Arionbanki ræðst að leigjendum Gunnar Smári Egilsson skrifar 9. febrúar 2022 12:30 Á Facebook er hópur sem heitir Leiga, hópur sem varð til vegna vanþroska íslensks leigumarkaðar við að aðstoða fólk í húsnæðisleit. Arionbanki náði síðan undir sig þessum hópi í gegnum dótturfyrirtæki sitt Leiguskjól, enn eitt fyrirtækið sem vill græða á neyð leigjenda á leigumarkaði, markaði sem stjórnvöld hafa svikist um að regluvæða og móta. Leigjandinn Guðmundur Hrafn Arngrímsson er leigjandi sem í haust tók þátt í að endurreisa Samtök leigjenda á Íslandi og er þar gjaldkeri í stjórn. Hann heldur úti vikulegu vídeó-hlaðvarpi um leigumarkaðinn hér heima og baráttu leigjenda um allan heim. Þetta er magnað starf hjá Guðmundi Hrafni sem dregur fram hversu mikil áhrif samstillt barátta leigjenda hefur haft víða um heim og getur þar af leiðandi haft hérlendis. Hér má nálgast þættina: Leigjandinn. Guðmundur Hrafn hefur verið meðlimur í hópnum Leiga lengi og tekið þar þátt í umræðu. Sem skiljanlega snýst oft um okurverð, enda er það helsta einkenni markaðarins. Þetta er markaður þar sem um 30 þúsund fjölskyldur eru dæmdar til að færa leigusala sínum hverja einustu krónu sem þær hafa aflögu og margar fjölskyldur meira en það. Okur á leigumarkaði er helsta ástæða fátæktar á Íslandi. Okrið er það einstaka mál sem veldur mestum efnahagslegum skaða hjá fjölskyldum með meðaltekjur og þar undir. Þetta er efnahagslegur svarti dauði og okrararnir eru rotturnar sem bera hann út. Kúgarinn Þrátt fyrir að vera annálaður heiðursmaður í samskiptum og kurteis með afbrigðum í viðræðum hafa senditíkur Arionsbanka nú hent Guðmundi Hrafni út úr hópnum Leiga og sett hann þar í bann, eins og hann sé sakamaður dæmdur til útlegðar. Ástæðan er að í gær settiu Samtök leigjenda á Íslandi fram reiknivél viðmiðunarverðs leigu, sem sýndi hvert eðlilegt leiguverð og okurmörk væru á siðuðum leigumarkaði þar sem félagasamtök og þolinmótt fjármagn mótuðu markaðinn en ekki blóðsugur, okrarar og braskarar, sem njóta serstaks stuðnings stjórnvalda; ríkisstjórnar sem og sveitastjórna. Reiknivélin má nálgast hér: Reiknivél viðmiðunarverðs. Svona reiknivélar eru í öllum siðuðum löndum mikilvægt tæki til að hemja okrið og innleiða siðaðri viðskiptahætti inn á húsnæðismarkað, sem alls staðar er litið á sem sérstakan markað með einstaka vöru. Alls staðar er litið svo á að húsnæði sé ekki eins og hver önnur markaðsvara heldur lífsnauðsyn sem allt fólk á rétt á. Það eru mannréttindi að hafa aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði. Það er forsenda skaplegs samfélags. Þannig er litið á málið um allan heim. Nema á Íslandi. Hér hefur okrurunum verið sigað á leigjendur. Og stjórnvöld hvetja þá áfram, taka skýra afstöðu um að þau séu með okrurum í liði en ekki leigjendum. Átökin Svona eru átökin í íslensku samfélagi. Þegar leigjendur rísa upp gegn kúgurum sínum þá nota þau, sem hagnast á stjórnlausum leigumarkaði, afl sitt til að berja þá niður. Markmiðið er að siða þá til; einangra forystufólkið, rægja það þar sem það getur ekki varið sig; berja það niður svo annað fólk hrökkvi við og veigri sér við að taka þátt í réttlætisbaráttunni. Samfélag þar sem Arionbanki, okurstofnun sem hefur það að markmiði að soga 80 milljarða króna upp úr íslensku samfélagi og færa eigendum sínum, beitir afli sínu til að þagga niður í Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, einstaklingi úti í bæ sem á enga sjóði, leigjenda sem berst fyrir mesta réttlætismáli okkar tíma, að leigjendur sameinist gegn því óréttlæti sem þeir eru beittir; samfélag sem lætur svona nokkuð viðgangast er illt samfélag og getur ekkert annað en versnað. Ef þið viljið styðja Guðmund Hrafn og leigjendur ættuð þið að ganga út úr þessari áróðursgrúbbu Arionbanka á Facebook, ef þið eruð þar. Og þið líka ættuð að ganga í Samtök leigjenda til að styðja baráttu Guðmundar Hrafns og allra leigjenda. Það má gera hér: Skráning. Höfundur er leigjandi og ritari stjórnar Samtaka leigjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Leigumarkaður Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á Facebook er hópur sem heitir Leiga, hópur sem varð til vegna vanþroska íslensks leigumarkaðar við að aðstoða fólk í húsnæðisleit. Arionbanki náði síðan undir sig þessum hópi í gegnum dótturfyrirtæki sitt Leiguskjól, enn eitt fyrirtækið sem vill græða á neyð leigjenda á leigumarkaði, markaði sem stjórnvöld hafa svikist um að regluvæða og móta. Leigjandinn Guðmundur Hrafn Arngrímsson er leigjandi sem í haust tók þátt í að endurreisa Samtök leigjenda á Íslandi og er þar gjaldkeri í stjórn. Hann heldur úti vikulegu vídeó-hlaðvarpi um leigumarkaðinn hér heima og baráttu leigjenda um allan heim. Þetta er magnað starf hjá Guðmundi Hrafni sem dregur fram hversu mikil áhrif samstillt barátta leigjenda hefur haft víða um heim og getur þar af leiðandi haft hérlendis. Hér má nálgast þættina: Leigjandinn. Guðmundur Hrafn hefur verið meðlimur í hópnum Leiga lengi og tekið þar þátt í umræðu. Sem skiljanlega snýst oft um okurverð, enda er það helsta einkenni markaðarins. Þetta er markaður þar sem um 30 þúsund fjölskyldur eru dæmdar til að færa leigusala sínum hverja einustu krónu sem þær hafa aflögu og margar fjölskyldur meira en það. Okur á leigumarkaði er helsta ástæða fátæktar á Íslandi. Okrið er það einstaka mál sem veldur mestum efnahagslegum skaða hjá fjölskyldum með meðaltekjur og þar undir. Þetta er efnahagslegur svarti dauði og okrararnir eru rotturnar sem bera hann út. Kúgarinn Þrátt fyrir að vera annálaður heiðursmaður í samskiptum og kurteis með afbrigðum í viðræðum hafa senditíkur Arionsbanka nú hent Guðmundi Hrafni út úr hópnum Leiga og sett hann þar í bann, eins og hann sé sakamaður dæmdur til útlegðar. Ástæðan er að í gær settiu Samtök leigjenda á Íslandi fram reiknivél viðmiðunarverðs leigu, sem sýndi hvert eðlilegt leiguverð og okurmörk væru á siðuðum leigumarkaði þar sem félagasamtök og þolinmótt fjármagn mótuðu markaðinn en ekki blóðsugur, okrarar og braskarar, sem njóta serstaks stuðnings stjórnvalda; ríkisstjórnar sem og sveitastjórna. Reiknivélin má nálgast hér: Reiknivél viðmiðunarverðs. Svona reiknivélar eru í öllum siðuðum löndum mikilvægt tæki til að hemja okrið og innleiða siðaðri viðskiptahætti inn á húsnæðismarkað, sem alls staðar er litið á sem sérstakan markað með einstaka vöru. Alls staðar er litið svo á að húsnæði sé ekki eins og hver önnur markaðsvara heldur lífsnauðsyn sem allt fólk á rétt á. Það eru mannréttindi að hafa aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði. Það er forsenda skaplegs samfélags. Þannig er litið á málið um allan heim. Nema á Íslandi. Hér hefur okrurunum verið sigað á leigjendur. Og stjórnvöld hvetja þá áfram, taka skýra afstöðu um að þau séu með okrurum í liði en ekki leigjendum. Átökin Svona eru átökin í íslensku samfélagi. Þegar leigjendur rísa upp gegn kúgurum sínum þá nota þau, sem hagnast á stjórnlausum leigumarkaði, afl sitt til að berja þá niður. Markmiðið er að siða þá til; einangra forystufólkið, rægja það þar sem það getur ekki varið sig; berja það niður svo annað fólk hrökkvi við og veigri sér við að taka þátt í réttlætisbaráttunni. Samfélag þar sem Arionbanki, okurstofnun sem hefur það að markmiði að soga 80 milljarða króna upp úr íslensku samfélagi og færa eigendum sínum, beitir afli sínu til að þagga niður í Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, einstaklingi úti í bæ sem á enga sjóði, leigjenda sem berst fyrir mesta réttlætismáli okkar tíma, að leigjendur sameinist gegn því óréttlæti sem þeir eru beittir; samfélag sem lætur svona nokkuð viðgangast er illt samfélag og getur ekkert annað en versnað. Ef þið viljið styðja Guðmund Hrafn og leigjendur ættuð þið að ganga út úr þessari áróðursgrúbbu Arionbanka á Facebook, ef þið eruð þar. Og þið líka ættuð að ganga í Samtök leigjenda til að styðja baráttu Guðmundar Hrafns og allra leigjenda. Það má gera hér: Skráning. Höfundur er leigjandi og ritari stjórnar Samtaka leigjenda.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar