Stjórnvöld kynda verðbólgubálið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2022 11:01 Nú um stundir er verðbólga í hæstu hæðum víða um lönd. Einnig hér. Þar veldur kórónufaraldurinn mestu um. Seðlabankar nokkurra stórra viðskiptaríkja okkar virðast ekki hafa farið sömu leið og Seðlabanki Íslands í aðgerðum til að spyrna við fótum. Þannig eru meðalvextir í Bretlandi og Bandaríkjunum 0,25% og stendur ekki til að hækka þá samkvæmt nýjustu tíðindum. Menn virðast sammála um að þreyja meðan núverandi ástand ríkir. Nema á Íslandi.Nú virðist svo sem Seðlabankinn sé tekinn til við fyrri iðju að stórhækka stýrivexti með tiheyrandi kostnaðarauka fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Enn skal spurt hvers vegna vextir hér þurfi að vera hærri en á flestum byggðum bólum til annars en að moka undir fjármálakerfið. Helstu ástæður verðbólgu hér á landi er hækkun húsnæðisliðar. Sú hækkun er mannanna verk og einkum í boði borgarstjórans í Reykjavík og fylgifiska hans. Viðvarandi lóðaskortur í Reykjavík og dýrar lóðir á þéttingarreitum valda hér mestu um. Lítil von er til breytinga í þessum efnum nema núverandi borgarstjórnarmeirihluti verði sendur í frí til frambúðar. Hætt er við þegar fram komnar vaxtahækkanir muni bitna sérstaklega harkalega á þeim sem nýlega hafa fest kaup á fasteign og einnig þeim sem eru föst á leigumarkaði. Verði um frekari hækkanir að ræða mun enn herða að og hætt er við að ástandið muni bitna mest á skuldsettum heimilum og fólki a leigumarkaði. Ætla stjórnvöld að sitja við sinn keip í vaxtahækkunum þegar hætt er við að fólk flæmist af heimilum sínum enn einu sinni. Sporin hræða þegar horft er til þess ástands sem skapaðist árin eftir hrun. Það má ekki henda að fjölskyldur fari á vonarvöl vegna okurvaxta enn einu sinni. Seðlabankinn hefur einnig beitt öðrum ráðstöfunum til að efla hér verðbólgu nefnilega að vinna gegn styrkingu krónunnar með inngripum á markaði. Seðlabankinn tekur semsagt afstöðu með fjármálakerfinu og útflutningsgeiranum gegn almenningi og þeim sem stunda þjónustu. Vonir voru bundnar við að með nýjum seðlabankastjóra myndu fylgja nýir siðir en að ekki yrði hjakkað í gömlum hjólförum. Þær væntingar hafa dvínað mjög eftir því sem á faraldurinn hefur liðið. Seðlabankastjóri hefur meira að segja dottið í gryfju þóttans sem einkenndi forvera hans og hefur hent fram einstöku fimmaurabrandara þegar að honum er sótt líkt og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Aukin verðbólga og varnir gegn henni er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar og ekki dugar að bíða eftir minnisblaði. Það þarf að grípa til aðgerða strax.Aumkunarverð er tilraun formanns framsóknarflokksins að reyna að halda því fram að hann sé fylgjandi því að taka húsnæðisliðinn útúr vísitölunni. Hann fékk tækifæri til þess á þingi árið 2018 þegar þingmenn Miðflokksins lögðu fram frumvarp þar að lútandi en hann og húskarlar hans og kerlingar höfðu ekki þor. Það er ekki nóg að slá um sig með innantómum frösum í undanfara kosninga og sitja síðan með hendur í skauti í fjögur ár eins og er háttur framsóknar. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um stundir er verðbólga í hæstu hæðum víða um lönd. Einnig hér. Þar veldur kórónufaraldurinn mestu um. Seðlabankar nokkurra stórra viðskiptaríkja okkar virðast ekki hafa farið sömu leið og Seðlabanki Íslands í aðgerðum til að spyrna við fótum. Þannig eru meðalvextir í Bretlandi og Bandaríkjunum 0,25% og stendur ekki til að hækka þá samkvæmt nýjustu tíðindum. Menn virðast sammála um að þreyja meðan núverandi ástand ríkir. Nema á Íslandi.Nú virðist svo sem Seðlabankinn sé tekinn til við fyrri iðju að stórhækka stýrivexti með tiheyrandi kostnaðarauka fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Enn skal spurt hvers vegna vextir hér þurfi að vera hærri en á flestum byggðum bólum til annars en að moka undir fjármálakerfið. Helstu ástæður verðbólgu hér á landi er hækkun húsnæðisliðar. Sú hækkun er mannanna verk og einkum í boði borgarstjórans í Reykjavík og fylgifiska hans. Viðvarandi lóðaskortur í Reykjavík og dýrar lóðir á þéttingarreitum valda hér mestu um. Lítil von er til breytinga í þessum efnum nema núverandi borgarstjórnarmeirihluti verði sendur í frí til frambúðar. Hætt er við þegar fram komnar vaxtahækkanir muni bitna sérstaklega harkalega á þeim sem nýlega hafa fest kaup á fasteign og einnig þeim sem eru föst á leigumarkaði. Verði um frekari hækkanir að ræða mun enn herða að og hætt er við að ástandið muni bitna mest á skuldsettum heimilum og fólki a leigumarkaði. Ætla stjórnvöld að sitja við sinn keip í vaxtahækkunum þegar hætt er við að fólk flæmist af heimilum sínum enn einu sinni. Sporin hræða þegar horft er til þess ástands sem skapaðist árin eftir hrun. Það má ekki henda að fjölskyldur fari á vonarvöl vegna okurvaxta enn einu sinni. Seðlabankinn hefur einnig beitt öðrum ráðstöfunum til að efla hér verðbólgu nefnilega að vinna gegn styrkingu krónunnar með inngripum á markaði. Seðlabankinn tekur semsagt afstöðu með fjármálakerfinu og útflutningsgeiranum gegn almenningi og þeim sem stunda þjónustu. Vonir voru bundnar við að með nýjum seðlabankastjóra myndu fylgja nýir siðir en að ekki yrði hjakkað í gömlum hjólförum. Þær væntingar hafa dvínað mjög eftir því sem á faraldurinn hefur liðið. Seðlabankastjóri hefur meira að segja dottið í gryfju þóttans sem einkenndi forvera hans og hefur hent fram einstöku fimmaurabrandara þegar að honum er sótt líkt og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Aukin verðbólga og varnir gegn henni er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar og ekki dugar að bíða eftir minnisblaði. Það þarf að grípa til aðgerða strax.Aumkunarverð er tilraun formanns framsóknarflokksins að reyna að halda því fram að hann sé fylgjandi því að taka húsnæðisliðinn útúr vísitölunni. Hann fékk tækifæri til þess á þingi árið 2018 þegar þingmenn Miðflokksins lögðu fram frumvarp þar að lútandi en hann og húskarlar hans og kerlingar höfðu ekki þor. Það er ekki nóg að slá um sig með innantómum frösum í undanfara kosninga og sitja síðan með hendur í skauti í fjögur ár eins og er háttur framsóknar. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun