Stjórnvöld kynda verðbólgubálið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2022 11:01 Nú um stundir er verðbólga í hæstu hæðum víða um lönd. Einnig hér. Þar veldur kórónufaraldurinn mestu um. Seðlabankar nokkurra stórra viðskiptaríkja okkar virðast ekki hafa farið sömu leið og Seðlabanki Íslands í aðgerðum til að spyrna við fótum. Þannig eru meðalvextir í Bretlandi og Bandaríkjunum 0,25% og stendur ekki til að hækka þá samkvæmt nýjustu tíðindum. Menn virðast sammála um að þreyja meðan núverandi ástand ríkir. Nema á Íslandi.Nú virðist svo sem Seðlabankinn sé tekinn til við fyrri iðju að stórhækka stýrivexti með tiheyrandi kostnaðarauka fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Enn skal spurt hvers vegna vextir hér þurfi að vera hærri en á flestum byggðum bólum til annars en að moka undir fjármálakerfið. Helstu ástæður verðbólgu hér á landi er hækkun húsnæðisliðar. Sú hækkun er mannanna verk og einkum í boði borgarstjórans í Reykjavík og fylgifiska hans. Viðvarandi lóðaskortur í Reykjavík og dýrar lóðir á þéttingarreitum valda hér mestu um. Lítil von er til breytinga í þessum efnum nema núverandi borgarstjórnarmeirihluti verði sendur í frí til frambúðar. Hætt er við þegar fram komnar vaxtahækkanir muni bitna sérstaklega harkalega á þeim sem nýlega hafa fest kaup á fasteign og einnig þeim sem eru föst á leigumarkaði. Verði um frekari hækkanir að ræða mun enn herða að og hætt er við að ástandið muni bitna mest á skuldsettum heimilum og fólki a leigumarkaði. Ætla stjórnvöld að sitja við sinn keip í vaxtahækkunum þegar hætt er við að fólk flæmist af heimilum sínum enn einu sinni. Sporin hræða þegar horft er til þess ástands sem skapaðist árin eftir hrun. Það má ekki henda að fjölskyldur fari á vonarvöl vegna okurvaxta enn einu sinni. Seðlabankinn hefur einnig beitt öðrum ráðstöfunum til að efla hér verðbólgu nefnilega að vinna gegn styrkingu krónunnar með inngripum á markaði. Seðlabankinn tekur semsagt afstöðu með fjármálakerfinu og útflutningsgeiranum gegn almenningi og þeim sem stunda þjónustu. Vonir voru bundnar við að með nýjum seðlabankastjóra myndu fylgja nýir siðir en að ekki yrði hjakkað í gömlum hjólförum. Þær væntingar hafa dvínað mjög eftir því sem á faraldurinn hefur liðið. Seðlabankastjóri hefur meira að segja dottið í gryfju þóttans sem einkenndi forvera hans og hefur hent fram einstöku fimmaurabrandara þegar að honum er sótt líkt og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Aukin verðbólga og varnir gegn henni er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar og ekki dugar að bíða eftir minnisblaði. Það þarf að grípa til aðgerða strax.Aumkunarverð er tilraun formanns framsóknarflokksins að reyna að halda því fram að hann sé fylgjandi því að taka húsnæðisliðinn útúr vísitölunni. Hann fékk tækifæri til þess á þingi árið 2018 þegar þingmenn Miðflokksins lögðu fram frumvarp þar að lútandi en hann og húskarlar hans og kerlingar höfðu ekki þor. Það er ekki nóg að slá um sig með innantómum frösum í undanfara kosninga og sitja síðan með hendur í skauti í fjögur ár eins og er háttur framsóknar. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú um stundir er verðbólga í hæstu hæðum víða um lönd. Einnig hér. Þar veldur kórónufaraldurinn mestu um. Seðlabankar nokkurra stórra viðskiptaríkja okkar virðast ekki hafa farið sömu leið og Seðlabanki Íslands í aðgerðum til að spyrna við fótum. Þannig eru meðalvextir í Bretlandi og Bandaríkjunum 0,25% og stendur ekki til að hækka þá samkvæmt nýjustu tíðindum. Menn virðast sammála um að þreyja meðan núverandi ástand ríkir. Nema á Íslandi.Nú virðist svo sem Seðlabankinn sé tekinn til við fyrri iðju að stórhækka stýrivexti með tiheyrandi kostnaðarauka fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Enn skal spurt hvers vegna vextir hér þurfi að vera hærri en á flestum byggðum bólum til annars en að moka undir fjármálakerfið. Helstu ástæður verðbólgu hér á landi er hækkun húsnæðisliðar. Sú hækkun er mannanna verk og einkum í boði borgarstjórans í Reykjavík og fylgifiska hans. Viðvarandi lóðaskortur í Reykjavík og dýrar lóðir á þéttingarreitum valda hér mestu um. Lítil von er til breytinga í þessum efnum nema núverandi borgarstjórnarmeirihluti verði sendur í frí til frambúðar. Hætt er við þegar fram komnar vaxtahækkanir muni bitna sérstaklega harkalega á þeim sem nýlega hafa fest kaup á fasteign og einnig þeim sem eru föst á leigumarkaði. Verði um frekari hækkanir að ræða mun enn herða að og hætt er við að ástandið muni bitna mest á skuldsettum heimilum og fólki a leigumarkaði. Ætla stjórnvöld að sitja við sinn keip í vaxtahækkunum þegar hætt er við að fólk flæmist af heimilum sínum enn einu sinni. Sporin hræða þegar horft er til þess ástands sem skapaðist árin eftir hrun. Það má ekki henda að fjölskyldur fari á vonarvöl vegna okurvaxta enn einu sinni. Seðlabankinn hefur einnig beitt öðrum ráðstöfunum til að efla hér verðbólgu nefnilega að vinna gegn styrkingu krónunnar með inngripum á markaði. Seðlabankinn tekur semsagt afstöðu með fjármálakerfinu og útflutningsgeiranum gegn almenningi og þeim sem stunda þjónustu. Vonir voru bundnar við að með nýjum seðlabankastjóra myndu fylgja nýir siðir en að ekki yrði hjakkað í gömlum hjólförum. Þær væntingar hafa dvínað mjög eftir því sem á faraldurinn hefur liðið. Seðlabankastjóri hefur meira að segja dottið í gryfju þóttans sem einkenndi forvera hans og hefur hent fram einstöku fimmaurabrandara þegar að honum er sótt líkt og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Aukin verðbólga og varnir gegn henni er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar og ekki dugar að bíða eftir minnisblaði. Það þarf að grípa til aðgerða strax.Aumkunarverð er tilraun formanns framsóknarflokksins að reyna að halda því fram að hann sé fylgjandi því að taka húsnæðisliðinn útúr vísitölunni. Hann fékk tækifæri til þess á þingi árið 2018 þegar þingmenn Miðflokksins lögðu fram frumvarp þar að lútandi en hann og húskarlar hans og kerlingar höfðu ekki þor. Það er ekki nóg að slá um sig með innantómum frösum í undanfara kosninga og sitja síðan með hendur í skauti í fjögur ár eins og er háttur framsóknar. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun