Syrgja góðan vin og félaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2022 20:01 Flaggað var í hálfa stöng við skólann í dag. Vísir/Tryggvi. Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær. Maðurinn ungi, nítján ár, lést í gær þegar var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Samfélagið á Laugum er lítið en þétt. Þar er hugur allra hjá aðstandendum nemandans sem lést. „Við erum náttúrulega ákaflega sorgmæt en stöndum þétt saman og reynum að komast í gegnum daginn og dagana hérna framundan en hugur okkar og nemenda er hjá þeirra góða vini og félaga og aðstandendum hans,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Þónokkur vitni urðu að slysinu og hefur verið boðið upp á áfallahjálp vegna þess í gær og í dag. Þá hefur mikill stuðningur borist frá nærliggjandi framhaldsskólum sem sent hafa starfsfólk sitt á Laugar til stuðnings. Fjölmennt var í skólanum í dag, þar sem nemendur, starfsfólk og aðrir nutu stuðnings hvers annars og fagaðila. „Hér er gríðarlega mikið af fólki að hjálpa okkur að halda utan um nemendur og starfsfólk og auðveldar okkur að sigla í gegnum þennan skafl,“ segir Sigurbjörn Árni sem er þakklátur fyrir stuðninginn og hlýhug sem hafi borist í Þingeyjarsveit. „Það er bara alveg ómetanlegt. Ég þakka fyrir allar góðar kveðjur sem nemendum, starfsfólki og skólanum hafa borist og mjög gott að finna að hugur allra er hjá okkur og bak við okkur,“ segir Sigurbjörn Árni. Skólastarf féll niður í dag og farið verður hægt af stað í næstu viku. „Á morgun byrjum við með samverustund í fyrramálið. Svona förum við rólega inn í daginn og leyfum þeim að koma sem vilja og vera eins og þeir vilja og smám saman munum við ná takti í næstu viku en auðvitað mun þetta hafa einhver áhrif út önnina, alveg klárlega og jafn vel lengur,“ segir Sigurbjörn Árni. Um hundrað nemendur eru í skólanum, sem er heimavistarskóli, samfélagið sem fyrr segir lítið, en þétt. „Við bara höldum mjög þétt utan um hvert annað og styðjum hvert annað. Syrgjum saman og aðstoðum eins og best verður á kosið.“ Framhaldsskólar Þingeyjarsveit Samgönguslys Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Maðurinn ungi, nítján ár, lést í gær þegar var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Samfélagið á Laugum er lítið en þétt. Þar er hugur allra hjá aðstandendum nemandans sem lést. „Við erum náttúrulega ákaflega sorgmæt en stöndum þétt saman og reynum að komast í gegnum daginn og dagana hérna framundan en hugur okkar og nemenda er hjá þeirra góða vini og félaga og aðstandendum hans,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Þónokkur vitni urðu að slysinu og hefur verið boðið upp á áfallahjálp vegna þess í gær og í dag. Þá hefur mikill stuðningur borist frá nærliggjandi framhaldsskólum sem sent hafa starfsfólk sitt á Laugar til stuðnings. Fjölmennt var í skólanum í dag, þar sem nemendur, starfsfólk og aðrir nutu stuðnings hvers annars og fagaðila. „Hér er gríðarlega mikið af fólki að hjálpa okkur að halda utan um nemendur og starfsfólk og auðveldar okkur að sigla í gegnum þennan skafl,“ segir Sigurbjörn Árni sem er þakklátur fyrir stuðninginn og hlýhug sem hafi borist í Þingeyjarsveit. „Það er bara alveg ómetanlegt. Ég þakka fyrir allar góðar kveðjur sem nemendum, starfsfólki og skólanum hafa borist og mjög gott að finna að hugur allra er hjá okkur og bak við okkur,“ segir Sigurbjörn Árni. Skólastarf féll niður í dag og farið verður hægt af stað í næstu viku. „Á morgun byrjum við með samverustund í fyrramálið. Svona förum við rólega inn í daginn og leyfum þeim að koma sem vilja og vera eins og þeir vilja og smám saman munum við ná takti í næstu viku en auðvitað mun þetta hafa einhver áhrif út önnina, alveg klárlega og jafn vel lengur,“ segir Sigurbjörn Árni. Um hundrað nemendur eru í skólanum, sem er heimavistarskóli, samfélagið sem fyrr segir lítið, en þétt. „Við bara höldum mjög þétt utan um hvert annað og styðjum hvert annað. Syrgjum saman og aðstoðum eins og best verður á kosið.“
Framhaldsskólar Þingeyjarsveit Samgönguslys Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13
Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01
Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48