Bíó og sjónvarp

Tökur eru hafnar við Mývatn á nýrri mynd Hafsteins

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri myndarinnar.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri myndarinnar. Vísir/Getty

Tökur eru hafnar á nýrri mynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar sem er að gera sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd á ensku. Hafsteinn er meðal annars þekktur fyrir myndirnar Undir trénu og París norðursins.

Myndin er grínmynd sem fjallar um hóp af fólki sem er að kljást við mikla flughræðslu og enda sem strandaglópar á Íslandi. „Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum,“ segir í lýsingu myndarinnar.

Með aðalhlutverk fara Lydia Leonard, Timothy Spall og Sverrir Guðnason. Timothy er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Pettigrew eða Ormshali í Harry Potter myndunum, Lydia fyrir leik sinn í The Fifth Estate og Sverrir fyrir Borg vs. McEnroe. 

Sverrir Guðnason, Ella Rumpf, Timothy Spall, Lydia Leonard og Simon Manyonda í hlutverkum sínum í Northern Comfort.Netop Films/Brynjar Snær

Aðrir leikarar í myndinni eru Ella Rumpf, Rob Delaney, Emun Elliott og Björn Hlynur Haraldsson. Grímar Jónsson framleiðir myndina fyrir hönd Netop Films ásamt Good Chaos og One Two Films.

Handritið skrifaði Hafsteinn ásamt Dóra DNA og Tobias Munthe. Tökur eru hafnar á Íslandi við Mývatn og munu þær einnig fara fram í Reykjavík, Bretlandi og Frakklandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.