Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2022 23:58 Vladimír Pútín og Emmanuel Macron, forsetar Rússlands og Frakklands. AP/Sputnik Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að NATO væri máttugra en Rússland þegar kæmi að hefðbundnum hernaði en Rússlandi væri eitt stærsta kjarnorkuveldið. Þá sagði Pútín, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, að ef Úkraína myndi reyna að ná Krímskaga aftur myndi öll Evrópa dragast inn í stríðið á augabragði. Þetta sagði Pútín eftir fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Báðir lýstu þeir fundinum sem jákvæðum og Pútín sagði tillögur Macrons raunsæjar og hægt væri að nota þær til frekari viðræðna, samkvæmt frétt DW. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði. Nú hafa Rússar sent gífurlegan fjölda hermanna að landamærum Úkraínu og krefjast þess að ríkinu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla tíð. Þá hefur ríkisstjórn Pútíns einnig krafist þess að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu en báðum kröfunum hefur verið hafnað. Pútín sagðist þó ekki þeirrar skoðunar að viðræðum væri lokið. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Alex Brandon Á meðan Pútín og Macron funduðu í Moskvu, funduðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, í Hvíta húsinu í Washington D.C. og var sama málefni til umræðu þar. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lýst yfir sífellt meiri áhyggjum vegna mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. Samhliða því hefur Biden unnið að því að fylkja bandamönnum Bandaríkjanna í Evrópu um harðar refsiaðgerðir gegn Rússlandi komi til innrásar. NATO mun ekki styðja Úkraínu með beinum hætti en hafa verið að senda vopn til ríkisins. Eftir fund Bidens og Scholz sagði forsetinn að ef til innrásar kæmi myndu Þjóðverjar ekki taka Nord Stream 2 gasleiðsluna í notkun. Það er ný gasleiðsla frá Rússlandi til Þýskalands en ríki Evrópu reiða sig að miklu leyti á gassendingar frá Rússlandi til orkuframleiðslu og húshitunar. „Það er nauðsynlegt fyrir Rússa að skilja að mun meira gæti gerst en þeir hafa gert sér grein fyrir,“ sagði Scholz um mögulegar refsiaðgerðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ummæli sem vöktu athygli Ummæli Pútíns um Minsk-sáttmálann sem gerður var milli ríkisstjórnar Úkraínu og aðskilnaðarsinnanna að ekkert annað væri í boði en að virða hann, hafa vakið mikla umræðu. Pútín sagði að hvort sem Úkraínumönnum líkaði við hann eða ekki, þyrftu þeir að sætta sig við hann. Margir hafa vakið athygli á því að Pútín virtist hafa vitnað í gamalt rússneskt pönk-lag sem fjallar um náriðlun. Eins og blaðamaður Guardian bendir á í tístinu hér að neðan er það þó ekki ljóst og er tiltækið sagt hafa verið lengi í notkun. Putin to Ukraine on the Minsk agreement: "Whether you like it or not, bear with it my beauty." Apparently used with schoolkids, also can have worse connotations... and a tie-in to a 90s punk song about necrophilia. For more, see the replies https://t.co/4ZhJfdFBrh— Andrew Roth (@Andrew__Roth) February 7, 2022 Rússland Frakkland Úkraína Hernaður Bandaríkin Þýskaland Kjarnorka Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Hann sagðist gera sér grein fyrir því að NATO væri máttugra en Rússland þegar kæmi að hefðbundnum hernaði en Rússlandi væri eitt stærsta kjarnorkuveldið. Þá sagði Pútín, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, að ef Úkraína myndi reyna að ná Krímskaga aftur myndi öll Evrópa dragast inn í stríðið á augabragði. Þetta sagði Pútín eftir fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Báðir lýstu þeir fundinum sem jákvæðum og Pútín sagði tillögur Macrons raunsæjar og hægt væri að nota þær til frekari viðræðna, samkvæmt frétt DW. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði. Nú hafa Rússar sent gífurlegan fjölda hermanna að landamærum Úkraínu og krefjast þess að ríkinu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla tíð. Þá hefur ríkisstjórn Pútíns einnig krafist þess að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu en báðum kröfunum hefur verið hafnað. Pútín sagðist þó ekki þeirrar skoðunar að viðræðum væri lokið. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Alex Brandon Á meðan Pútín og Macron funduðu í Moskvu, funduðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, í Hvíta húsinu í Washington D.C. og var sama málefni til umræðu þar. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lýst yfir sífellt meiri áhyggjum vegna mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. Samhliða því hefur Biden unnið að því að fylkja bandamönnum Bandaríkjanna í Evrópu um harðar refsiaðgerðir gegn Rússlandi komi til innrásar. NATO mun ekki styðja Úkraínu með beinum hætti en hafa verið að senda vopn til ríkisins. Eftir fund Bidens og Scholz sagði forsetinn að ef til innrásar kæmi myndu Þjóðverjar ekki taka Nord Stream 2 gasleiðsluna í notkun. Það er ný gasleiðsla frá Rússlandi til Þýskalands en ríki Evrópu reiða sig að miklu leyti á gassendingar frá Rússlandi til orkuframleiðslu og húshitunar. „Það er nauðsynlegt fyrir Rússa að skilja að mun meira gæti gerst en þeir hafa gert sér grein fyrir,“ sagði Scholz um mögulegar refsiaðgerðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ummæli sem vöktu athygli Ummæli Pútíns um Minsk-sáttmálann sem gerður var milli ríkisstjórnar Úkraínu og aðskilnaðarsinnanna að ekkert annað væri í boði en að virða hann, hafa vakið mikla umræðu. Pútín sagði að hvort sem Úkraínumönnum líkaði við hann eða ekki, þyrftu þeir að sætta sig við hann. Margir hafa vakið athygli á því að Pútín virtist hafa vitnað í gamalt rússneskt pönk-lag sem fjallar um náriðlun. Eins og blaðamaður Guardian bendir á í tístinu hér að neðan er það þó ekki ljóst og er tiltækið sagt hafa verið lengi í notkun. Putin to Ukraine on the Minsk agreement: "Whether you like it or not, bear with it my beauty." Apparently used with schoolkids, also can have worse connotations... and a tie-in to a 90s punk song about necrophilia. For more, see the replies https://t.co/4ZhJfdFBrh— Andrew Roth (@Andrew__Roth) February 7, 2022
Rússland Frakkland Úkraína Hernaður Bandaríkin Þýskaland Kjarnorka Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37
Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02