„Lognið“ á undan storminum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 07:35 Svona lítur viðvaranakort Veðurstofunnar út á morgun klukkan 6:30. Vísir/Vilhelm Í dag má búast við nokkuð stífri norðanátt með éljum fram eftir degi, þó þurrt verði og bjart syðra. Frost verður á bilinu núll til átta stig. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands, þar sem fjallað er um lægðina sem nálgast landið og ætti að láta finna fyrir sér í nótt og á morgun. Um hana segir Veðurstofan: „Í kvöld nálgast mjög djúp lægð suðvestan úr hafi. Seint í nótt og fyrramálið er búist við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri með snjókomu, en slyddu við suðurströndina. Snýst síðan í hvassa suðvestanátt með éljagangi, en styttir upp á norðaustanverðu landinu síðdegis á morgun. Hiti um og undir frostmarki. Lægðin grynnist á þriðjudag, en heldur áfram að dæla inn éljum á sunnan- og vestanvert landið og því ekki gott ferðaveður á þeim slóðum.“ Viðvaranir um allt land Á morgun verður í gildi appelsínugul viðvörun um allt land, en þó á mismunandi tímum. Hún verður í gildi fyrir vesturhluta landsins og hálendið fyrr um morguninn, en um tíu verður appelsínugul viðvörun í gildi fyrir allt landið nema vesturhluta þess. Fljótlega eftir hádegi á morgun tekur hins vegar við gul veðurviðvörun vestarlega á landinu, sem gildir til miðnættis á morgun. Þó er vert að taka fram að þetta er ekki endanlegt, enda getur spáin alltaf breyst, eins og Íslendingar þekkja. Þannig sagði veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við í gær að ekki væri loku fyrir það skotið að rauð veðurviðvörun yrði gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Suðaustan 18-25 m/s um morguninn, en 23-30 m/s (rok eða ofsaveður) á S- og V-landi. Víða snjókoma, en slydda nærri sjávarmáli S-lands. Snýst í hvassa suðvestanátt með éljum fyrir hádegi á S- og V-verðu landinu og dregur síðan úr vindi og styttir upp á N- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 10-15 m/s og él, en hægari og þurrt að kalla NA-til. Frost 0 til 8 stig, kaldast NA-lands. Á miðvikudag: Norðan 8-15 og él í flestum landshlutum, en léttir til á S- og V-landi síðdegis. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Vestlæg átt og bjartviðri, en dálítil él V-lands. Áfram kalt í veðri. Á föstudag: Suðlæg átt og stöku él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 0 til 12 stig, kaldast NA-til. Á laugardag: Sunnanátt og slydda eða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður. Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands, þar sem fjallað er um lægðina sem nálgast landið og ætti að láta finna fyrir sér í nótt og á morgun. Um hana segir Veðurstofan: „Í kvöld nálgast mjög djúp lægð suðvestan úr hafi. Seint í nótt og fyrramálið er búist við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri með snjókomu, en slyddu við suðurströndina. Snýst síðan í hvassa suðvestanátt með éljagangi, en styttir upp á norðaustanverðu landinu síðdegis á morgun. Hiti um og undir frostmarki. Lægðin grynnist á þriðjudag, en heldur áfram að dæla inn éljum á sunnan- og vestanvert landið og því ekki gott ferðaveður á þeim slóðum.“ Viðvaranir um allt land Á morgun verður í gildi appelsínugul viðvörun um allt land, en þó á mismunandi tímum. Hún verður í gildi fyrir vesturhluta landsins og hálendið fyrr um morguninn, en um tíu verður appelsínugul viðvörun í gildi fyrir allt landið nema vesturhluta þess. Fljótlega eftir hádegi á morgun tekur hins vegar við gul veðurviðvörun vestarlega á landinu, sem gildir til miðnættis á morgun. Þó er vert að taka fram að þetta er ekki endanlegt, enda getur spáin alltaf breyst, eins og Íslendingar þekkja. Þannig sagði veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við í gær að ekki væri loku fyrir það skotið að rauð veðurviðvörun yrði gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Suðaustan 18-25 m/s um morguninn, en 23-30 m/s (rok eða ofsaveður) á S- og V-landi. Víða snjókoma, en slydda nærri sjávarmáli S-lands. Snýst í hvassa suðvestanátt með éljum fyrir hádegi á S- og V-verðu landinu og dregur síðan úr vindi og styttir upp á N- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 10-15 m/s og él, en hægari og þurrt að kalla NA-til. Frost 0 til 8 stig, kaldast NA-lands. Á miðvikudag: Norðan 8-15 og él í flestum landshlutum, en léttir til á S- og V-landi síðdegis. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Vestlæg átt og bjartviðri, en dálítil él V-lands. Áfram kalt í veðri. Á föstudag: Suðlæg átt og stöku él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 0 til 12 stig, kaldast NA-til. Á laugardag: Sunnanátt og slydda eða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.
Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira