkun á verðlagi innflutts varnings í íslenzkum krónum, og, það á þann veg, að aukaverkanir væru innan hóflegs ramma. Tekjur helztu útflutningsatvinnuveganna myndu minnka í krónum, en þeir vinna mest á grundvelli Evru eða Bandaríkjadals, hvort sem er. Tekjur ferðaþjónustu myndu líka rýrna, en þar er mikil og góð uppsveifla framundan, sem myndi draga mjög úr neikvæðum áhrifum. Auk þess, var gengi íslenzku krónunnar svipað og hér er gert ráð fyrir, eða enn sterkara, þegar uppgangur ferðaþjónustunnar var hvað mestur, 2017-2018. Hví í ósköpum fer Seðlabanki ekki þessa leið!? Stjórnvöld hafa líka lofað, skuldbundið sig til, að vaxtastigi yrði haldið lágu!? Ætlar nú Seðlabanki, með þessum tilgangslitla/lausa vaxtahækkanaæðisgangi, að koma kjarasamningum í uppnám!? Nýlega sagði Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, á Stöð 2, að, ef vextir á óverðtryggðu húsnæðisláni, t.a.m. 30 milljóna láni, myndi hækka, þó að ekki væri nema um 2%, þá myndi það þýða tæplega hálfrar milljón króna aukavexti á ári fyrir skuldara. Tugir þúsundir slíkra lántakenda – heimilsfeðra og -mæðra, fjölskyldna – myndu þá verða fyrir mest tilgangslausum og óverðskulduðum fjárhagslegum áföllum, án þess, að nokkur raunverulegur ávinningur kæmi á móti, nema fyrir fjármagnseigendur. Og endurræsing atvinnulífsins eftir COVID yrði þyngri og erfiðari með hærri vöxtum. Nýr Seðlabankastjóri mun hafa sagt, að hann teldi ekki ráðlegt, að bankinn væri gerandi á gjaldeyrismarkaðinum, en telur hann þá það gott mál og gæfulegt, að Seðlabanki vaði inn á húsnæðismarkaðinn og setji þar með fjárhag tugþúsunda fjölskyldna, almennings í landinu, á hliðina, með ónákvæmum og óhnitmiðuðum aðgerðum, sem litlu eða engu skila í leiðinni eða í staðinn? Fyrr á tímum, var það allsherjarlækning, að tappa blóði af fólki, hvað sem svo hrjáði það. Það átti að vera lækning við öllu. Seðlabanki virðist beita stýrivaxtahækkunum með svipuðum hætti. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun