Leiðtogi ISIS-samtakanna drepinn í aðgerð Bandaríkjahers Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 14:57 Til átaka kom í og í grennd við þetta hús í Atmeh í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi hafði hafist við. EPA Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS, var drepinn í aðgerð sérsveitar bandaríska hersins í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í dag. Að sögn talsmanna Bandaríkjastjórnar sprengdi Qurayshi sjálfan sig í loft upp, auk nokkurra úr fjölskyldu sinni á meðal á áhlaupi Bandaríkjahers stóð. Sagt var frá því í morgun að lík þrettán hafi fundist á vettvangi – þar af sex börn og fjórar konur. President Biden, Vice President Harris and members of the President s national security team observe the counterterrorism operation responsible for removing from the battlefield Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi the leader of ISIS. pic.twitter.com/uhK75WeUme— The White House (@WhiteHouse) February 3, 2022 Þyrlur bandaríska hersins lentu í úthverfi bæjarins Atmeh í Idlib-héraði, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi, um miðnætti og kom í kjölfarið til harðra átaka við húsið þar sem al-Qurayshi dvaldi. Þyrlur Bandaríkjahers yfirgáfu staðinn um tveimur tímum eftir að þær komu á staðinn. New York Times greinir frá því að ein þyrla Bandaríkjahers hafi verið skilin eftir á staðnum vegna tæknivandræða og síðar eyðilögð í loftárás Bandaríkjahers til að hún kæmist ekki í hendur uppreisnarmanna. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Biden segir að allir hermenn Bandaríkjahers, sem þátt tóku í aðgerðinni, hafi snúið aftur til baka, heilir á húfi. Qurayshi tók við stjórnartaumunum sem leiðtogi ISIS eftir að Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp, auk þriggja barna, í aðgerð sérsveitar Bandaríkjahers ekki langt frá Atmeh í október 2019. Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í dag. Að sögn talsmanna Bandaríkjastjórnar sprengdi Qurayshi sjálfan sig í loft upp, auk nokkurra úr fjölskyldu sinni á meðal á áhlaupi Bandaríkjahers stóð. Sagt var frá því í morgun að lík þrettán hafi fundist á vettvangi – þar af sex börn og fjórar konur. President Biden, Vice President Harris and members of the President s national security team observe the counterterrorism operation responsible for removing from the battlefield Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi the leader of ISIS. pic.twitter.com/uhK75WeUme— The White House (@WhiteHouse) February 3, 2022 Þyrlur bandaríska hersins lentu í úthverfi bæjarins Atmeh í Idlib-héraði, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi, um miðnætti og kom í kjölfarið til harðra átaka við húsið þar sem al-Qurayshi dvaldi. Þyrlur Bandaríkjahers yfirgáfu staðinn um tveimur tímum eftir að þær komu á staðinn. New York Times greinir frá því að ein þyrla Bandaríkjahers hafi verið skilin eftir á staðnum vegna tæknivandræða og síðar eyðilögð í loftárás Bandaríkjahers til að hún kæmist ekki í hendur uppreisnarmanna. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Biden segir að allir hermenn Bandaríkjahers, sem þátt tóku í aðgerðinni, hafi snúið aftur til baka, heilir á húfi. Qurayshi tók við stjórnartaumunum sem leiðtogi ISIS eftir að Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp, auk þriggja barna, í aðgerð sérsveitar Bandaríkjahers ekki langt frá Atmeh í október 2019.
Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36