Dúndurtími sem keyrir púlsinn vel upp. Þol- og styrktaræfingar gerðar til skiptis, unnið í 50 sekúndur, pása í 10 sekúndur. Frábær æfing sem skilar góðum árangri. Fyrir æfinguna er gott að hafa tvö handlóð og dýnu. Ef þú átt ekki handlóð er alltaf hægt að nota fullar vatnsflöskur.
Líkt og alltaf er æfingin í kringum fimmtán mínútur en þeir sem vilja meiri áskorun geta gert æfinguna oftar en einu sinni. Í þáttunum Hreyfum okkur saman fer Anna Eiríks yfir einfaldar æfingar sem hægt er að gera heimavið. Þættirnir koma út á mánudögum og fimmtudögum á á Lífinu á Vísi og Stöð 2+. Fyrstu sjö þættina má finna HÉR.