Þar er um að ræða þau Liz Cheney og Adam Kinzinger en bæði hafa verið mjög gagnrýnina á Donald Trump, fyrrverandi forseta. Hann og bandamenn hans innan flokksins hafa beitt sér af nokkurri hörku gegn þingmönnunum tveimur.
Landsnefnd Repúblikanaflokksins ávítti þingmennina á síðastliðin föstudag vegna aðkomu þeirrar að rannsókninni. Í ályktun nefndarinnar segir að þau taki þátt í aðför Demókrata að hefðbundnum borgurum sem hefðu „tekið þátt í lögmætri pólitískri umræðu“.
Vert er að taka fram að þann 6. janúar 2021 ruddi stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sér leið í gegnum tálma lögreglunnar við þinghúsið og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden.
Fimm létu lífið þennan dag og í kjölfar hans og tugir lögregluþjóna særðust í átökum við múginn.
Þegar McConnell var spurður út í ályktun Landsnefndarinnar sagði hann ekki rétt að meðlimir hennar ættu að beita sér gegn stökum þingmönnum flokksins sem hafa ekki sama sjónarmið og meirihlutinn. Hann sagðist þó bera fullt traust til Ronnu McDaniel, formanns Landsnefndarinnar, samkvæmt frétt Washington Post.
Nokkrir aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins slógu á svipaða strengi í dag og þar á meðal Susan Collins, frá Maine, sem sagði „fáránlegt“ að kalla það sem gerðist þennan dag sem „lögmæta pólitíska umræðu“.
Sjá einnig: Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“
Repúblikanar í öldungadeildinni komu í fyrra í veg fyrir að stofnuð yrði óháð nefnd sem ætti að rannsaka árásina á þinghúsið eftir að 35 þingmenn flokksins greiddu atkvæði með frumvarpi þar að lútandi í fulltrúadeildinni.
Þá sagði McConnell meðal annars að fella ætti frumvarpið í öldungadeildinni því Demókratar gætu notað rannsóknina og árásina til að herja á Repúblikana í komandi kosningum.
Undir miklu álagi
Eins og áður segir hafa bandamenn Trumps innan Repúblikanaflokksins beitt sér harkalega gegn Cheney og Kinzinger. Sá síðarnefndi hefur ákveðið að hætta á þingi eftir núverandi kjörtímabil en hann segist ætla að halda áfram að berjast gegn Trump og áhrifum hans á flokkinn.
Cheney er að bjóða sig aftur fram í kosningunum í nóvember á þessu ári en Trump hefur lýst yfir stuðningi við mótframbjóðenda hennar. Hún er frá Wyoming en forsvarsmenn Repúblikanaflokksins þar samþykktu í fyrra ályktun um að hún væri ekki lengur viðurkennd sem Repúblikani.
Þegar fréttakona ABC News reyndi að spyrja Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni, að því í kvöld hvað honum þætti um að kalla árásina á þinghúsið lögmæta pólitíska umræðu, vildi hann ekki svara. Við það gekk hann hratt á brott.
I tried to ask @GOPLeader about the RNC s resolution describing Jan. 6 as legitimate political discourse
— Rachel Scott (@rachelvscott) February 8, 2022
He told me to make an appointment with his office insisting it s not good to answer questions in hallways. pic.twitter.com/yaL8opl6Pf