Viðreisn

Fréttamynd

Mið­flokkurinn nartar í hæla Sjálf­stæðis­flokksins

Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra.

Innlent
Fréttamynd

Ör­laga­valdur ís­lenskra heimila

Ég var hluti af íslenskri verkalýðshreyfingu þegar samþykkt var á landsþingi Alþýðusambandsins að upptaka Evru og innganga í Evrópusambandið væri hið eina rétta fyrir íslenskt samfélag. Því miður var þessari ályktun stungið ofan í skúffu.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­mála­ráð­herra hafi slátrað eigin samgönguáætlun

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn spurði Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra hvernig það mætti vera að samgönguáætlun hafi verið slátrað en þar eru allar samgönguáætlanir landsins undir. Sigurður Ingi sagði Þorbjörgu Sigríði nota gildishlaðin lýsingarorð og túlka orð sín frjálslega.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er óboðlegt og það á að hafa af­leiðingar“

Það er algjörlega fráleitt að ráðherrar reyni að beita sér gegn lögreglu og ráðherra sem það gerir þarf að sæta ábyrgð. Þetta segir þingmaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin þurfi að sameinast um stefnu um verslun með áfengi, svo íslensk fyrirtæki sitji við sama borð og erlend. Heilbrigðisráðherra telur fjármálaráðherra ekki hafa gert mistök með því að senda erindi um málið til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

„Ríkis­stjórnin verður að hætta að hringja í lög­regluna“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Fyrirspurnin sneri meðal annars að bréfaskrifum Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra til lögreglunnar. Hún snéri þá uppá mál sitt og minnti á afskipti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þá dómsmálaráðherra af vinnubrögðum lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Kyrrstöðuverðbólga

Að kæla hagkerfið, að ná niður verðbólgu og vöxtum hefur verið verkefni Seðlabankans undanfarin ár. Leiðin til þess hefur verið að hækka stýrivexti til að þrengja að ráðstöfunarfé þeirra Íslendinga sem skulda. Stærsti hluti þessa hóps er ungt fólk og millistéttin. Ungt fólk sem nýkomið er út á fasteignamarkaðinn og skuldar stóran hluta í fasteign sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­væg mál föst vegna „störukeppni“ ríkis­stjórnarinnar

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið.

Innlent
Fréttamynd

Enn bætir Mið­flokkurinn við sig

Samfylkingin heldur enn forystu sinni í könnunum, er með 27,3 prósent og munar tíu prósentustigum á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokki sem kemur næstur með 17,5 prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

30% kaup­máttar­aukning með evru

Kaupmáttur ráðstöfunartekna mælir breytingu á ráðstöfunartekjum að teknu tilliti til verðbólgu. Ef ráðstöfunartekjur aukast vegna launahækkana en verðlag hækkar minna eykst kaupmáttur.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­gæsla er mikil­væg grunn­þjónusta við fólkið í landinu

Þrátt fyr­ir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blas­ir al­var­leg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 millj­ón­ir aðhaldskröfu á lög­gæslu­stofn­an­ir lands­ins.

Skoðun
Fréttamynd

Lokað á börn í vanda

Þótt sumarið sé vissulega dýrmætara hér á Íslandi en víða annars staðar, þá er algerlega óverjandi að lykilstofnanir sem þjóna fárveiku fólki loki yfir sumartímann í sparnaðarskyni.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningar og kíg­hósti

Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. 

Skoðun
Fréttamynd

Að leysa vandann með quick fix

Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­trú­verðugt plan að annars góðum mark­miðum

Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær.

Skoðun
Fréttamynd

Veðrið, veskið og Ís­lendingurinn

Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott.

Skoðun
Fréttamynd

Út­hvíld ríkis­stjórn?

Eftir að Katrín Jakobsdóttir steig úr stóli forsætisráðherra hefur taktur ríkisstjórnarinnar snögglega breyst. Ríkisstjórnarsamstarf sem einkennst hefur af því að ekki hefur verið hægt að taka ákvarðanir hefur nú vaknað til lífsins undir forystu Bjarna Benediktssonar.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar þú vilt miklu meira bákn

Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni. Komið hefur þannig beinlínis fram í gögnum Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé allt of lítil að mati þess.

Skoðun
Fréttamynd

Að hafa á­hrif á nærumhverfi sitt

Ég vil óska Mýrdalshreppi til hamingju með að hafa hlotið samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár fyrir að hafa sett á laggirnar enskumælandi ráð árið 2022. Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum. Tilgangur með þessu ráði er að skapa íbúum af erlendu bergi tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, þó að viðkomandi hafi ekki náð valdi á íslenskri tungu, sem að flestra mati er erfitt tungumál að læra.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar þú ert báknið

Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands?

Skoðun
Fréttamynd

Lætur staðar numið í pólitíkinni

Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarstjórnarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ, hefur óskað eftir því að vera leyst frá störfum bæjarstjórnar með vorinu.

Innlent
Fréttamynd

Stendur þétt við bak Heru

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar segir lífið vera allt annað eftir hnéaðgerð. Áður gat hún ekki gengið á öðru en jafnsléttu. Hún segir fjölskylduna standa þétt að baki systur sinni Heru Björk í Eurovision. Þá hrósar hún minnihlutanum í borgarstjórn og segir samstarfið aldrei hafa gengið betur.

Lífið
Fréttamynd

Varnar­garðar utan um fólkið í Grinda­vík

Í síðustu viku fór tími Alþingis ekki í neitt nema að bíða eftir því að hulunni yrði svipt af nýrri (eða lítillega breyttri) ríkisstjórn. Önnur og mun mikilvægari verkefni voru látin sitja á hakanum. 

Skoðun
Fréttamynd

„Við þurfum að fá ein­hver við­brögð“

Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 

Innlent