Boðar verulegar afléttingar tveimur vikum fyrr Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 4. febrúar 2022 12:33 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir blasa við að allt vinni með því að hægt verði að létta á takmörkunum í samfélaginu fyrr en afléttingaráætlun segi til um. Hann reiknar með verulegum afléttingum í næstu viku, tveimur vikum á undan áætlun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að einangrun yrði stytt á miðnætti á sunnudag úr sjö dögum í fimm. Það sé í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Kjarninn í áhættumati sóttvarnalæknis, vegna hinnar miklu útbreiðslu og veikinda, snúi að hve ýmis starfsemi standi tæpt. Bæði í heilbrigðisþjónustu og félagsmálaþjónustu. Samkvæmt afléttingaráætlun stóð til að aflétta verulega 24. febrúar og aflétta með öllu 14. mars. Willum segist vona að geta kynnt verulegar afléttingar hið minnsta tveimur vikum fyrr, þ.e. í síðasta lagi 10. febrúar. „Nú kynntum við þessar afléttingaáætlun fyrir viku. Mér sýnist blasa við að það sé allt að vinna með okkur. Það séu forsendur til að aflétta fyrr og jafnvel meir en við kynntum í þeim skrefum sem voru þá 24. febrúar og 14. mars. Enda sögðum við að við myndum alltaf horfa til afléttinga þess á milli.“ Þegar hafi verið afnumin nándarregla á sitjandi viðburðum og nú sé einangrun stytt. „Mér sýnist að við getum hálfum mánuði fyrr hið minnsta tilkynnt verulegar afléttingar og jafnvel meiri en við gerðum ráð fyrir. Ef ekkert óvænt gerist eins og kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis,“ segir Willum. Takist það í næstu viku verði það hálfum mánuði á undan áætlun. Taka verði þó áfram mið af sjónarmiðum sóttvarnalæknis. Willum viðurkennir að ýmsir innan ríkisstjórnar vilji aflétta enn fyrr. Tekist hafi verið á um málið á fundi ríkisstjórnar í morgun á málefnalegum nótum. Nánar er greint er frá styttingu einangrunar í eftirfarandi tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu: Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga. Nánar um einangrun og afléttingu hennar Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Með litlum einkennum er átt við væg einkenni frá öndunarfærum og að viðkomandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi verið hitalaus a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun. Fylgja skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo daga eftir að einangrun lýkur. Ath! Reglugerðin gildir einnig um þá sem eru í einangrun við gildistöku hennar. Það felur í sér að henni lýkur hjá þeim sem þegar hafa verið í einangrun í 5 daga eða lengur þegar reglugerðin tekur gildi 7. febrúar. Allir sem eru að ljúka einangrun frá skilaboð þess efnis í gegnum Heilsuveru og þar með en ekki fyrr lýkur einangruninni. Reglur um smitgát Reglugerð um 3. br. á reglugerð nr. 38/2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að einangrun yrði stytt á miðnætti á sunnudag úr sjö dögum í fimm. Það sé í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Kjarninn í áhættumati sóttvarnalæknis, vegna hinnar miklu útbreiðslu og veikinda, snúi að hve ýmis starfsemi standi tæpt. Bæði í heilbrigðisþjónustu og félagsmálaþjónustu. Samkvæmt afléttingaráætlun stóð til að aflétta verulega 24. febrúar og aflétta með öllu 14. mars. Willum segist vona að geta kynnt verulegar afléttingar hið minnsta tveimur vikum fyrr, þ.e. í síðasta lagi 10. febrúar. „Nú kynntum við þessar afléttingaáætlun fyrir viku. Mér sýnist blasa við að það sé allt að vinna með okkur. Það séu forsendur til að aflétta fyrr og jafnvel meir en við kynntum í þeim skrefum sem voru þá 24. febrúar og 14. mars. Enda sögðum við að við myndum alltaf horfa til afléttinga þess á milli.“ Þegar hafi verið afnumin nándarregla á sitjandi viðburðum og nú sé einangrun stytt. „Mér sýnist að við getum hálfum mánuði fyrr hið minnsta tilkynnt verulegar afléttingar og jafnvel meiri en við gerðum ráð fyrir. Ef ekkert óvænt gerist eins og kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis,“ segir Willum. Takist það í næstu viku verði það hálfum mánuði á undan áætlun. Taka verði þó áfram mið af sjónarmiðum sóttvarnalæknis. Willum viðurkennir að ýmsir innan ríkisstjórnar vilji aflétta enn fyrr. Tekist hafi verið á um málið á fundi ríkisstjórnar í morgun á málefnalegum nótum. Nánar er greint er frá styttingu einangrunar í eftirfarandi tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu: Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga. Nánar um einangrun og afléttingu hennar Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Með litlum einkennum er átt við væg einkenni frá öndunarfærum og að viðkomandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi verið hitalaus a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun. Fylgja skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo daga eftir að einangrun lýkur. Ath! Reglugerðin gildir einnig um þá sem eru í einangrun við gildistöku hennar. Það felur í sér að henni lýkur hjá þeim sem þegar hafa verið í einangrun í 5 daga eða lengur þegar reglugerðin tekur gildi 7. febrúar. Allir sem eru að ljúka einangrun frá skilaboð þess efnis í gegnum Heilsuveru og þar með en ekki fyrr lýkur einangruninni. Reglur um smitgát Reglugerð um 3. br. á reglugerð nr. 38/2022
Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga. Nánar um einangrun og afléttingu hennar Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Með litlum einkennum er átt við væg einkenni frá öndunarfærum og að viðkomandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi verið hitalaus a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun. Fylgja skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo daga eftir að einangrun lýkur. Ath! Reglugerðin gildir einnig um þá sem eru í einangrun við gildistöku hennar. Það felur í sér að henni lýkur hjá þeim sem þegar hafa verið í einangrun í 5 daga eða lengur þegar reglugerðin tekur gildi 7. febrúar. Allir sem eru að ljúka einangrun frá skilaboð þess efnis í gegnum Heilsuveru og þar með en ekki fyrr lýkur einangruninni. Reglur um smitgát Reglugerð um 3. br. á reglugerð nr. 38/2022
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira