Innlent

Væri heiður að fá að starfa aftur hjá Eflingu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Viðar Þorsteinsson sagði upp sem framkvæmdastjóri Eflingar í haust eftir að kvartanir starfsmanna undan stjórnarháttum hans og Sólveigar Önnu komust í fjölmiðla.
Viðar Þorsteinsson sagði upp sem framkvæmdastjóri Eflingar í haust eftir að kvartanir starfsmanna undan stjórnarháttum hans og Sólveigar Önnu komust í fjölmiðla. vísir/sigurjón

Viðar Þor­steins­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem fram­kvæmda­stjóri stéttar­fé­lagsins ef listi Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur sigrar í for­manns­kosningum.

Eins og greint var frá í gær var dregin upp afar nei­kvæð mynd af stjórnar­háttum Viðars og Sól­veigar í út­tekt sem gerð var af ó­háðum greiningar­aðila fyrir skrif­stofu Eflingar.

Út­tektin er byggð á við­tölum við 48 starfs­menn skrif­stofunnar og segja grein­endurnir það mikið á­hyggju­efni hve tíð­rætt þeim varð um kyn­bundna á­reitni, of­beldi og ein­elti af hálfu Viðars.

Sól­veig Anna er nú aftur í fram­boði til formanns fé­lagsins en for­manns­kosningin hefst í næstu viku, þann 9. febrúar, og stendur í viku.

Næstu stjórnar að ráða framkvæmdastjóra

Viðar og Sól­veig hafa unnið náið saman síðustu ár en Viðar segist ekki koma ná­lægt fram­boði Sól­veigar nú með beinum hætti. „Ég er bara einn af fjöl­mörgum sem styður já­kvæðar breytingar í verka­lýðs­hreyfingunni. En ég er ekki aðili að fram­boðinu,“ segir hann.

En ertu að að­stoða hana eitt­hvað með fram­boðið?

„Ég hef unnið svona smá sjálf­boða­störf… hengt upp eitt eða tvö plaköt.“

Langar þig að koma aftur inn í fé­lagið sem fram­kvæmda­stjóri ef Sól­veig vinnur for­manns­kjörið?

„Það er auð­vitað bara eitt­hvað sem að stjórn og ný for­ysta á­kveður í fé­laginu þegar þar að kemur. Ég held að það sé náttúru­lega ljóst að ef að Bar­áttu­listinn [listi Sólveigar Önnu] sigrar í þessum kosningum þá verður eitt­hvert verk fyrir höndum að byggja upp starf­semina á ný. Og það er þá bara þeirra að finna út úr því.“

Hann úti­lokar því alls ekki að hann gæti snúið aftur til starfa innan Eflingar.

„Nei, ég meina.. Það væri mér náttúru­lega bara heiður að geta fengið að taka þátt í því verk­efni að halda á­fram að byggja hér upp raun­veru­lega öfluga verka­lýðs­hreyfingu sem vinnur fyrir fé­lags­fólk. Svo sannar­lega.“

Fjallað var um nýja úttekt á starfsháttum Viðars og Sólveigar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við bæði Viðar og núverandi framkvæmdastjóra Eflingar sem svarar ásökunum hans. Hægt að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan og nálgast ítarlegri umfjöllun í fréttunum fyrir neðan hana:


Tengdar fréttir

Fram­kvæmda­stjórinn vísar kenningum for­vera síns á bug

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá.

Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 

Viðar hafi gerst sekur um ein­elti og kven­fyrir­litningu

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×