Stökkið: Býr hvergi og hefur ferðast til níutíu landa Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 9. febrúar 2022 07:01 Björn Pálsson nýtur lífsins út um allan heim. Aðsend Björn Pálsson hefur ferðast um heiminn og búið á flakki víðsvegar síðstu tólf árin. Hann er ekki með fasta búsetu í neinu landi, býr og ferðast mest með sjálfum sér og lifir hinum svokallaða Nomad lífsstíl. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Hvar í heiminum ertu í dag?Í augnablikinu er ég staddur í Sri Lanka og er búinn að vera hérna í sirka þrjá mánuði. Ég ákvað að koma til Sri Lanka til þess að nota tímann og vinna í ferðaþjónustu fyrirtækinu sem ég stofnaði á síðasta ári sem heitir Crazy Puffin Adventures. Birni finnst gaman að skoða heiminn.Aðsend Hvenær tókstu stökkið?Ég flutti að heiman í janúar 2010, þá flutti ég til Kenía og bjó þar í eitt ár. „Þar fékk ég þessa rosalegu ferðabakteríu og þá uppljómun að ég gæti lifað ‚nomad‘ lífi og hef síðan þá búið í og ferðast til um níutíu landa.“ View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Það var alltaf planið mitt að flytja út um leið og ég myndi klára Menntaskólann. Ég vissi það síðan ég var lítill krakki að um leið og ég myndi útskrifast úr MA myndi ég flytja út. „Það var svo ári fyrir útskrift að ég fékk rosa mikinn áhuga á Afríku og ákvað að flytja til Kenya. Þar bjó ég án rafmagns og rennandi vatns í eitt ár.“ View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Hann hefur auðvitað haft sín áhrif, til að mynda bjó ég á einum og sama stað í ellefu mánuði og er það lengsti tími sem ég hef verið kyrr um set síðan ég flutti að heiman 2010. Það er líka takmarkað hvert er hægt að fara núna þannig maður þarf að fylgjast vel með hvað lönd eru opin. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Eftir að hafa lifað þessu lífi svona lengi þá gerist mest allt á autopilot hjá mér og það fer voða lítill undirbúningur í að plana næstu búsetu. „Plönin breytast líka hratt og maður endar oft á allt öðrum stað en maður hafði planað tveimur vikum fyrr.“ View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda almennt?Það er best að stökkva á þau tækifæri sem bjóðast áður en maður hugsar sig of mikið um og talar sig út úr því að fara út. Fylgja innsæinu, hvert sem þig langar að flytja þá er ekkert sem getur stoppað þig nema þú sjálf/ur. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Núna rek ég ferðaþjónustu sem að ég stofnaði á síðasta ári. Þar bíð ég uppá ævintýra ferðir til landa eins og Sýrlands, Máritaníu, Pakistan, Madagascar og norður Indlands. Við erum svo að bæta við fleiri áfangastöðum fyrir næsta ár. Við sérhæfum okkur í að bjóða uppá óvenjulegar ferðir og til landa sem er oft litið framhjá eða fólki finnst of hættulegt að fara þangað. View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Hvers saknarðu mest við Ísland?High quality lakkrís. Það er það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim að byrgja mig upp af alvöru lakkrís. „Það er mjög erfitt að finna góðan lakkrís utan Skandinavíu.“ Hvers saknarðu minnst við Ísland?Mér finnst Ísland frábær staður og eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast um eigið land en ég verð að segja rokið og það hversu stutt sumrin eru. View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Hvernig er veðrið?Það fer mest eftir því hvar ég er, ég flakka bæði milli kaldra landa og heitra. Allt frá Svalabarða til Suður-Afríku. En núna þar sem ég er staddur í Sri Lanka er æðislegt verður og ég hef haft það rosalega gott hérna síðustu 3 mánuði. Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég ferðast mikið með lest, rútum, tuk-tuk, bílum og flugvélum. View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Kemurðu oft til Íslands?Það er misjafnt, ég hef upplifað þriggja ára tímabil án þess að koma heim en síðustu ár hef ég reynt að koma einusinni á ári. Mér finnst mikilvægt að koma meira heim núna og heimsækja fjölskyldu og vini. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Það fer mjög mikið eftir því hvar ég er staddur en vanalega er ekkert svo dýrt að lifa þessum lífsstíl. Ef maður miðar við Ísland þá er nánast allt alltaf ódýrara. „Hér í Sri Lanka er t.d. mjög ódýrt að lifa, fínasta máltíð kostar um 300 krónur og bjórinn á 150 krónur.“ View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Það er mest ég sem er í því að heimsækja vini þar sem það er töluvert auðveldara. En jú maður fær stundum heimsóknir þegar maður nær að plana það vel hvar maður ætlar að vera í náinni framtíð. Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Nei, en ég hitti furðu mikið að Íslendingum á ólíklegustu stöðum. Finnst það alveg ótrúlega gaman að rekast á þá. View this post on Instagram A post shared by Crazy Puffin Adventures (@crazypuffinadventures) Áttu þér uppáhalds stað?Ég er alveg kolfallin fyrir Sri Lanka og er þetta í 4 skiptið sem ég kem hingað, annars þá er Austur-Afríka alltaf í miklu uppáhaldi. „Pakistan er líka frábær staður og svo elska ég Köben eins og hver annar Íslendingur.“ Hvaða mat eða matsölustöðum myndirðu mæla með?Indverskur matur er klárlega í uppáhaldi, sem betur fer er hægt að fá góðan indverskan mat útum allan heim. View this post on Instagram A post shared by Crazy Puffin Adventures (@crazypuffinadventures) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera þar sem þú ert núna?Í Sri Lanka þá verða allir að borða Rice & Curry, fara í Safari, læra að surfa og fara í góða frumskógargöngu. „Svo ættu allir að læra að keyra tuk-tuk líka.“ Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Núna fara dagarnir mest í það að vinna í Crazy Puffin Adventures. Ég vakna snemma í kringum 06.00 og byrja á að fá mér kaffi og les bókina mína. Svo vinn ég til sirka 11.00 þá fer ég og fæ mér göngutúr og alvöru Sri Lankan Rice & Curry. Ég held svo áfram að vinna til sirka 16-17 og nota restina af deginum í að hitta fólk, synda í sjónum, fæ mér bjór á ströndinni og góðan kvöldmat. Horfi svo á 1 Seinfeld áður en ég fer svo að sofa. View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Hvað er það besta við staðinn þinn?Það best við að vera „Nomad“ er frelsið. Endalaust frelsi til þess að gera hvað sem þú vilt, hvenær sem þú vilt. „Hver mánuður og hvert ár og mjög frábrugðið hvoru öðru og það er alltaf tilhlökkun fyrir næsta ævintýri.“ Hvað er það versta við staðinn þinn?Það getur verið erfitt að eiga hluti sem manni kannski langar í. „Ef ég sé flott listaverk eða vínyl plötu sem mig langar í þá er ekkert pláss fyrir það þegar maður er stanslaust á ferðinni.“ View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Eins mikið og ég elska Ísland þá finnst mér mjög ólíklegt að ég muni flytja aftur heim. En mig langar hins vegar til þess að auka heimsóknir þangað til muna. Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum“ Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi þar en það hefur ekki stoppað hann í að leyfa hæfileikum sínum að njóta sín í hinum ýmsu verkefnum úti og hér heima. 6. febrúar 2022 07:00 Stökkið: Ætlaði bara í frí en endaði á því að flytja Fyrirsætan Hulda Ósmann flutti til Tenerife ásamt eiginmanni sínum Jóni Ósmann og stjúpsyni eftir að hafa flúið þangað í frí vegna veðursins á Íslandi. Síðan þá eru liðin nokkur ár og líður þeim afskaplega vel í sveitinni á Spáni þar sem þau rækta meðal annars lífrænar sítrónur, hnetur, appelsínur og ólífur. 30. janúar 2022 07:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Hvar í heiminum ertu í dag?Í augnablikinu er ég staddur í Sri Lanka og er búinn að vera hérna í sirka þrjá mánuði. Ég ákvað að koma til Sri Lanka til þess að nota tímann og vinna í ferðaþjónustu fyrirtækinu sem ég stofnaði á síðasta ári sem heitir Crazy Puffin Adventures. Birni finnst gaman að skoða heiminn.Aðsend Hvenær tókstu stökkið?Ég flutti að heiman í janúar 2010, þá flutti ég til Kenía og bjó þar í eitt ár. „Þar fékk ég þessa rosalegu ferðabakteríu og þá uppljómun að ég gæti lifað ‚nomad‘ lífi og hef síðan þá búið í og ferðast til um níutíu landa.“ View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Það var alltaf planið mitt að flytja út um leið og ég myndi klára Menntaskólann. Ég vissi það síðan ég var lítill krakki að um leið og ég myndi útskrifast úr MA myndi ég flytja út. „Það var svo ári fyrir útskrift að ég fékk rosa mikinn áhuga á Afríku og ákvað að flytja til Kenya. Þar bjó ég án rafmagns og rennandi vatns í eitt ár.“ View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Hann hefur auðvitað haft sín áhrif, til að mynda bjó ég á einum og sama stað í ellefu mánuði og er það lengsti tími sem ég hef verið kyrr um set síðan ég flutti að heiman 2010. Það er líka takmarkað hvert er hægt að fara núna þannig maður þarf að fylgjast vel með hvað lönd eru opin. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Eftir að hafa lifað þessu lífi svona lengi þá gerist mest allt á autopilot hjá mér og það fer voða lítill undirbúningur í að plana næstu búsetu. „Plönin breytast líka hratt og maður endar oft á allt öðrum stað en maður hafði planað tveimur vikum fyrr.“ View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda almennt?Það er best að stökkva á þau tækifæri sem bjóðast áður en maður hugsar sig of mikið um og talar sig út úr því að fara út. Fylgja innsæinu, hvert sem þig langar að flytja þá er ekkert sem getur stoppað þig nema þú sjálf/ur. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Núna rek ég ferðaþjónustu sem að ég stofnaði á síðasta ári. Þar bíð ég uppá ævintýra ferðir til landa eins og Sýrlands, Máritaníu, Pakistan, Madagascar og norður Indlands. Við erum svo að bæta við fleiri áfangastöðum fyrir næsta ár. Við sérhæfum okkur í að bjóða uppá óvenjulegar ferðir og til landa sem er oft litið framhjá eða fólki finnst of hættulegt að fara þangað. View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Hvers saknarðu mest við Ísland?High quality lakkrís. Það er það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim að byrgja mig upp af alvöru lakkrís. „Það er mjög erfitt að finna góðan lakkrís utan Skandinavíu.“ Hvers saknarðu minnst við Ísland?Mér finnst Ísland frábær staður og eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast um eigið land en ég verð að segja rokið og það hversu stutt sumrin eru. View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Hvernig er veðrið?Það fer mest eftir því hvar ég er, ég flakka bæði milli kaldra landa og heitra. Allt frá Svalabarða til Suður-Afríku. En núna þar sem ég er staddur í Sri Lanka er æðislegt verður og ég hef haft það rosalega gott hérna síðustu 3 mánuði. Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég ferðast mikið með lest, rútum, tuk-tuk, bílum og flugvélum. View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Kemurðu oft til Íslands?Það er misjafnt, ég hef upplifað þriggja ára tímabil án þess að koma heim en síðustu ár hef ég reynt að koma einusinni á ári. Mér finnst mikilvægt að koma meira heim núna og heimsækja fjölskyldu og vini. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Það fer mjög mikið eftir því hvar ég er staddur en vanalega er ekkert svo dýrt að lifa þessum lífsstíl. Ef maður miðar við Ísland þá er nánast allt alltaf ódýrara. „Hér í Sri Lanka er t.d. mjög ódýrt að lifa, fínasta máltíð kostar um 300 krónur og bjórinn á 150 krónur.“ View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Það er mest ég sem er í því að heimsækja vini þar sem það er töluvert auðveldara. En jú maður fær stundum heimsóknir þegar maður nær að plana það vel hvar maður ætlar að vera í náinni framtíð. Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Nei, en ég hitti furðu mikið að Íslendingum á ólíklegustu stöðum. Finnst það alveg ótrúlega gaman að rekast á þá. View this post on Instagram A post shared by Crazy Puffin Adventures (@crazypuffinadventures) Áttu þér uppáhalds stað?Ég er alveg kolfallin fyrir Sri Lanka og er þetta í 4 skiptið sem ég kem hingað, annars þá er Austur-Afríka alltaf í miklu uppáhaldi. „Pakistan er líka frábær staður og svo elska ég Köben eins og hver annar Íslendingur.“ Hvaða mat eða matsölustöðum myndirðu mæla með?Indverskur matur er klárlega í uppáhaldi, sem betur fer er hægt að fá góðan indverskan mat útum allan heim. View this post on Instagram A post shared by Crazy Puffin Adventures (@crazypuffinadventures) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera þar sem þú ert núna?Í Sri Lanka þá verða allir að borða Rice & Curry, fara í Safari, læra að surfa og fara í góða frumskógargöngu. „Svo ættu allir að læra að keyra tuk-tuk líka.“ Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Núna fara dagarnir mest í það að vinna í Crazy Puffin Adventures. Ég vakna snemma í kringum 06.00 og byrja á að fá mér kaffi og les bókina mína. Svo vinn ég til sirka 11.00 þá fer ég og fæ mér göngutúr og alvöru Sri Lankan Rice & Curry. Ég held svo áfram að vinna til sirka 16-17 og nota restina af deginum í að hitta fólk, synda í sjónum, fæ mér bjór á ströndinni og góðan kvöldmat. Horfi svo á 1 Seinfeld áður en ég fer svo að sofa. View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Hvað er það besta við staðinn þinn?Það best við að vera „Nomad“ er frelsið. Endalaust frelsi til þess að gera hvað sem þú vilt, hvenær sem þú vilt. „Hver mánuður og hvert ár og mjög frábrugðið hvoru öðru og það er alltaf tilhlökkun fyrir næsta ævintýri.“ Hvað er það versta við staðinn þinn?Það getur verið erfitt að eiga hluti sem manni kannski langar í. „Ef ég sé flott listaverk eða vínyl plötu sem mig langar í þá er ekkert pláss fyrir það þegar maður er stanslaust á ferðinni.“ View this post on Instagram A post shared by Björn Pálsson (@bjorn_palsson) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Eins mikið og ég elska Ísland þá finnst mér mjög ólíklegt að ég muni flytja aftur heim. En mig langar hins vegar til þess að auka heimsóknir þangað til muna.
Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum“ Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi þar en það hefur ekki stoppað hann í að leyfa hæfileikum sínum að njóta sín í hinum ýmsu verkefnum úti og hér heima. 6. febrúar 2022 07:00 Stökkið: Ætlaði bara í frí en endaði á því að flytja Fyrirsætan Hulda Ósmann flutti til Tenerife ásamt eiginmanni sínum Jóni Ósmann og stjúpsyni eftir að hafa flúið þangað í frí vegna veðursins á Íslandi. Síðan þá eru liðin nokkur ár og líður þeim afskaplega vel í sveitinni á Spáni þar sem þau rækta meðal annars lífrænar sítrónur, hnetur, appelsínur og ólífur. 30. janúar 2022 07:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01
Stökkið: „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum“ Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi þar en það hefur ekki stoppað hann í að leyfa hæfileikum sínum að njóta sín í hinum ýmsu verkefnum úti og hér heima. 6. febrúar 2022 07:00
Stökkið: Ætlaði bara í frí en endaði á því að flytja Fyrirsætan Hulda Ósmann flutti til Tenerife ásamt eiginmanni sínum Jóni Ósmann og stjúpsyni eftir að hafa flúið þangað í frí vegna veðursins á Íslandi. Síðan þá eru liðin nokkur ár og líður þeim afskaplega vel í sveitinni á Spáni þar sem þau rækta meðal annars lífrænar sítrónur, hnetur, appelsínur og ólífur. 30. janúar 2022 07:01