Líkt og áður hefur komið fram mun Ísland taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision þann 10. maí í Tórínó. Slagorð Eurovision í ár er The Sound of Beauty og verður gaman að sjá hvernig spilað verður inn á það. Lokakvöld keppninnar fer fram fjórum dögum seinna og þar verður sigurvegari Eurovision valinn.
Framlag Íslands verður valið 12. mars í Söngvakeppni Sjónvarpsins en undanúrslitin fara af stað í febrúar. Ragnhildur Steinunn, Jón Jónsson og Björg Magnúsdóttir verða kynnar Söngvakeppninnar í ár.
