Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 07:58 Dóra hér á 109 ára afmælisdaginn. Hún fylgdist ávallt vel með þjóðmálunum og þótti í lagi að eldast, svo lengi sem hún gæti lesið Moggann. Vísir/Arnar Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. Frá andláti Dóru er greint á vef Morgunblaðsins. Dóra varð 109 ára og 160 daga gömul þann 13. desember síðastliðinn, og sló þar með Íslandsmet í langlífi, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga. Fréttastofa tók hús á Dóru í tilefni metsins í desember, en það innslag má sjá hér að neðan. Við það tilefni sagðist hún ánægð með áfangann og sagði í lagi að eldast meðan hún gæti enn gert það sem hún vildi. „Mér finnst það allt í lagi á meðan ég get talað og lesið Moggann og svona,“ sagði Dóra í desember. Fluttist af heimilinu 100 ára Dóra var fædd í Sigtúnum í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu þann 6. júlí 1912. Foreldrar hennar voru útgerðarmaðurinn Ólafur Gunnarsson og húsfreyjan Anna María Vigfúsdóttir. Dóra næst elst átta systkina. Hún bjó lengst af á Akureyri, og sinnti starfi talsímavarðar hjá Landsímanum þar í bær á árunum 1936 til 1978. Þegar Dóra var orðin 100 ára fluttist hún af heimili sínu við Norðurgötu 53 á Akureyri til Áskels sonar síns. Síðar sama ár flutti hún á hjúkrunarheimilið Skjól. Eiginmaður Dóru var Þórir Áskelsson, sjómaður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Dóra lætur eftir sig tvö börn, Áskell Þórisson og Ásu Drexler. Lét áfengi og reykingar eiga sig Fréttastofa ræddi einnig við Dóru þegar hún fagnaði 109 ára afmæli sínu í júlí á síðasta ári. Þar sagði hún galdurinn við langlífi vera nokkuð einfalda uppskrift: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Þá sagðist Dóra raunar ekki ætla sér að verða mikið eldri, þrátt fyrir að vera hress og við góða heilsu. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ sagði Dóra þá, en líkt og áður sagði lést hann árið 2000. Fréttastofa hefur rætt við Dóru við hin ýmsu tilefni, en í viðtali við Stöð 2 árið 2020, þegar hún varð 108 ára, rifjaði hún upp þegar hún sá Kötlugos árið 1918. Andlát Eldri borgarar Reykjavík Langlífi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Frá andláti Dóru er greint á vef Morgunblaðsins. Dóra varð 109 ára og 160 daga gömul þann 13. desember síðastliðinn, og sló þar með Íslandsmet í langlífi, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga. Fréttastofa tók hús á Dóru í tilefni metsins í desember, en það innslag má sjá hér að neðan. Við það tilefni sagðist hún ánægð með áfangann og sagði í lagi að eldast meðan hún gæti enn gert það sem hún vildi. „Mér finnst það allt í lagi á meðan ég get talað og lesið Moggann og svona,“ sagði Dóra í desember. Fluttist af heimilinu 100 ára Dóra var fædd í Sigtúnum í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu þann 6. júlí 1912. Foreldrar hennar voru útgerðarmaðurinn Ólafur Gunnarsson og húsfreyjan Anna María Vigfúsdóttir. Dóra næst elst átta systkina. Hún bjó lengst af á Akureyri, og sinnti starfi talsímavarðar hjá Landsímanum þar í bær á árunum 1936 til 1978. Þegar Dóra var orðin 100 ára fluttist hún af heimili sínu við Norðurgötu 53 á Akureyri til Áskels sonar síns. Síðar sama ár flutti hún á hjúkrunarheimilið Skjól. Eiginmaður Dóru var Þórir Áskelsson, sjómaður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Dóra lætur eftir sig tvö börn, Áskell Þórisson og Ásu Drexler. Lét áfengi og reykingar eiga sig Fréttastofa ræddi einnig við Dóru þegar hún fagnaði 109 ára afmæli sínu í júlí á síðasta ári. Þar sagði hún galdurinn við langlífi vera nokkuð einfalda uppskrift: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Þá sagðist Dóra raunar ekki ætla sér að verða mikið eldri, þrátt fyrir að vera hress og við góða heilsu. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ sagði Dóra þá, en líkt og áður sagði lést hann árið 2000. Fréttastofa hefur rætt við Dóru við hin ýmsu tilefni, en í viðtali við Stöð 2 árið 2020, þegar hún varð 108 ára, rifjaði hún upp þegar hún sá Kötlugos árið 1918.
Andlát Eldri borgarar Reykjavík Langlífi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira