Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að mörg snjófljóð hafi fallið á Vestfjörðum 3. til 5. febrúar, meðal annars úr hlíðinni ofan Flateyrar og yfir veg undir Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð. Vitað sé á viðvarandi veiku lagi í snjóþekjunni á Vestfjörðum, sem getur verið varasamt ef fólk er á ferð um brattlendi.
Á Tröllaskaga hafa tvö flóð fallið yfir Ólafsfjarðarveg um helgina og í nótt féll allstórt flóð úr Strengsgili ofan Siglufjarðar í nótt, aðfaranótt sunnudags.
Snjóflóðaspá fyrir bæði svæðin er rauð.

„Í ljósi þessara aðstæðna er rétt er að vara ferðafólk og vegfarendur sem fara um svæði þar sem snjóflóðahætta er,“ segir í færslu á Facebooksíðu Veðurstofunnar.