Þetta staðfestir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við fréttastofu. Um er að ræða þrjár flugferðir: Til Kaupmannahafnar og Amsterdam klukkan 6:30 í fyrramálið, og til Parísar klukkan 15:40 seinnipartinn.
Nadine segir að nú sé unnið að því að færa ferðirnar yfir á þriðjudag, til þess að raska ferðaáætlunum farþega sem minnst.
Nokkur hundruð farþegar félagsins koma til með að finna fyrir niðurfellingu ferðanna, en ráðgert er að þeir fái upplýsingar um nýja flugtíma seinna í dag.
Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Icelandair hefði aflýst öllu morgunflugi sínu til og frá Evrópu.