Þórdís er sögð liggja undir feldi en hún hefur ekki mikinn tíma til að velta vöngum því framboðsfrestur rennur út þann 17. febrúar næstkomandi, sem er á fimmtudaginn eftir viku. Prófkjörið sjálft fer svo fram dagana 4.-5. mars.
Fyrir á fleti er nafna hennar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sitjandi oddviti flokksins, en hún hefur þegar gefið út að hún hyggist sækja eftir fyrsta sætinu að nýju og er enn sem komið er sú eina sem hefur staðfest oddvitaframboð.
Þetta er í fyrsta sinn sem flokkur Viðreisnar heldur prófkjör en flokkurinn hefur hingað til stuðst við uppstillingu á listum sínum til þings og sveitarfélaga.
Ef til leiðtogaslags kemur milli nafnanna Þórdísar og Þórdísar, er að minnsta kosti ljóst að forystunni verður að ósk sinni um að fjör færist í leikanna í fyrsta prófkjöri Viðreisnar.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.