Klinkið

Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar

Ritstjórn Innherja skrifar
Nöfnurnar Þórdís Sigurðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir gætu tekist á í prófkjöri um leiðtogasæti Viðreisnar í borginni, ef sú fyrri ákveður að láta slag standa.
Nöfnurnar Þórdís Sigurðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir gætu tekist á í prófkjöri um leiðtogasæti Viðreisnar í borginni, ef sú fyrri ákveður að láta slag standa.

Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni.

Þórdís er sögð liggja undir feldi en hún hefur ekki mikinn tíma til að velta vöngum því framboðsfrestur rennur út þann 17. febrúar næstkomandi, sem er á fimmtudaginn eftir viku. Prófkjörið sjálft fer svo fram dagana 4.-5. mars.

Fyrir á fleti er nafna hennar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sitjandi oddviti flokksins, en hún hefur þegar gefið út að hún hyggist sækja eftir fyrsta sætinu að nýju og er enn sem komið er sú eina sem hefur staðfest oddvitaframboð.

Þetta er í fyrsta sinn sem flokkur Viðreisnar heldur prófkjör en flokkurinn hefur hingað til stuðst við uppstillingu á listum sínum til þings og sveitarfélaga.

Ef til leiðtogaslags kemur milli nafnanna Þórdísar og Þórdísar, er að minnsta kosti ljóst að forystunni verður að ósk sinni um að fjör færist í leikanna í fyrsta prófkjöri Viðreisnar.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Tengdar fréttir

Þórdís Lóa staðfestir oddvitaframboð

Þórdís Lóa býður sig fram í fyrsta sæti til að leiða lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí.

Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn

Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri.

Benedikt gæti blandað sér í toppslaginn í Reykjavík

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, er sagður liggja undir feldi eftir að samþykkt var að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor, fyrr í vikunni.






×