Er komið að skimun hjá þér? Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 5. febrúar 2022 07:00 Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964. Um leið og heilsugæslan tók við verkefninu var HPV frumskimun einnig innleidd líkt og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. Nú er konum boðið upp á næmari og öruggari skimun en áður um leið og hægt er að láta líða lengra á milli skimana. Þetta byggir á þekkingu okkar á hlutverki HPV veirunnar í þróun frumubreytinga og leghálskrabbameins. Í stað þess að gera frumugreiningu á öllum leghálssýnum er nú nóg að gera frumugreiningu á þeim sýnum sem eru HPV jákvæð í aldurshópnum 30-64 ára. Þetta er kallað HPV frumskimun (e. primary screening). Algengi HPV smita hjá konum undir 30 ára er það hátt að ennþá eru gerðar frumugreiningar á öllum sýnum í aldurshópnum 23-29 ára. Næmari og öruggari skimun Það þarf ekki að fjölyrða um þá erfiðleika sem komu upp í byrjun síðasta árs sem skiljanlega ollu óánægju og óöryggi hjá bæði notendum þjónustunnar og fagfólki. Þau vandamál sem komu upp snerust nær alfarið um þann tíma sem það tók að upplýsa konur og sýnatökuaðila um niðurstöður. Öryggi greininga á sýnunum var tryggt frá upphafi og hefur ekki verið ábótavant. Heilsugæslan og Embætti landlæknis unnu að því hörðum höndum að leysa þau mál sem upp komu og í lok síðasta sumars var staðan orðin allt önnur og viðunandi. Síðan þá hafa 99% kvenna fengið sínar niðurstöður inn á island.is innan 40 daga frá sýnatökunni. Niðurstöður eiga að berast konum innan 4-6 vikna en í mörgum tilfellum líða þó aðeins 1-2 vikur. Þessi biðtími er sá sami og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Staðan önnur og mun betri Þegar skimunin var flutt frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var einnig ákveðið að greining leghálssýnanna yrði í höndum danskrar rannsóknarstofu. Heilbrigðisráðherra fól Landspítala að taka við þessari starfsemi sem hófst formlega í þessari viku. Í ljósi fyrri reynslu mun Landspítali taka við greiningunum í þrepum en danska rannsóknastofan mun einnig halda þeim áfram út þetta ár. Heilsugæslan hefur frá upphafi verið staðráðin í að veita konum góða þjónustu við skimanir fyrir leghálskrabbameini. Búið er að komast yfir mestu erfiðleikana sem upp komu í byrjun og staðan í dag er allt önnur og betri. Heilsugæslan mun að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna. Vitundarvakning og hvatningarátak Stærsta verkefnið núna er að fá konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa þess vegna hafið hvatningarátak sem hefst með ljósmyndasýningu í Kringlunni í dag. Sýningin Er komið að skimun hjá þér? segir sögur 12 þjóðþekktra kvenna sem deila upplifunum sínum af leghálsskimun og hvetja þannig aðrar konur til að taka þátt. Það er von mín að almenningur sjái að heilsugæslan hefur látið hendur standa fram úr ermum við að koma þessari mikilvægu þjónustu í viðunandi horf og að konur nýti sér hana þeirra sjálfra vegna. Hægt er að nálgast upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini á Samhæfingarstöð krabbameinsskimana | Heilsugæslan (heilsugaeslan.is), Skimun fyrir leghálskrabbameini | Heilsuvera og Skimun fyrir leghálskrabbameini - Embætti landlæknis (landlaeknir.is). Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964. Um leið og heilsugæslan tók við verkefninu var HPV frumskimun einnig innleidd líkt og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. Nú er konum boðið upp á næmari og öruggari skimun en áður um leið og hægt er að láta líða lengra á milli skimana. Þetta byggir á þekkingu okkar á hlutverki HPV veirunnar í þróun frumubreytinga og leghálskrabbameins. Í stað þess að gera frumugreiningu á öllum leghálssýnum er nú nóg að gera frumugreiningu á þeim sýnum sem eru HPV jákvæð í aldurshópnum 30-64 ára. Þetta er kallað HPV frumskimun (e. primary screening). Algengi HPV smita hjá konum undir 30 ára er það hátt að ennþá eru gerðar frumugreiningar á öllum sýnum í aldurshópnum 23-29 ára. Næmari og öruggari skimun Það þarf ekki að fjölyrða um þá erfiðleika sem komu upp í byrjun síðasta árs sem skiljanlega ollu óánægju og óöryggi hjá bæði notendum þjónustunnar og fagfólki. Þau vandamál sem komu upp snerust nær alfarið um þann tíma sem það tók að upplýsa konur og sýnatökuaðila um niðurstöður. Öryggi greininga á sýnunum var tryggt frá upphafi og hefur ekki verið ábótavant. Heilsugæslan og Embætti landlæknis unnu að því hörðum höndum að leysa þau mál sem upp komu og í lok síðasta sumars var staðan orðin allt önnur og viðunandi. Síðan þá hafa 99% kvenna fengið sínar niðurstöður inn á island.is innan 40 daga frá sýnatökunni. Niðurstöður eiga að berast konum innan 4-6 vikna en í mörgum tilfellum líða þó aðeins 1-2 vikur. Þessi biðtími er sá sami og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Staðan önnur og mun betri Þegar skimunin var flutt frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var einnig ákveðið að greining leghálssýnanna yrði í höndum danskrar rannsóknarstofu. Heilbrigðisráðherra fól Landspítala að taka við þessari starfsemi sem hófst formlega í þessari viku. Í ljósi fyrri reynslu mun Landspítali taka við greiningunum í þrepum en danska rannsóknastofan mun einnig halda þeim áfram út þetta ár. Heilsugæslan hefur frá upphafi verið staðráðin í að veita konum góða þjónustu við skimanir fyrir leghálskrabbameini. Búið er að komast yfir mestu erfiðleikana sem upp komu í byrjun og staðan í dag er allt önnur og betri. Heilsugæslan mun að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna. Vitundarvakning og hvatningarátak Stærsta verkefnið núna er að fá konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa þess vegna hafið hvatningarátak sem hefst með ljósmyndasýningu í Kringlunni í dag. Sýningin Er komið að skimun hjá þér? segir sögur 12 þjóðþekktra kvenna sem deila upplifunum sínum af leghálsskimun og hvetja þannig aðrar konur til að taka þátt. Það er von mín að almenningur sjái að heilsugæslan hefur látið hendur standa fram úr ermum við að koma þessari mikilvægu þjónustu í viðunandi horf og að konur nýti sér hana þeirra sjálfra vegna. Hægt er að nálgast upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini á Samhæfingarstöð krabbameinsskimana | Heilsugæslan (heilsugaeslan.is), Skimun fyrir leghálskrabbameini | Heilsuvera og Skimun fyrir leghálskrabbameini - Embætti landlæknis (landlaeknir.is). Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar