Skóli án aðgreiningar án fagfólks Stein Olav Romslo skrifar 9. febrúar 2022 07:30 Kennarar eru frábærir! Þeir sinna óeigingjörnu starfi og leggja sig mikið fram á hverjum einasta degi. Ég veit það af því ég vinn með þeim. En það eru sker í sjónum. Verkefni og úrlausnarefni kennara verða sífellt fleiri og flóknari án þess að næg úrræði komi á móti. Það er til dæmis allt annað starf að vera umsjónarkennari í dag en fyrir einungis nokkrum árum – það segja reyndir kennarar sem ég tala við. Skóli án aðgreiningar er mikilvæg stefna og hugmyndafræði en eykur álag kennara sem þegar er mikið fyrir. Kennarar sinna ákveðnu hlutverki í uppeldi barna, er treyst fyrir trúnaðarupplýsingum um og frá nemendum, veita félagslegan stuðning og fleira. Ég er sjálfur að taka mín fyrstu skref sem umsjónarkennari og þetta er miklu víðtækara starf en ég hefði nokkurn tímann séð fyrir mér – þó svo að ég sé búinn að vinna í grunnskóla í meira en þrjú ár. Það þarf að bæta úrræði og stuðning við kennara og draga úr álagi okkar. Ein helsta áskorun barna og unglinga í dag er geðheilsa þeirra sem verður með árunum mun stærri hluti af starfi kennara og annarra sem vinna í skólum. Það hefur lengi verið kallað eftir fleiri og bættum lausnum fyrir þau – og ákallið frá þeim sjálfum er skýrt! Ég þekki dæmi úr Hagaskóla. Þar hafa nemendur unnið stjórnmálaverkefni í mörg ár þar sem þau búa til stjórnmálaflokka og ákveða stefnumál. Eitt stefnumál sem kemur aftur og aftur og aftur er að fá sálfræðinga í skólann. Ég tel að sálfræðingar í skóla væri frábær og ekki síður mikilvæg viðbót við það starfsfólk sem vinnur með börnum okkar í skólum. Þá eru nemendur líklegri til að leita sér aðstoðar í nærumhverfi sínu og því væri það mikil bragarbót fyrir þau sem gæti hjálpað svo mörgum. Bæði fyrir þau sem þurfa á aukinni aðstoð að halda og einnig þau sem vilja bara fara í reglulegt tékk – eins og að fara til tannlæknis! Í skólum borgarinnar vinna ekki einungis kennarar, heldur er þar til staðar yfirgripsmikil starfsemi fyrir börnin okkar. Undanfarin ár hef ég meðal annars kynnst starfi þroskaþjálfa sem sinna lykilhlutverki fyrir skóla án aðgreiningar. Ég hef þar af leiðandi trú á því að við séum á réttri leið þegar öllum börnum er gert kleift að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Síðustu mánuði höfum við í Hagaskóla fengið til liðs við okkur öflugan tómstunda- og félagsfræðing. Hann getur náð til nemenda á allt öðruvísi hátt en við kennararnir og tengir starf félagsmiðstöðvarinnar betur við skólastarfið sem styður enn betur við félagslega hlutverk skólans. Fleira fagfólk í skólana, eins og til dæmis það sem ég hef nefnt að ofan, myndi stórauka þverfaglega nálgun í skólunum og styðja betur við skólasamfélagið sem heild. Þannig er betur unnt að koma til móts við mismunandi þarfir fjölbreytts hóps nemenda. Höldum áfram á þessari braut við að stórefla skólana í borginni með áherslu á þverfagleika innan þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 12.-13. febrúar nk. Heimasíða framboðsins er steinolav.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Kennarar eru frábærir! Þeir sinna óeigingjörnu starfi og leggja sig mikið fram á hverjum einasta degi. Ég veit það af því ég vinn með þeim. En það eru sker í sjónum. Verkefni og úrlausnarefni kennara verða sífellt fleiri og flóknari án þess að næg úrræði komi á móti. Það er til dæmis allt annað starf að vera umsjónarkennari í dag en fyrir einungis nokkrum árum – það segja reyndir kennarar sem ég tala við. Skóli án aðgreiningar er mikilvæg stefna og hugmyndafræði en eykur álag kennara sem þegar er mikið fyrir. Kennarar sinna ákveðnu hlutverki í uppeldi barna, er treyst fyrir trúnaðarupplýsingum um og frá nemendum, veita félagslegan stuðning og fleira. Ég er sjálfur að taka mín fyrstu skref sem umsjónarkennari og þetta er miklu víðtækara starf en ég hefði nokkurn tímann séð fyrir mér – þó svo að ég sé búinn að vinna í grunnskóla í meira en þrjú ár. Það þarf að bæta úrræði og stuðning við kennara og draga úr álagi okkar. Ein helsta áskorun barna og unglinga í dag er geðheilsa þeirra sem verður með árunum mun stærri hluti af starfi kennara og annarra sem vinna í skólum. Það hefur lengi verið kallað eftir fleiri og bættum lausnum fyrir þau – og ákallið frá þeim sjálfum er skýrt! Ég þekki dæmi úr Hagaskóla. Þar hafa nemendur unnið stjórnmálaverkefni í mörg ár þar sem þau búa til stjórnmálaflokka og ákveða stefnumál. Eitt stefnumál sem kemur aftur og aftur og aftur er að fá sálfræðinga í skólann. Ég tel að sálfræðingar í skóla væri frábær og ekki síður mikilvæg viðbót við það starfsfólk sem vinnur með börnum okkar í skólum. Þá eru nemendur líklegri til að leita sér aðstoðar í nærumhverfi sínu og því væri það mikil bragarbót fyrir þau sem gæti hjálpað svo mörgum. Bæði fyrir þau sem þurfa á aukinni aðstoð að halda og einnig þau sem vilja bara fara í reglulegt tékk – eins og að fara til tannlæknis! Í skólum borgarinnar vinna ekki einungis kennarar, heldur er þar til staðar yfirgripsmikil starfsemi fyrir börnin okkar. Undanfarin ár hef ég meðal annars kynnst starfi þroskaþjálfa sem sinna lykilhlutverki fyrir skóla án aðgreiningar. Ég hef þar af leiðandi trú á því að við séum á réttri leið þegar öllum börnum er gert kleift að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Síðustu mánuði höfum við í Hagaskóla fengið til liðs við okkur öflugan tómstunda- og félagsfræðing. Hann getur náð til nemenda á allt öðruvísi hátt en við kennararnir og tengir starf félagsmiðstöðvarinnar betur við skólastarfið sem styður enn betur við félagslega hlutverk skólans. Fleira fagfólk í skólana, eins og til dæmis það sem ég hef nefnt að ofan, myndi stórauka þverfaglega nálgun í skólunum og styðja betur við skólasamfélagið sem heild. Þannig er betur unnt að koma til móts við mismunandi þarfir fjölbreytts hóps nemenda. Höldum áfram á þessari braut við að stórefla skólana í borginni með áherslu á þverfagleika innan þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 12.-13. febrúar nk. Heimasíða framboðsins er steinolav.is.
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun