Innlent

Einangrun styttist úr sjö dögum í fimm eftir helgi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ráðherra segir stutt í að landsmenn „felli grímuna“.
Ráðherra segir stutt í að landsmenn „felli grímuna“. Vísir/Vilhelm

Einangrun einstaklinga sem hafa greinst með Covid-19 styttist úr sjö dögum í fimm eftir helgi. Frá þessu greindi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Willum sagði að sóttvarnaaðgerðir yrðu ræddar á ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi og að nýjar reglur um einangrun myndu taka gildi á mánudag. Hann sagði að þrátt fyrir breytinguna þyrfti fólk að hegða sér skynsamlega.

„Veikindin eru að fara misjafnlega í fólk þannig að fólk verður auðvitað að fara varlega og passa upp á sig,“ sagði ráðherra en hingað til hefur verklagið verið þannig að til að útskrifast úr einangrun þarf fólk að vera einkennalaust.

Spurður að því hvenær að því kæmi að „fella grímuna“ sagði Willum:

„Ég held að það sé nú bara skammt undan, það er allt að vinna með okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×