Lífið

Landsmenn undrandi í morgunsárið, spyrja spurninga og grínast

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Göturnar á höfuðborgarsvæðinu voru skafnar í morgun. Á sjötta tímanum í morgun var ansi hreint hvasst.
Göturnar á höfuðborgarsvæðinu voru skafnar í morgun. Á sjötta tímanum í morgun var ansi hreint hvasst. Vísir/RAX

Hluti þjóðarinnar og kannski sérstaklega íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru búnir að undirbúa sig fyrir svakalegan storm sem virðist hafa valdið einhverjum vonbrigðum, ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum.

Rauð viðvörun var á höfuðborgarsvæðinu klukkan fjögur í nótt og gilti í fjóra tíma. Ákveðið var að blása af skólahald á höfuðborgarsvæðinu en óttast var að færð á vegum borgarinnar yrði afar erfið í morgunsárið.

Margir eru undrandi á því hve stormurinn hafi í raun verið lítill en björgunarsveitir sinntu um sextíu útköllum í nótt. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir að hærra hitastig og minni snjór hafi gert það að verkum að allt hafi verið skaplegra í morgunsárið en reiknað hefði verið með.

Fjölmargir deila skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og finnst skjóta skökku við að skólahald hafi verið fellt niður í stað þess að boða að staðan yrði tekin í morgunsárið. Leikskólar og frístundaheimili á höfuðborgarsvæðinu verða opnuð klukkan eitt.

Um skammgóðan vermi gæti verið að ræða en gul veðurviðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Norður- og Austurlandi til hádegis.

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, er kaldhæðinn í tísti sínu.

Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum segir að hugur hans sé hjá Ásgeiri Páli, útvarpsmanni á K100, sem gisti í höfuðstöðvum Árvakurs vegna veðurspárinnar.

Jóhann Óli Eiðsson, lögfræðingur hjá Deloitte, veltir því upp hvort yfirvöld séu í gír sem hann kennir við söguna af drengnum sem kallaði Úlfur Úlfur.

Helgi Seljan blaðamaður á Stundinni er í svipuðum gír.

Elín Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að viðvaranir séu ekki gefnar út byggðar á tilfinningu heldur vísindalegum gögnum.

Hún bendir á að vindhraði í Reykjavík hafi verið afar mikill í nótt á meðan rauða viðvörunin var í gildi.

Hún áréttar svo að engar viðvaranir hafi verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu eftir klukkan átta.

Atli Fannar Bjarkason, starfsmaður Ríkisútvarpsins, er einn þeirra sem gerir grín að veðrinu og notar mynd frá mótmælum í Kringlunni á dögum þar sem grímuklætt fólk mótmælti yfirvöldum vegna Covid-19.

Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem ljósmyndarinn Golli, er með sitt sjónarhorn.

Björt Ólafsdóttir fyrrverandi þingmaður spyr sömu spurninga og margir.

Brynhildur Bolladóttir hjá Rauða krossinum er með svipaðar pælingar.

Útvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason virðist hafa litlar áhyggjur af rúntinum í vinnuna á FM957 í morgunsárið.

Daníel Rúnarsson hjá Arena Íslands fylgdist með fólki á göngu í morgun.

Grínið er af ýmsum toga og gagnrýnin sömuleiðis.

Örvar Smárson tónlistarmaður er meðal þeirra sem grínast.

Tómas Þór Þórðarson sjónvarpsmaður virðist þurfa að leita sér að nýju grilli.

Sunna Kristín Hilmarsdóttir fjölmiðlakona og unnusta Tómasar Þórs spyr út í stöðuna á Landspítalanum.

Haukur Heiðar gerir grín að viðbrögðum Íslendinga við betri útkomu en reiknað hafði verið með.

Hann er ekki einn um það.

Nýkjörinn formaður Kennarasambandsins telur þjóðina vera búna að læra að bregðast við viðvörunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.