Skuldar þrotabúi félags sonarins þrettán milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2022 14:00 Athafnamaðurinn Jón Ragnarsson hefur komið víða við. VÍSIR/VILHELM Athafnamaðurinn Jón Ragnarsson þarf að greiða þrotabúi Harrow House ehf. tæpar þrettán milljónir króna eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sonur Jóns var eigandi alls hlutafjár í Harrow House, sem rak veitingastaðinn Primo að Þingholtsstræti 1 í Reykjavík, áður en hann varð gjaldþrota. Jón á langan feril að baki í viðskiptum og hefur oft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hann erfði hlut í Hótel Valhöll á Þingvöllum frá foreldrum sínum og var lengi kenndur við þann stað. Ítarlega var fjallað um Jón á Vísi árið 2014, þegar deilur hans við veitingamanninn Jose Garcia, oft kenndur við Caruso, stóðu yfir. Eignarhaldsfélagið Harrow House sem hélt utan um eignarhald á veitingastaðnum Primo var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl 2020. Í dómi héraðsdóms kemur fram að Harrow House hafi yfir tveggja ára tímabil millifært 9,8 milljónir króna á bankareikning Jóns. Harrow House og veitingastaðurinn Primo voru í eigu Valdimars Jónssonar, sonar Jóns. Millifærslurnar voru bókaðar í bókhaldi félagsins sem kröfur á hendur Jóni, án frekari skýringa. Þá kemur einnig fram að Jón hafi tekið út vörur og þjónustu hjá Harrow House að upphæð 914 þúsund króna. Að auki var eldri krafa á hendur Jóni í bókhaldi félagsins upp á 2,1 milljón króna, sem færð hafði verið á viðskiptamannareikning úr eldra bókhaldskerfi félagsins. Þá var einnig skráð í bókhald Harrow House að hluta af kröfu Hótel Valhallar, félags í eigu Jóns, var skuldajafnað á móti útistandandi kröfu Jóns á Harrow House. Sagði greiðslurnar vera leigu til félags í eigu Jóns Eftir að Harrow House var tekið til gjaldþrotaskipta krafði þrotabúið Jón um greiðslu þessara skulda, sem hafi verið ógreiddar. Þá krafðist þrotabúið einnig að umrædd skuldajöfnun yrði dæmt ólögmæt. Fyrir dómi hélt Jón því fram að greiðslur Harrow House til hans hafi verið hluti af leigugreiðslum félagsins til Hótel Valhallar, sem greiddar hafi verið beint til hans af fyrirmælum leigusalans, sem var Hótel Valhöll. Þá hafi úttektir á veitingastaðnum ekki verið einkaúttekir hans heldur úttektir Hótel Valhallar, sem síðar hafi verið jafnað á móti leigukröfum félagsins. Það sama hafi átt við um eldri skuld sem getið var hér að ofan. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm. Mótmælti hann því einnig að um hafi verið að ræða greiðslur án endurgjalds. Þvert á móti hafi þetta verið greiðslur fyrir afnot af húsnæði í eigu félags í eigu Jóns, sem hafi verið nauðsynlegt Harrow House til að afla tekna. Engir samningar eða gögn Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á að umræddar greiðslur á bankareikning Jóns hafi verið vegna leigu á fasteign Hótel Valhallar. Þó að það félag væri í eigu Jóns væri það sjálfstæður lögaðili sem ekki væri samsamaður eigenda sínum á þann hátt sem Jón hélt fram fyrir dómi. Greiðslur Harrow House til Jóns voru því ekki taldar vera greiðslur til Hótel Valhallar. „Til þess að svo yrði þyrftu að liggja fyrir samningar, fyrirmæli eða önnur gögn sem sýndu fram á eða gerðu sennilegt að svo hefði verið. Svo er ekki í máli þessu,“ segir í dómi héraðsdóms. Að mati héraðsdóms á það sama við um úttektir á vörum og þjónustu Harrow House og eldri skuld hans við félagið. „Að mati dómsins liggur ekki annað fyrir í málinu en að um hafi verið að ræða úttektir og skuldir stefnda sjálfs en ekki Hótel Valhallar ehf..,“ segir ennfremur. Féllst dómurinn því á þá kröfu að hin 12,9 milljón króna skuld væri ógreidd. Þarf Jón því að greiða þrotabúinu umrædda fjárhæð. Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00 Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17 Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Jón á langan feril að baki í viðskiptum og hefur oft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hann erfði hlut í Hótel Valhöll á Þingvöllum frá foreldrum sínum og var lengi kenndur við þann stað. Ítarlega var fjallað um Jón á Vísi árið 2014, þegar deilur hans við veitingamanninn Jose Garcia, oft kenndur við Caruso, stóðu yfir. Eignarhaldsfélagið Harrow House sem hélt utan um eignarhald á veitingastaðnum Primo var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl 2020. Í dómi héraðsdóms kemur fram að Harrow House hafi yfir tveggja ára tímabil millifært 9,8 milljónir króna á bankareikning Jóns. Harrow House og veitingastaðurinn Primo voru í eigu Valdimars Jónssonar, sonar Jóns. Millifærslurnar voru bókaðar í bókhaldi félagsins sem kröfur á hendur Jóni, án frekari skýringa. Þá kemur einnig fram að Jón hafi tekið út vörur og þjónustu hjá Harrow House að upphæð 914 þúsund króna. Að auki var eldri krafa á hendur Jóni í bókhaldi félagsins upp á 2,1 milljón króna, sem færð hafði verið á viðskiptamannareikning úr eldra bókhaldskerfi félagsins. Þá var einnig skráð í bókhald Harrow House að hluta af kröfu Hótel Valhallar, félags í eigu Jóns, var skuldajafnað á móti útistandandi kröfu Jóns á Harrow House. Sagði greiðslurnar vera leigu til félags í eigu Jóns Eftir að Harrow House var tekið til gjaldþrotaskipta krafði þrotabúið Jón um greiðslu þessara skulda, sem hafi verið ógreiddar. Þá krafðist þrotabúið einnig að umrædd skuldajöfnun yrði dæmt ólögmæt. Fyrir dómi hélt Jón því fram að greiðslur Harrow House til hans hafi verið hluti af leigugreiðslum félagsins til Hótel Valhallar, sem greiddar hafi verið beint til hans af fyrirmælum leigusalans, sem var Hótel Valhöll. Þá hafi úttektir á veitingastaðnum ekki verið einkaúttekir hans heldur úttektir Hótel Valhallar, sem síðar hafi verið jafnað á móti leigukröfum félagsins. Það sama hafi átt við um eldri skuld sem getið var hér að ofan. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm. Mótmælti hann því einnig að um hafi verið að ræða greiðslur án endurgjalds. Þvert á móti hafi þetta verið greiðslur fyrir afnot af húsnæði í eigu félags í eigu Jóns, sem hafi verið nauðsynlegt Harrow House til að afla tekna. Engir samningar eða gögn Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á að umræddar greiðslur á bankareikning Jóns hafi verið vegna leigu á fasteign Hótel Valhallar. Þó að það félag væri í eigu Jóns væri það sjálfstæður lögaðili sem ekki væri samsamaður eigenda sínum á þann hátt sem Jón hélt fram fyrir dómi. Greiðslur Harrow House til Jóns voru því ekki taldar vera greiðslur til Hótel Valhallar. „Til þess að svo yrði þyrftu að liggja fyrir samningar, fyrirmæli eða önnur gögn sem sýndu fram á eða gerðu sennilegt að svo hefði verið. Svo er ekki í máli þessu,“ segir í dómi héraðsdóms. Að mati héraðsdóms á það sama við um úttektir á vörum og þjónustu Harrow House og eldri skuld hans við félagið. „Að mati dómsins liggur ekki annað fyrir í málinu en að um hafi verið að ræða úttektir og skuldir stefnda sjálfs en ekki Hótel Valhallar ehf..,“ segir ennfremur. Féllst dómurinn því á þá kröfu að hin 12,9 milljón króna skuld væri ógreidd. Þarf Jón því að greiða þrotabúinu umrædda fjárhæð.
Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00 Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17 Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00
Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17
Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24
Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13