Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 07:58 Dóra hér á 109 ára afmælisdaginn. Hún fylgdist ávallt vel með þjóðmálunum og þótti í lagi að eldast, svo lengi sem hún gæti lesið Moggann. Vísir/Arnar Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. Frá andláti Dóru er greint á vef Morgunblaðsins. Dóra varð 109 ára og 160 daga gömul þann 13. desember síðastliðinn, og sló þar með Íslandsmet í langlífi, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga. Fréttastofa tók hús á Dóru í tilefni metsins í desember, en það innslag má sjá hér að neðan. Við það tilefni sagðist hún ánægð með áfangann og sagði í lagi að eldast meðan hún gæti enn gert það sem hún vildi. „Mér finnst það allt í lagi á meðan ég get talað og lesið Moggann og svona,“ sagði Dóra í desember. Fluttist af heimilinu 100 ára Dóra var fædd í Sigtúnum í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu þann 6. júlí 1912. Foreldrar hennar voru útgerðarmaðurinn Ólafur Gunnarsson og húsfreyjan Anna María Vigfúsdóttir. Dóra næst elst átta systkina. Hún bjó lengst af á Akureyri, og sinnti starfi talsímavarðar hjá Landsímanum þar í bær á árunum 1936 til 1978. Þegar Dóra var orðin 100 ára fluttist hún af heimili sínu við Norðurgötu 53 á Akureyri til Áskels sonar síns. Síðar sama ár flutti hún á hjúkrunarheimilið Skjól. Eiginmaður Dóru var Þórir Áskelsson, sjómaður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Dóra lætur eftir sig tvö börn, Áskell Þórisson og Ásu Drexler. Lét áfengi og reykingar eiga sig Fréttastofa ræddi einnig við Dóru þegar hún fagnaði 109 ára afmæli sínu í júlí á síðasta ári. Þar sagði hún galdurinn við langlífi vera nokkuð einfalda uppskrift: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Þá sagðist Dóra raunar ekki ætla sér að verða mikið eldri, þrátt fyrir að vera hress og við góða heilsu. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ sagði Dóra þá, en líkt og áður sagði lést hann árið 2000. Fréttastofa hefur rætt við Dóru við hin ýmsu tilefni, en í viðtali við Stöð 2 árið 2020, þegar hún varð 108 ára, rifjaði hún upp þegar hún sá Kötlugos árið 1918. Andlát Eldri borgarar Reykjavík Langlífi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Frá andláti Dóru er greint á vef Morgunblaðsins. Dóra varð 109 ára og 160 daga gömul þann 13. desember síðastliðinn, og sló þar með Íslandsmet í langlífi, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga. Fréttastofa tók hús á Dóru í tilefni metsins í desember, en það innslag má sjá hér að neðan. Við það tilefni sagðist hún ánægð með áfangann og sagði í lagi að eldast meðan hún gæti enn gert það sem hún vildi. „Mér finnst það allt í lagi á meðan ég get talað og lesið Moggann og svona,“ sagði Dóra í desember. Fluttist af heimilinu 100 ára Dóra var fædd í Sigtúnum í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu þann 6. júlí 1912. Foreldrar hennar voru útgerðarmaðurinn Ólafur Gunnarsson og húsfreyjan Anna María Vigfúsdóttir. Dóra næst elst átta systkina. Hún bjó lengst af á Akureyri, og sinnti starfi talsímavarðar hjá Landsímanum þar í bær á árunum 1936 til 1978. Þegar Dóra var orðin 100 ára fluttist hún af heimili sínu við Norðurgötu 53 á Akureyri til Áskels sonar síns. Síðar sama ár flutti hún á hjúkrunarheimilið Skjól. Eiginmaður Dóru var Þórir Áskelsson, sjómaður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Dóra lætur eftir sig tvö börn, Áskell Þórisson og Ásu Drexler. Lét áfengi og reykingar eiga sig Fréttastofa ræddi einnig við Dóru þegar hún fagnaði 109 ára afmæli sínu í júlí á síðasta ári. Þar sagði hún galdurinn við langlífi vera nokkuð einfalda uppskrift: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Þá sagðist Dóra raunar ekki ætla sér að verða mikið eldri, þrátt fyrir að vera hress og við góða heilsu. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ sagði Dóra þá, en líkt og áður sagði lést hann árið 2000. Fréttastofa hefur rætt við Dóru við hin ýmsu tilefni, en í viðtali við Stöð 2 árið 2020, þegar hún varð 108 ára, rifjaði hún upp þegar hún sá Kötlugos árið 1918.
Andlát Eldri borgarar Reykjavík Langlífi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira