Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 12:02 Haraldar Diego er leitað eftir að flugvél hans, með hann og þrjá erlenda ferðamenn innanborðs, hvarf í gær. Facebook-síða Haraldar Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. Haraldur er tæplega fimmtugur og hefur starfað sem flugmaður og ljósmyndari um árabil. Hann nýtur mikilla vinsælda í flugi yfir íslenskar náttúruperlur en hann rekur fyrirtækið Volcano Air Iceland. Haraldur er formaður AOPA, hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi, og ritstjóri Flugsins, tímarits um flugmál. Erlendir miðlar hafa fjallað um leitaraðgerðirnar hér á landi. Fram kemur í frétt Washington Post að erlendu ferðamennirnir séu frá Bandaríkjunum, Hollandi og Belgíu. Þakkaði fyrir stuðninginn fyrir hönd fjölskyldunnar Ljósmyndarinn Chris Burkard, góður vinur Haraldar, greindi frá því í hringrás sinni á Instagram í gærkvöld að Haraldur væri flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað er að. Fjölskylda Haraldar hafi beðið hann að þakka fólki stuðninginn sem hún hafi fundið fyrir. „Fjöldi flugmanna frá ýmsum félögum og vinir hans leita hans líka. Þetta sýnir ekki bara samheldni íslensku þjóðarinnar heldur líka hve elskaður Haraldur er,“ skrifar Burkard í færslunni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti við fréttastofu í morgun að flugumferð yfir leitarsvæðinu hefði verið mikil bæði í gær og í dag. Þá var stór hópur flugmanna á tólfta tímanum að bíða eftir fyrirmælum frá ISAVIA og aðgerðarstjórn leitarinnar um hvort þeir gætu farið í loftið. Flugsamfélagið leggst á eitt Halldór Jónsson flugmaður auglýsti eftir flugmönnum, sem vildu aðstoða við leitina úr lofti á eigin flugvélum, á Facebook-hópi flugnörda. Fimmtán höfðu þegar óskað eftir að fá að aðstoða þegar fréttastofa hafði samband við hann. „Það eru margir sem vilja komast að leita en bíða bara eftir því að komast í loftið,“ segir Halldór. „Ég er að reyna að stýra því að það séu ekki margir að fara og gera einhverja vitleysu heldur í samráði við yfirvöld.“ Halldór segir hvarfið mikið áfall fyrir flugsamfélagið. „Það er það vissulega, þetta er frekar lítið samfélag og þekkjast allir mjög vel.“ Ragnar Axelsson ljósmyndari er meðal þeirra sem flogið hefur yfir leitarsvæðið í dag. Hér má sjá björgunarsveitarfólk við leit á svæðinu suður af Þingvallavatni.Vísir/RAX Burkard, sem er er með tæplega fjórar milljónir fylgjenda á Instagram, hefur farið margoft með Haraldi í útsýnisflug og myndatökur. „Fjölskyldan vill að allir viti að hún hefur ekki gefið upp von - og þú ættir ekki að gera það heldur. Þegar einhverjar fréttir berast verður þeim deilt,“ skrifar Burkard á Instagram. Vinsæll á samfélagsmiðlum sem Volcano Pilot Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að Haraldi, samferðarmönnum hans og flugvél frá því að hún hvarf með öllum innanborðs rétt eftir hádegi í gær. Flugvélin lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10:30 í gærmorgun og átti að vera í um tveggja tíma flugi en þegar hún skilaði sér ekki aftur á tilsettum tíma fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá viðbragðsaðilum. Flugbloggið, þekktur fjölmiðill meðal flugáhugafólks hér á landi, fjallar um leitina að Haraldi og ferðamönnunum þremur. Haraldur er vel þekktur í flugheiminum og nýtur vinsælda á Instagram undir nafninu Volcano Pilot þar sem tugir þúsunda fylgja honum. Leit hófst um klukkan tvö eftir hádegi í gær og hefur staðið yfir síðan. Á fimmta hundrað björgunarsveitarmenn frá landinu öllu eru nú við leit að flugvélinni og fjórmenningunum. Þá er þyrla Landhelgisgæslunnar við leit auk lögreglu. Fylgst er grannt með gangi mála við leitina í Vaktinni á Vísi: Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Fréttir af flugi Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3. febrúar 2022 14:08 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Haraldur er tæplega fimmtugur og hefur starfað sem flugmaður og ljósmyndari um árabil. Hann nýtur mikilla vinsælda í flugi yfir íslenskar náttúruperlur en hann rekur fyrirtækið Volcano Air Iceland. Haraldur er formaður AOPA, hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi, og ritstjóri Flugsins, tímarits um flugmál. Erlendir miðlar hafa fjallað um leitaraðgerðirnar hér á landi. Fram kemur í frétt Washington Post að erlendu ferðamennirnir séu frá Bandaríkjunum, Hollandi og Belgíu. Þakkaði fyrir stuðninginn fyrir hönd fjölskyldunnar Ljósmyndarinn Chris Burkard, góður vinur Haraldar, greindi frá því í hringrás sinni á Instagram í gærkvöld að Haraldur væri flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað er að. Fjölskylda Haraldar hafi beðið hann að þakka fólki stuðninginn sem hún hafi fundið fyrir. „Fjöldi flugmanna frá ýmsum félögum og vinir hans leita hans líka. Þetta sýnir ekki bara samheldni íslensku þjóðarinnar heldur líka hve elskaður Haraldur er,“ skrifar Burkard í færslunni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti við fréttastofu í morgun að flugumferð yfir leitarsvæðinu hefði verið mikil bæði í gær og í dag. Þá var stór hópur flugmanna á tólfta tímanum að bíða eftir fyrirmælum frá ISAVIA og aðgerðarstjórn leitarinnar um hvort þeir gætu farið í loftið. Flugsamfélagið leggst á eitt Halldór Jónsson flugmaður auglýsti eftir flugmönnum, sem vildu aðstoða við leitina úr lofti á eigin flugvélum, á Facebook-hópi flugnörda. Fimmtán höfðu þegar óskað eftir að fá að aðstoða þegar fréttastofa hafði samband við hann. „Það eru margir sem vilja komast að leita en bíða bara eftir því að komast í loftið,“ segir Halldór. „Ég er að reyna að stýra því að það séu ekki margir að fara og gera einhverja vitleysu heldur í samráði við yfirvöld.“ Halldór segir hvarfið mikið áfall fyrir flugsamfélagið. „Það er það vissulega, þetta er frekar lítið samfélag og þekkjast allir mjög vel.“ Ragnar Axelsson ljósmyndari er meðal þeirra sem flogið hefur yfir leitarsvæðið í dag. Hér má sjá björgunarsveitarfólk við leit á svæðinu suður af Þingvallavatni.Vísir/RAX Burkard, sem er er með tæplega fjórar milljónir fylgjenda á Instagram, hefur farið margoft með Haraldi í útsýnisflug og myndatökur. „Fjölskyldan vill að allir viti að hún hefur ekki gefið upp von - og þú ættir ekki að gera það heldur. Þegar einhverjar fréttir berast verður þeim deilt,“ skrifar Burkard á Instagram. Vinsæll á samfélagsmiðlum sem Volcano Pilot Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að Haraldi, samferðarmönnum hans og flugvél frá því að hún hvarf með öllum innanborðs rétt eftir hádegi í gær. Flugvélin lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10:30 í gærmorgun og átti að vera í um tveggja tíma flugi en þegar hún skilaði sér ekki aftur á tilsettum tíma fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá viðbragðsaðilum. Flugbloggið, þekktur fjölmiðill meðal flugáhugafólks hér á landi, fjallar um leitina að Haraldi og ferðamönnunum þremur. Haraldur er vel þekktur í flugheiminum og nýtur vinsælda á Instagram undir nafninu Volcano Pilot þar sem tugir þúsunda fylgja honum. Leit hófst um klukkan tvö eftir hádegi í gær og hefur staðið yfir síðan. Á fimmta hundrað björgunarsveitarmenn frá landinu öllu eru nú við leit að flugvélinni og fjórmenningunum. Þá er þyrla Landhelgisgæslunnar við leit auk lögreglu. Fylgst er grannt með gangi mála við leitina í Vaktinni á Vísi:
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Fréttir af flugi Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3. febrúar 2022 14:08 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3. febrúar 2022 14:08
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent