Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2022 12:02 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. AP/Virginga Mayo Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. Meðal annars hafa Speznaz-sérsveitir verið fluttar til Hvíta-Rússlands, auk orrustuþota, eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn og loftvarnarkerfa. Samkvæmt NATO eiga þessir hermenn að taka þátt í umfangsmiklum heræfingum með herafla Hvíta-Rússlands í þessum mánuði. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir varnarmálaráðherra Úkraínu að Rússar hafi sent um 115 þúsund hermenn að landamærum landsins. Mikil spenna er í Austur-Evrópu um þessar mundir sem að má að miklu leyti rekja til áðurnefndra hermanna við landamæri Úkraínu en óttast er að Rússar gætu gert aðra innrás í landið. Rússar hafa krafist þess að tlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu en þeim kröfum hefur verið hafnað alfarið. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að um tvö þúsund hermenn verði sendir frá Fort Bragg í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til herstöðva í Póllandi og Þýskalandi og þá verði um þúsund bandarískir hermenn sem nú þegar eru í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Með því vildi Biden senda skilaboð um samstöðu í NATO en ráðamenn í Rússlandi segja ákvörðunina skaðlega og að hún muni leiða til meiri spennu. Sjá einnig: Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Bandaríkjamenn hafa einnig sett um 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu fyrir mögulega flutninga til Evrópu. Fyrir eru um 75 til 80 þúsund bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu. Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa. 27. janúar 2022 15:01 Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Meðal annars hafa Speznaz-sérsveitir verið fluttar til Hvíta-Rússlands, auk orrustuþota, eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn og loftvarnarkerfa. Samkvæmt NATO eiga þessir hermenn að taka þátt í umfangsmiklum heræfingum með herafla Hvíta-Rússlands í þessum mánuði. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir varnarmálaráðherra Úkraínu að Rússar hafi sent um 115 þúsund hermenn að landamærum landsins. Mikil spenna er í Austur-Evrópu um þessar mundir sem að má að miklu leyti rekja til áðurnefndra hermanna við landamæri Úkraínu en óttast er að Rússar gætu gert aðra innrás í landið. Rússar hafa krafist þess að tlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu en þeim kröfum hefur verið hafnað alfarið. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að um tvö þúsund hermenn verði sendir frá Fort Bragg í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til herstöðva í Póllandi og Þýskalandi og þá verði um þúsund bandarískir hermenn sem nú þegar eru í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Með því vildi Biden senda skilaboð um samstöðu í NATO en ráðamenn í Rússlandi segja ákvörðunina skaðlega og að hún muni leiða til meiri spennu. Sjá einnig: Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Bandaríkjamenn hafa einnig sett um 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu fyrir mögulega flutninga til Evrópu. Fyrir eru um 75 til 80 þúsund bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu.
Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa. 27. janúar 2022 15:01 Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45
Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50
„Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26
Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa. 27. janúar 2022 15:01
Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24