Skilur ekki að borgin ætli að gera veður út af saklausum skiltum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 22:00 Eigandi Hljómsýnar telur skiltin eiga rétt á sér. Stöð 2 Borgin ætlar að fara fram á það við verslunareigendur við Ármúla að þeir fjarlægi skilti sem banna öðrum en viðskiptavinum að leggja fyrir utan verslanir þeirra. Sjálfir eru þeir steinhissa á málinu, töldu sig eiga stæðin og segja borgina vera að gera veður út af engu. Flest fyrirtæki í Ármúlanum hafa komið upp skiltum fyrir utan verslanir sínar sem segja að engir nema viðskiptavinir megi leggja þar. En þetta virðist hins vegar ekki vera alveg rétt. Þegar lóðamörk borgarinnar eru skoðuð kemur skýrt í ljós að bílastæðin á suðurhlið Ármúlans eru utan lóðamarka og því á svokölluðu borgarlandi. Kjarninn vakti athygli á málinu í lok janúar. Og þar má hver sem er leggja í hvaða tilgangi sem hann vill nema að fyrirtæki hafi sérstaklega samið um annað við borgina. Hér sést greinilega hvernig bílastæðin á suðurhlið götunnar liggja utan lóðarmarka verslananna.vísir „Lóðamörkin liggja hérna einhvers staðar við kantsteininn og verslunareigendum er ekki heimilt að merkja þau sem sína eign,“ segir Atli Björn E Levy, verkfræðingur á skrifstofu Samgangna og borgarhönnunar. Margir verslunareigendur í götunni hafa kvartað nokkuð yfir því að fólk á leið í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni leggi í stæðin fyrir utan hjá þeim. Það virðist hins vegar í besta lagi. Atli Björn E Levy er verkfræðingur á skrifstofu Samganga og borgarhönnunar.Stöð 2 „Jú, eftir því sem maður sér best. Ég hef sjálfur nýtt mér þessi stæði þegar ég var að fara í sýnatöku. Og þetta er einhver athugull sem hefur komið auga á þetta, að svona liggi mörkin,“ segir Atli Björn. Verða látin fjarlægja skiltin Langflestar verslanir á suðurhlið Ármúlans hafa merkt stæðin með skiltum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verða eigendur látnar fjarlægja skiltin á næstunni og ef þeir gera það ekki mun borgin sjá um það sjálf. Þorsteinn Daníelsson, eða Steini Dan eins og hann er iðulega kallaður, hefur rekið verslun við Ármúlann í 27 ár. Hvað finnst þér um að borgin ætli að láta ykkur fjarlægja þessi skilti? „Ég skil það ekki. Bara alls ekki því að þetta er aldrei vandamál. Þetta sem var um daginn var náttúrulega vegna sýnatöku,“ segir Steini. Þorsteinn Daníelsson, eigandi Hljómsýnar.Stöð 2 Síðan fyrir aldamót hefur hann verið með skilti við verslun sína Hljómsýn sem bannar öðrum en viðskiptavinum að leggja þar. Borgin ætti að hans mati að spara sér ómakið og sleppa því að fjarlægja skiltin. „Algjör óþarfi. Því þetta er ekkert vandamál, í alvöru talað. Það hefur sennilega einhver kvartað hérna út af þessu sýnatöku... en það er búið. Það eru bara lausnir. Það þarf ekkert að vera að búa til vandamál. Það er alveg á hreinu,“ segir Steini. Reykjavík Skipulag Verslun Bílastæði Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Flest fyrirtæki í Ármúlanum hafa komið upp skiltum fyrir utan verslanir sínar sem segja að engir nema viðskiptavinir megi leggja þar. En þetta virðist hins vegar ekki vera alveg rétt. Þegar lóðamörk borgarinnar eru skoðuð kemur skýrt í ljós að bílastæðin á suðurhlið Ármúlans eru utan lóðamarka og því á svokölluðu borgarlandi. Kjarninn vakti athygli á málinu í lok janúar. Og þar má hver sem er leggja í hvaða tilgangi sem hann vill nema að fyrirtæki hafi sérstaklega samið um annað við borgina. Hér sést greinilega hvernig bílastæðin á suðurhlið götunnar liggja utan lóðarmarka verslananna.vísir „Lóðamörkin liggja hérna einhvers staðar við kantsteininn og verslunareigendum er ekki heimilt að merkja þau sem sína eign,“ segir Atli Björn E Levy, verkfræðingur á skrifstofu Samgangna og borgarhönnunar. Margir verslunareigendur í götunni hafa kvartað nokkuð yfir því að fólk á leið í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni leggi í stæðin fyrir utan hjá þeim. Það virðist hins vegar í besta lagi. Atli Björn E Levy er verkfræðingur á skrifstofu Samganga og borgarhönnunar.Stöð 2 „Jú, eftir því sem maður sér best. Ég hef sjálfur nýtt mér þessi stæði þegar ég var að fara í sýnatöku. Og þetta er einhver athugull sem hefur komið auga á þetta, að svona liggi mörkin,“ segir Atli Björn. Verða látin fjarlægja skiltin Langflestar verslanir á suðurhlið Ármúlans hafa merkt stæðin með skiltum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verða eigendur látnar fjarlægja skiltin á næstunni og ef þeir gera það ekki mun borgin sjá um það sjálf. Þorsteinn Daníelsson, eða Steini Dan eins og hann er iðulega kallaður, hefur rekið verslun við Ármúlann í 27 ár. Hvað finnst þér um að borgin ætli að láta ykkur fjarlægja þessi skilti? „Ég skil það ekki. Bara alls ekki því að þetta er aldrei vandamál. Þetta sem var um daginn var náttúrulega vegna sýnatöku,“ segir Steini. Þorsteinn Daníelsson, eigandi Hljómsýnar.Stöð 2 Síðan fyrir aldamót hefur hann verið með skilti við verslun sína Hljómsýn sem bannar öðrum en viðskiptavinum að leggja þar. Borgin ætti að hans mati að spara sér ómakið og sleppa því að fjarlægja skiltin. „Algjör óþarfi. Því þetta er ekkert vandamál, í alvöru talað. Það hefur sennilega einhver kvartað hérna út af þessu sýnatöku... en það er búið. Það eru bara lausnir. Það þarf ekkert að vera að búa til vandamál. Það er alveg á hreinu,“ segir Steini.
Reykjavík Skipulag Verslun Bílastæði Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira