Innlent

And­lát vegna Co­vid-19 á Land­spítala

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Konan sem lést í gær var á sjötugsaldri.
Konan sem lést í gær var á sjötugsaldri. Vísir/Vilhelm

Kona á sjötugsaldri lést í gær á gjörgæslu Landspítalans vegna veikinda af völdum Covid-19.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans. Er þetta fimmtugasta andlátið hér á landi vegna Covid-19, ef miðað er við tölur af Covid.is

Nú liggur 21 sjúklingur á Landspítalanum með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Annar þeirra er í öndunarvél.

Samkvæmt tilkynningu spítalans eru ní 9.034 sjúklingar í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, ríflega þriðjungur þeirra, eða 3.119, eru börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×