Þó var fært um Þrengslin en þegar veður fór að versna í nótt var ákveðið að loka þeirri leið einnig, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Á höfuðborgarsvæðinu er snóþekja á vegum og snjóar enn, en unnið er að mokstri.
Fyrir vestan er Flateyrarvegur lokaður vegna snjóflóðahættu og sömu sögu er að segja um veginn um Súðavíkurhlíð. Þá er lokað um Dynjandisheiði.
Á Holtavörðuheiði er lokað vegna veðurs og hálka er á Reykjanesbrautinni. Þá er ófært um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og þæfingsfærð í kringum Þingvallavatn.