Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2022 23:01 Rússneski herinn við æfingar í gær. (Russian Defense Ministry Press Service via AP) Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. Reuters greinir frá og hefur eftir háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Segir hann að Rússar undirbúi ýmsa leiki í stöðunni sem geti gefið þeim mögulega ástæðu til að ráðast inn í Úkraínu. Þar á meðal er tilbúið myndband sem á að sýna eftirleik sprengingar þar sem sjá má búnað frá Úkraínu-mönnum eða Bandamönnum. „Myndbandið verður birt til að sýna fram á að ógn við öryggi Rússlands og til að styðja við hernaðaraðgerðir,“ sagði embættismaðurinn við Reuters. „Þetta myndband, ef það verður birt, gæti verið neistinn sem Pútín [Vladimír Pútín, Rússlandsforseti] þarf til að hefja og réttlæta hernaðaraðgerðir gegn Úkraínu,“ sagði hann enn fremur. Sagði hann jafnframt að Bandaríkjastjórn væri að gera þessar upplýsingar opinberar með það að markmiði að letja Rússa til að útbúa átyllu fyrir árás. Mikil spenna er í Austur-Evrópu um þessar mundir sem að má að miklu leyti rekja til gríðarlegs fjölda rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu. Óttast er að Rússar gætu gert aðra innrás í landið. Rússar hafa krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu. Þeim kröfum hefur verið hafnað alfarið. Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Reuters greinir frá og hefur eftir háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Segir hann að Rússar undirbúi ýmsa leiki í stöðunni sem geti gefið þeim mögulega ástæðu til að ráðast inn í Úkraínu. Þar á meðal er tilbúið myndband sem á að sýna eftirleik sprengingar þar sem sjá má búnað frá Úkraínu-mönnum eða Bandamönnum. „Myndbandið verður birt til að sýna fram á að ógn við öryggi Rússlands og til að styðja við hernaðaraðgerðir,“ sagði embættismaðurinn við Reuters. „Þetta myndband, ef það verður birt, gæti verið neistinn sem Pútín [Vladimír Pútín, Rússlandsforseti] þarf til að hefja og réttlæta hernaðaraðgerðir gegn Úkraínu,“ sagði hann enn fremur. Sagði hann jafnframt að Bandaríkjastjórn væri að gera þessar upplýsingar opinberar með það að markmiði að letja Rússa til að útbúa átyllu fyrir árás. Mikil spenna er í Austur-Evrópu um þessar mundir sem að má að miklu leyti rekja til gríðarlegs fjölda rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu. Óttast er að Rússar gætu gert aðra innrás í landið. Rússar hafa krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu. Þeim kröfum hefur verið hafnað alfarið.
Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02
Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45
Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35