Segir „afbrigðilega stemningu“ ríkja innan ASÍ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2022 00:08 Sólveig Anna Jónsdóttir er meðal frambjóðenda til formanns Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna telur að félög innan Alþýðusambandsins hyggist blanda sér í komandi formannskosningar Eflingar. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að B-listi hennar beri sigur úr býtum í kosningunum. Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Eflingar og núverandi formannsframbjóðandi gagnrýnir Alþýðusambandið harðlega í pistli á Facebook síðu sinni sem hún birti fyrr í kvöld. Hún rifjar upp aðdraganda kosninganna árið 2018 og segir að henni og meðframbjóðendum hennar hafi borist ábendingar um að starfsólk Eflingar væri að stunda áróður á kjörstað. Starfsfólkið hafi meðal annars sagt við kjósendur að Sólveig væri klikkuð. „Alþýðusambandið blandaði sér í málið og framkvæmdi „rannsókn“ sem fólst í því að Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, talaði við starfsmenn sem sögðust ekki kannast við að reka neinn áróður á kjörstað. ASÍ lét þar við sitja í rannsóknar-störfum sínum,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hafi sent „rógs-bréf“ Hún segist fljótlega hafa gert sér grein fyrir að starfsfólk á skrifstofu Eflingar hafi aldrei ætlað sér að vinna með henni eða sýna henni virðingu. Fremst í þeim hópi hafi verið skrifstofustjóri Eflingar og nánasti samstarfsmaður formanns sem áður hafði stýrt Eflingu. „Í stað að mæta með viljann til þess að láta valdaskiptin fara siðlega og eðlilega fram hófu þau heiftúðugar árásir með ósannindin að vopni. Meðal annars léku þau þann leik í aðdraganda fyrsta ASÍ þingsins sem ég og félagar mínir mættum á að senda rógs-bréf á um það bil 40 manna hóp valdafólks innan ASÍ til að mála upp þá mynd af mér að ég væri einhverskonar glæpakona,“ segir Sólveig Anna. Hún segist hafa heimildir fyrir því að til standi að halda fund starfsfólks þeirra félaga sem aðild eigi að Alþýðusambandinu á morgun. Tilgangur fundarins sé að samþykkja og senda ályktun til stuðnings starfsfólki Eflingar og gegn framboði B-lista hennar sjálfrar. „Nú get ég auðvitað ekki fullyrt að þau sem undirbúa að senda ályktun frá stórum hópi starfsfólks félaga innan ASÍ skilji hversu gróflega þau eru með þessu að blanda sér í lýðræðislegar kosningar Eflingarfólks um það hver stýrir félaginu. En ég held að þau geri það. Ég held að til þess sé leikurinn gerður,“ segir Sólveig Anna og bætir við að reynt verði með öllum ráðum að koma í veg fyrir sigur B-listans. Segir afbrigðilega stemningu ríkja innan ASÍ Eins og fyrr segir gagnrýnir hún Alþýðubandalagið og þau félög sem aðild eigi að bandalaginu harðlega. Atvinnurekendur eigi bandalagið og þau vilji ráða. Sólveig segir að þeim finnist ekki nóg komið af ofstækisfullum árásum og nafnlausum rógburði eins og hún orðar það í færslunni. „Sem dæmi um þá afbrigðilegu stemmningu sem ríkir innan vébanda „hreyfingarinnar“ vil ég nefna þá staðreynd að fjöldi starfsfólks ASÍ sýndi starfsmanni Eflingar sem hafði hótað að koma heim til mín og gera mér illt mikla hluttekningu hér á Facebook, þegar að honum hafði verið sagt upp störfum hjá Eflingu,“ segir Sólveig hún bætir við að lögmaður Alþýðubandalagsins hafi sérstaklega lýst yfir stuðningi við starfsmanninn á Facebooksíðu mannsins. „Þegar mér var bent á þessi ummæli sendi ég póst á lögmanninn sem hafði ritað þau, ásamt forseta ASÍ og framkvæmdastjóra, þar sem ég lýsti því hversu sjúkt og særandi mér þætti framferði hans. Ekkert þessara þriggja sem fengu póstinn sá ástæðu til að svara mér. Ég var í þeirra huga einfaldlega ekki þess virði að eiga heimtingu á svari eða viðbrögðum.“ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir. 3. febrúar 2022 06:37 Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. 3. febrúar 2022 00:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Eflingar og núverandi formannsframbjóðandi gagnrýnir Alþýðusambandið harðlega í pistli á Facebook síðu sinni sem hún birti fyrr í kvöld. Hún rifjar upp aðdraganda kosninganna árið 2018 og segir að henni og meðframbjóðendum hennar hafi borist ábendingar um að starfsólk Eflingar væri að stunda áróður á kjörstað. Starfsfólkið hafi meðal annars sagt við kjósendur að Sólveig væri klikkuð. „Alþýðusambandið blandaði sér í málið og framkvæmdi „rannsókn“ sem fólst í því að Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, talaði við starfsmenn sem sögðust ekki kannast við að reka neinn áróður á kjörstað. ASÍ lét þar við sitja í rannsóknar-störfum sínum,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hafi sent „rógs-bréf“ Hún segist fljótlega hafa gert sér grein fyrir að starfsfólk á skrifstofu Eflingar hafi aldrei ætlað sér að vinna með henni eða sýna henni virðingu. Fremst í þeim hópi hafi verið skrifstofustjóri Eflingar og nánasti samstarfsmaður formanns sem áður hafði stýrt Eflingu. „Í stað að mæta með viljann til þess að láta valdaskiptin fara siðlega og eðlilega fram hófu þau heiftúðugar árásir með ósannindin að vopni. Meðal annars léku þau þann leik í aðdraganda fyrsta ASÍ þingsins sem ég og félagar mínir mættum á að senda rógs-bréf á um það bil 40 manna hóp valdafólks innan ASÍ til að mála upp þá mynd af mér að ég væri einhverskonar glæpakona,“ segir Sólveig Anna. Hún segist hafa heimildir fyrir því að til standi að halda fund starfsfólks þeirra félaga sem aðild eigi að Alþýðusambandinu á morgun. Tilgangur fundarins sé að samþykkja og senda ályktun til stuðnings starfsfólki Eflingar og gegn framboði B-lista hennar sjálfrar. „Nú get ég auðvitað ekki fullyrt að þau sem undirbúa að senda ályktun frá stórum hópi starfsfólks félaga innan ASÍ skilji hversu gróflega þau eru með þessu að blanda sér í lýðræðislegar kosningar Eflingarfólks um það hver stýrir félaginu. En ég held að þau geri það. Ég held að til þess sé leikurinn gerður,“ segir Sólveig Anna og bætir við að reynt verði með öllum ráðum að koma í veg fyrir sigur B-listans. Segir afbrigðilega stemningu ríkja innan ASÍ Eins og fyrr segir gagnrýnir hún Alþýðubandalagið og þau félög sem aðild eigi að bandalaginu harðlega. Atvinnurekendur eigi bandalagið og þau vilji ráða. Sólveig segir að þeim finnist ekki nóg komið af ofstækisfullum árásum og nafnlausum rógburði eins og hún orðar það í færslunni. „Sem dæmi um þá afbrigðilegu stemmningu sem ríkir innan vébanda „hreyfingarinnar“ vil ég nefna þá staðreynd að fjöldi starfsfólks ASÍ sýndi starfsmanni Eflingar sem hafði hótað að koma heim til mín og gera mér illt mikla hluttekningu hér á Facebook, þegar að honum hafði verið sagt upp störfum hjá Eflingu,“ segir Sólveig hún bætir við að lögmaður Alþýðubandalagsins hafi sérstaklega lýst yfir stuðningi við starfsmanninn á Facebooksíðu mannsins. „Þegar mér var bent á þessi ummæli sendi ég póst á lögmanninn sem hafði ritað þau, ásamt forseta ASÍ og framkvæmdastjóra, þar sem ég lýsti því hversu sjúkt og særandi mér þætti framferði hans. Ekkert þessara þriggja sem fengu póstinn sá ástæðu til að svara mér. Ég var í þeirra huga einfaldlega ekki þess virði að eiga heimtingu á svari eða viðbrögðum.“
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir. 3. febrúar 2022 06:37 Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. 3. febrúar 2022 00:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir. 3. febrúar 2022 06:37
Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21
Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. 3. febrúar 2022 00:15