Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2022 22:00 Donald og Melania Trump er þau yfirgáfu Hvíta húsið í síðasta sinn í desember 2020. EPA/Chris Kleponis Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. Meðal skjalanna sem um ræðir eru bréf frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þetta kemur fram í frétt Washington Post þar sem segir að upplýsingarnar valdi auknum áhyggjum varðandi það hve frjálslega Trump fór með bandarísk lög um varðveislu opinberra gagna. Á undanförnum dögum hefur verið sagt frá því að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að verja tíma sínum í að líma saman opinber skjöl sem Trump hafði rifið. Þjóðskjalasafnið afhenti þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra skjöl frá Hvíta húsinu í síðasta mánuði skjöl sem höfðu verið límd saman, eftir að Trump reif þau. Lögum samkvæmt eiga starfsmenn Hvíta hússins að varðveita öll opinber gögn og afhenda þau Þjóðskjalasafninu. Trump hafði þó þann vana á að rífa blaðsíður eftir að hann las þær. Starfsmenn Hvíta hússins og Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að líma saman hundruð blaðsíðna sem forsetinn reif í gegnum árin. Þá flutti Trump eins og áður segir nokkra kassa af gögnum og skjölum frá Hvíta húsinu til Flórída. Þegar starfsmenn Þjóðskjalasafnsins vildu fá þessi gögn, sögðu ráðgjafar Trumps að ekki hafi staðið til að brjóta lög. Um væri að ræða minnisgripi, gjafir, bréf frá þjóðarleiðtogum og önnur skjöl, samkvæmt heimildum Washington Post. Kim Jong Un og Donald Trump á landamærum Norður- og Suður-Kóreu sumarið 2019.EPA/KCNA Trump kallaði bréfin sem honum barst frá Kim Jong Un „ástarbréf“ en hann fékk þau þegar leiðtogarnir tveir áttu í viðræðum um kjarnorkuvopna- og eldflaugáætlanir einræðisríkisins í forsetatíð Trumps. Sjá einnig: Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Eins og fram kemur í frétt Washington Post eru brot á þessum lögum um opinber gögn í Hvíta húsinu iðulega brotin. Í flestum tilfellum snúast þau um að háttsettir opinberir starfsmenn notist við einkavefþjóna fyrir tölvupósta og einkasímanúmer við opinber störf sín. Má til að mynda nefna Hillary Clinton, sem notaðist við einkavefþjón er hún var utanríkisráðherra. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að hún ætti að hafa farið í fangelsi fyrir það. Hann hélt því líka fram að Nancy Pelosi hefði brotið lög þegar hún reif útprentað afrit af stefnuræðu hans. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Heimildarmenn Washington Post segja lagabrotin þó hafa verið á öðru stigi í forsetatíð Trumps. Ekki hafi verið jafn erfitt að sækja gögn í Hvíta húsið síðan Richard Nixon hafi verið forseti. Fyrrverandi ráðgjafar Trumps segja hann hafa haft engan áhuga á lögunum. Hann hafi þó ekki ætlað sér að brjóta lög til að hylma yfir eitthvað. Heldur sé það gamall vani hans að rífa blöð eftir lestur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Meðal skjalanna sem um ræðir eru bréf frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þetta kemur fram í frétt Washington Post þar sem segir að upplýsingarnar valdi auknum áhyggjum varðandi það hve frjálslega Trump fór með bandarísk lög um varðveislu opinberra gagna. Á undanförnum dögum hefur verið sagt frá því að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að verja tíma sínum í að líma saman opinber skjöl sem Trump hafði rifið. Þjóðskjalasafnið afhenti þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra skjöl frá Hvíta húsinu í síðasta mánuði skjöl sem höfðu verið límd saman, eftir að Trump reif þau. Lögum samkvæmt eiga starfsmenn Hvíta hússins að varðveita öll opinber gögn og afhenda þau Þjóðskjalasafninu. Trump hafði þó þann vana á að rífa blaðsíður eftir að hann las þær. Starfsmenn Hvíta hússins og Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að líma saman hundruð blaðsíðna sem forsetinn reif í gegnum árin. Þá flutti Trump eins og áður segir nokkra kassa af gögnum og skjölum frá Hvíta húsinu til Flórída. Þegar starfsmenn Þjóðskjalasafnsins vildu fá þessi gögn, sögðu ráðgjafar Trumps að ekki hafi staðið til að brjóta lög. Um væri að ræða minnisgripi, gjafir, bréf frá þjóðarleiðtogum og önnur skjöl, samkvæmt heimildum Washington Post. Kim Jong Un og Donald Trump á landamærum Norður- og Suður-Kóreu sumarið 2019.EPA/KCNA Trump kallaði bréfin sem honum barst frá Kim Jong Un „ástarbréf“ en hann fékk þau þegar leiðtogarnir tveir áttu í viðræðum um kjarnorkuvopna- og eldflaugáætlanir einræðisríkisins í forsetatíð Trumps. Sjá einnig: Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Eins og fram kemur í frétt Washington Post eru brot á þessum lögum um opinber gögn í Hvíta húsinu iðulega brotin. Í flestum tilfellum snúast þau um að háttsettir opinberir starfsmenn notist við einkavefþjóna fyrir tölvupósta og einkasímanúmer við opinber störf sín. Má til að mynda nefna Hillary Clinton, sem notaðist við einkavefþjón er hún var utanríkisráðherra. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að hún ætti að hafa farið í fangelsi fyrir það. Hann hélt því líka fram að Nancy Pelosi hefði brotið lög þegar hún reif útprentað afrit af stefnuræðu hans. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Heimildarmenn Washington Post segja lagabrotin þó hafa verið á öðru stigi í forsetatíð Trumps. Ekki hafi verið jafn erfitt að sækja gögn í Hvíta húsið síðan Richard Nixon hafi verið forseti. Fyrrverandi ráðgjafar Trumps segja hann hafa haft engan áhuga á lögunum. Hann hafi þó ekki ætlað sér að brjóta lög til að hylma yfir eitthvað. Heldur sé það gamall vani hans að rífa blöð eftir lestur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira