Stóð ráðalaus í rauðri viðvörun: „Kannski smá karma“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2022 21:00 Atli Czubaiko getur vottað að það var ekki gluggaveður. Aðsend Atla Czubaiko brá heldur í brún á mánudagsmorgun þegar eldhúsglugginn á þriðju hæð fauk upp í vindhviðu og losnaði úr gluggakarminum. Hann hangir enn utan á blokkinni í Háaleiti í Reykjavík. Atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum um morguninn á meðan rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Atli, sem er í einangrun vegna Covid-19, var vakandi þegar hann fattaði að ekki væri um neina venjulega vindhviðu að ræða. „Síðan heyri ég einhvern skell og hélt að það hefði kannski fokið borð eða einhver hlutur lent á svölunum okkar. Það er ekkert á svölunum en þá er þessi risastóri gluggi sem opnast allur út laus og hangir þarna niðri.“ Fram að þessu hafi glugginn verið lokaður og virkað heillegur en athygli vekur að glerið sjálft brotnaði ekki þessum í átökunum. Stóð ráðalaus í eldhúsinu „Hviðurnar eru orðnar það sterkar að ég veit að ég er ekki að fara að klifra þarna upp og toga þennan glugga til baka. Ég reyndi það og ég hefði þurft að ýta honum út og svo inn aftur, þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera,“ segir Atli. Festingarnar sem héldu glugganum hafi bognað en komið í veg fyrir að hann félli til jarðar. Atli hringdi í neyðarlínuna og var björgunarsveitarfólk mætt á eldhúsgólfið innan við tuttugu mínútum síðar. „Þau koma vitandi að ég er með Covid. Þetta er æðislegt fólk. Þau koma, binda gluggann við bláan spotta sem er núna bundinn við ofn inn í eldhúsi og setja síðan plötu til að loka fyrir.“ Atli er mjög þakklátur fyrir aðstoð björgunarsveitarinnar og segir að aðgerðin hafi tekið innan við klukkutíma. Hann á von á því að leigusalinn hans sé tryggður fyrir tjóninu. Reipið sem heldur glugganum. Atli á von á því að fá smið til að gera við gluggann fljótlega eftir að hann losnar úr einangrun á föstudag.Atli Hugsar sig tvisvar um áður en hann gerir aftur lítið úr óveðri Mikill viðbúnaður var víða um land vegna óveðursins í gær og þótti sumum nóg um. Þegar það skall loks á sáu margir netverjar, einkum staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, sér leik á borði og göntuðust með að almannavarnir, skólayfirvöld og veðurfræðingar hafi gangið full langt með hamfaraspám sínum. Atli segir að hann hafi sjálfur reglulega gerst sekur um að gera lítið úr óveðri á borð við það sem sást í gær. „Verandi sú týpa þá er það kannski smá karma að auðvitað brotnar glugginn hjá mér," segir hann léttur í bragði. Atli ákvað að láta það vera að tjá sig um veðrið á samfélagsmiðlum í gær, þó hann hafi vissulega tekið sig til og greint frá gluggaævintýrinu. Mikilvægt sé að minna fólk á að veðrið sé ekki alls staðar eins og í bakgarðinum. Veður Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum um morguninn á meðan rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Atli, sem er í einangrun vegna Covid-19, var vakandi þegar hann fattaði að ekki væri um neina venjulega vindhviðu að ræða. „Síðan heyri ég einhvern skell og hélt að það hefði kannski fokið borð eða einhver hlutur lent á svölunum okkar. Það er ekkert á svölunum en þá er þessi risastóri gluggi sem opnast allur út laus og hangir þarna niðri.“ Fram að þessu hafi glugginn verið lokaður og virkað heillegur en athygli vekur að glerið sjálft brotnaði ekki þessum í átökunum. Stóð ráðalaus í eldhúsinu „Hviðurnar eru orðnar það sterkar að ég veit að ég er ekki að fara að klifra þarna upp og toga þennan glugga til baka. Ég reyndi það og ég hefði þurft að ýta honum út og svo inn aftur, þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera,“ segir Atli. Festingarnar sem héldu glugganum hafi bognað en komið í veg fyrir að hann félli til jarðar. Atli hringdi í neyðarlínuna og var björgunarsveitarfólk mætt á eldhúsgólfið innan við tuttugu mínútum síðar. „Þau koma vitandi að ég er með Covid. Þetta er æðislegt fólk. Þau koma, binda gluggann við bláan spotta sem er núna bundinn við ofn inn í eldhúsi og setja síðan plötu til að loka fyrir.“ Atli er mjög þakklátur fyrir aðstoð björgunarsveitarinnar og segir að aðgerðin hafi tekið innan við klukkutíma. Hann á von á því að leigusalinn hans sé tryggður fyrir tjóninu. Reipið sem heldur glugganum. Atli á von á því að fá smið til að gera við gluggann fljótlega eftir að hann losnar úr einangrun á föstudag.Atli Hugsar sig tvisvar um áður en hann gerir aftur lítið úr óveðri Mikill viðbúnaður var víða um land vegna óveðursins í gær og þótti sumum nóg um. Þegar það skall loks á sáu margir netverjar, einkum staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, sér leik á borði og göntuðust með að almannavarnir, skólayfirvöld og veðurfræðingar hafi gangið full langt með hamfaraspám sínum. Atli segir að hann hafi sjálfur reglulega gerst sekur um að gera lítið úr óveðri á borð við það sem sást í gær. „Verandi sú týpa þá er það kannski smá karma að auðvitað brotnar glugginn hjá mér," segir hann léttur í bragði. Atli ákvað að láta það vera að tjá sig um veðrið á samfélagsmiðlum í gær, þó hann hafi vissulega tekið sig til og greint frá gluggaævintýrinu. Mikilvægt sé að minna fólk á að veðrið sé ekki alls staðar eins og í bakgarðinum.
Veður Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira