Biðjast afsökunar á að hafa samið við nauðgarann og íhuga að láta hann fara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2022 11:49 Nauðgarinn David Goodwillie er mikill markaskorari. Skoska B-deildarliðið Raith Rovers ætlar ekki að nota nauðgarann David Goodwillie og íhugar að rifta samningi sínum við hann, áður en hann spilar leik fyrir félagið. Sú ákvörðun Raith Rovers að semja við Goodwillie hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð og dregið dilk á eftir sér. Nokkrir starfsmenn Raith Rovers hafa sagt upp, tveir af stærstu styrktaraðilum félagsins vilja ekki lengur auglýsa framan á búningum þess og fyrirliði kvennaliðsins, Tyler Rattray, hætti í mótmælaskyni. Kvennalið Raith Rovers hefur líka slitið sig frá félaginu vegna kaupanna umdeildu á Goodwillie. Liðið spilar næsta leik sinn án merkis Raith Rovers á búningum sínum og ekki á heimavelli liðsins, Stark's Park. Þá hafa þekkt nöfn á borð við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, gagnrýnt Raith Rovers fyrir að semja við Goodwillie. Árið 2017 var Goodwillie fundinn sekur um að vera nauðgari í einkamáli ásamt fyrrverandi samherja sínum, David Robertson. Þeir greiddu þolandanum hundrað þúsund pund í skaðabætur. Goodwillie fór þó ekki fyrir rétt því ekki þóttu næg sönnunargögn fyrir hendi. Raith Rovers hefur varið ákvörðunina að semja við Goodwillie og segja að hún hafi eingöngu verið tekin út frá fótboltalegum forsendum en nú er komið annað hljóð í strokkinn. John Sim, stjórnarformaður Raith Rovers, hefur beðist afsökunar á því að hafa samið við Goodwillie. Hann kom til liðsins frá Clyde á lokadegi félagaskiptagluggans á mánudaginn. „Fyrst í stað vil ég biðja stuðningsmenn okkar, styrktaraðila, leikmenn og Raith Rovers samfélagið innilega afsökunar á reiðinni og angistinni sem við höfum orsakað. Okkur varð á. Þegar við tókum ákvörðunina einblíndum við of mikið á fótboltann og ekki nógu mikið á hvaða áhrif þetta hefði á félagið okkar og samfélagið,“ sagði Sim í yfirlýsingu. „Undanfarna daga höfum við hlustað á stuðningsmenn sem hafa sett sig í samband við okkur og ég er þakklátur fyrir hreinskilni þeirra. Við sjáum eftir þessu og ætlum okkur að laga þetta.“ Sim staðfesti einnig að Goodwillie myndi ekki spila með Raith Rovers og félagið ætli að skoða mál hans og íhugi jafnvel að rifta samningi hans áður en hann spilar fyrir það. Hinn 32 ára Goodwillie hefur skorað grimmt fyrir Clyde undanfarin ár. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Skotland og skorað eitt mark. Skoski boltinn Kynferðisofbeldi Skotland Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Sú ákvörðun Raith Rovers að semja við Goodwillie hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð og dregið dilk á eftir sér. Nokkrir starfsmenn Raith Rovers hafa sagt upp, tveir af stærstu styrktaraðilum félagsins vilja ekki lengur auglýsa framan á búningum þess og fyrirliði kvennaliðsins, Tyler Rattray, hætti í mótmælaskyni. Kvennalið Raith Rovers hefur líka slitið sig frá félaginu vegna kaupanna umdeildu á Goodwillie. Liðið spilar næsta leik sinn án merkis Raith Rovers á búningum sínum og ekki á heimavelli liðsins, Stark's Park. Þá hafa þekkt nöfn á borð við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, gagnrýnt Raith Rovers fyrir að semja við Goodwillie. Árið 2017 var Goodwillie fundinn sekur um að vera nauðgari í einkamáli ásamt fyrrverandi samherja sínum, David Robertson. Þeir greiddu þolandanum hundrað þúsund pund í skaðabætur. Goodwillie fór þó ekki fyrir rétt því ekki þóttu næg sönnunargögn fyrir hendi. Raith Rovers hefur varið ákvörðunina að semja við Goodwillie og segja að hún hafi eingöngu verið tekin út frá fótboltalegum forsendum en nú er komið annað hljóð í strokkinn. John Sim, stjórnarformaður Raith Rovers, hefur beðist afsökunar á því að hafa samið við Goodwillie. Hann kom til liðsins frá Clyde á lokadegi félagaskiptagluggans á mánudaginn. „Fyrst í stað vil ég biðja stuðningsmenn okkar, styrktaraðila, leikmenn og Raith Rovers samfélagið innilega afsökunar á reiðinni og angistinni sem við höfum orsakað. Okkur varð á. Þegar við tókum ákvörðunina einblíndum við of mikið á fótboltann og ekki nógu mikið á hvaða áhrif þetta hefði á félagið okkar og samfélagið,“ sagði Sim í yfirlýsingu. „Undanfarna daga höfum við hlustað á stuðningsmenn sem hafa sett sig í samband við okkur og ég er þakklátur fyrir hreinskilni þeirra. Við sjáum eftir þessu og ætlum okkur að laga þetta.“ Sim staðfesti einnig að Goodwillie myndi ekki spila með Raith Rovers og félagið ætli að skoða mál hans og íhugi jafnvel að rifta samningi hans áður en hann spilar fyrir það. Hinn 32 ára Goodwillie hefur skorað grimmt fyrir Clyde undanfarin ár. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Skotland og skorað eitt mark.
Skoski boltinn Kynferðisofbeldi Skotland Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira