Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2022 22:01 De Hef, brúin sögufræga, sem meðal annars lifði af miklar loftárásir í seinni heimsstyrjöldinni. Getty Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. Ofursnekkja Bezos, sem verður sú stærsta sinnar tegundar, er nú í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Oceano í Rotterdam. Eina leiðin til að koma snekkjunni til sjós eftir að hún verður fullkláruð er framhjá brúnni. Brúin, sem kallast De Hef, var reist árið 1877. Ráðist var í miklar endurbætur á brúnni á árunum 2014 til 2017 og var þá tekið fram að hún yrði ekki tekin í sundur á nýjan leik. Það hefur þó breyst nú en ráðgert er að taka miðhluta hennar burt tímabunduð svo að ofursnekkjan, sem er 127 metra löng og fjörutíu metra há, komist framhjá brúnni. Röksemdirnar sem gefnar eru fyrir því ákveðið var að taka niður brúnna eru þær að efnahagsleg áhrif skipasmíða fyrir Rotterdam séu mikil, og þar spili ofursnekkja Bezos lykilhlutverk. Bezos, einn ríkasti maður heims, mun greiða reikninginn fyrir verkinu. Holland Amazon Bandaríkin Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ofursnekkja Bezos, sem verður sú stærsta sinnar tegundar, er nú í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Oceano í Rotterdam. Eina leiðin til að koma snekkjunni til sjós eftir að hún verður fullkláruð er framhjá brúnni. Brúin, sem kallast De Hef, var reist árið 1877. Ráðist var í miklar endurbætur á brúnni á árunum 2014 til 2017 og var þá tekið fram að hún yrði ekki tekin í sundur á nýjan leik. Það hefur þó breyst nú en ráðgert er að taka miðhluta hennar burt tímabunduð svo að ofursnekkjan, sem er 127 metra löng og fjörutíu metra há, komist framhjá brúnni. Röksemdirnar sem gefnar eru fyrir því ákveðið var að taka niður brúnna eru þær að efnahagsleg áhrif skipasmíða fyrir Rotterdam séu mikil, og þar spili ofursnekkja Bezos lykilhlutverk. Bezos, einn ríkasti maður heims, mun greiða reikninginn fyrir verkinu.
Holland Amazon Bandaríkin Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira