„Maður er sjálfur ákveðið vörumerki“ Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 10. febrúar 2022 10:30 Hlynur starfar sem fasteignasali á Norður Kýpur. Hlynur M. Jónsson er fasteignamiðlari og áhrifavaldur sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir líflegar kynningar sínar á því lúxuslífi sem miðjarðarhafseyjan Kýpur býður upp á, en þar hefur Hlynur verið búsettur undanfarin ár þar sem hann hefur starfað sem alþjóðlegur sölufulltrúi fasteigna. Hlynur hefur marga fjöruna sopið um ævina og talar hispurslaust um þann tíma þegar hann var við það að missa allt vegna stjórnlausrar neyslu sinnar en Hlynur náði að snúa við blaðinu fyrir 10 árum síðan þegar hann hætti að drekka og segir hann að það án nokkurs vafa hafa verið hans besta ákvörðun á lífsleiðinni til þessa. Við settum niður með Hlyni í vikunni og fengum hann til að segja okkur aðeins betur frá sjálfum sér og því lúxus lífi sem hann segir standa öllum ævintýraglöðum Íslendingum til boða. „Númer 1,2 og þrjú er þetta eitt öruggasta land í heimi. Þarna eru engir glæpir og þú getur misst pening á jörðina og það kemur einhver og réttir þér hann. Það er allt mjög afslappað. Svo er virkilega ódýrt að lifa þarna. Að fara út að borða flott og fá sér góða steik er innan við tvö þúsund krónur. Það er svona fjórfalt ódýrara að lifa þarna og er fasteignaverð þarna um þrefalt ódýrara en á Spáni,“ segir Hlynur. Endaði á Norður Kýpur fyrir tilviljun Hlynur segir það í raun hafa bara verið hreina tilviljun að hann af endað á Norður Kýpur af öllum stöðum. Hlynur ólst upp á Akureyri og er menntaður framreiðslumeistari og vann lengi vel sem þjónn en hann lærði einnig ferðamálafræði og það var einmitt sú grein sem að leiddi hann til Miðjarðarhafsins fyrir 3 árum síðan. En þá kynntist hann fólki sem var að setja þar upp nýtt hótel þar sem honum bauðst staða við ráðgjöf og útleigustjórnun. Eftir að hafa starfað þar í um það bil ár skall hinn frægi Covid faraldur á þannig að hótelið missti fljótt allar sínar tekjur sem leiddi til þess að Hlynur fór að leita á önnur mið og endaði þá fyrir aðra tilviljun sem fasteignamiðlari hjá góðri fasteignasölu á eyjunni. „Ég fór að einbeita mér að útlendingum. Ég veit að standardinn í Skandinavíu er mjög hár og ég vildi veita persónulega og mjög góða þjónustu. Ef ég sel þá fylgi ég því alla leið, frá því að þú skrifar undir samninginn þar til að þú færð afhent húsið. Ég er ekki bara að selja þér, tek alla þóknunina og fer síðan bara.“ Hlynur hefur getið sér gott orð sem fasteignamiðlari á Norður Kýpur ekki bara vegna hinnar persónulegu þjónustu sem hann veitir heldur líka fyrir mjög lífleg kynningarmyndbönd þar sem í aðalhlutverki eru lúxusfasteignir og góða lífið sem hann lifir í sólinni þarna fyrir sunnan. Þá hafa sérstaklega slegið í gegn hjá honum myndbönd þar sem hann sjálfur hikar ekki við að rífa af sér spjarirnar og dansa við glimrandi teknó, sér í lagi frá hans helstu tónlistarhetjum þeim Dj Muscleboy og Sverri Bergmann sem Hlynur heldur mikið upp á. Fyrir þetta hefur Hlynur fengið mikla og jákvæða athygli. Byrjaði sem grín „Dansmyndböndin komu til með gríni úti á Kýpur. En svo fór þetta að verða ég reyna marksetja landið í öðruvísi formi en hefur áður sést. Ég er búinn að búa til heilu tónlistarmyndböndin, alveg frá þrjátíu sekúndum yfir í fjórar mínútur. Svo fór þetta aðeins og langt og orðið of mikið djók. Svo ég dró aðeins úr þessu en þetta svínvirkaði sem markaðssetning. Maður er sjálfur ákveðið vörumerki og því þarf maður að láta vekja athygli á sér.“ Hlynur hefur líka vakið athygli fyrir einstaklega smekklegan klæðnað en það er augljóst að honum líður best í fínum tískuvarningi sem hann segir að sé reyndar hræ ódýr á Kýpur. Hlynur segist halda að hann eigi eitthvað um 100 sett af jakkafötum sem hann á reyndar í mestu vandræðum með að koma fyrir í sínum eigin fataskápum enda hafi hann brugðið á það ráð að gefa reglulega klæðnað til góðgerðarstofnanna. „Ég hef alltaf verið svona, frá því að ég fór að læra þjóninn. Ég hef alltaf viljað klæða mig svona og mér finnst gaman að klæða mig í jakkaföt. Þetta er ákveðin fíkn.“ Það má segja að okkar maður sé orðinn sérfræðingur í því að njóta lífsins en það var svo sannarlega ekki alltaf þannig hjá Hlyni. Fyrir tíu árum síðan hætti hann að drekka eftir að líf hans var komið í miklar ógöngur vegna neyslu áfengis og vímuefna en hann viðurkennir fúslega að hafa misst algjörlega stjórnina þegar hann var orðinn háður því að deyfa sig frá degi til dags sem gerði það að verkum að hann var við það að missa allt það sem honum var kærast í lífinu. „Þetta var orðið það yfirtakanlegt í hausnum á mér að ég tók ekki eftir því að ég væri að drekka bjór. Ég var alveg orðinn alveg forfallinn á þessum tíma og ég skróp botninn á þessum tíma. Missti allt traust við vini og fjölskyldu og með barnaverndarnefnd á bakinu út af barninu mínu. Þá var ég með forsjá yfir barninu mínu. Það var í raun og veru það sem fékk mig til að breyta til og sanna mig fyrir þessari skvísu. Við getum skemmt okkur án þess að hafa vín, það þarf ekki alltaf að vera vín.“ Hlynur náði að kasta inn handklæðinu á sínum tíma, gafst upp fyrir sjálfum sér og þáði þá aðstoð sem í boði var á sjúkrahúsinu Vogi og síðar í eftir meðferð á Staðarfelli. Það segir hann að haf verið sín lífsgjöf þar sem hann fékk réttar upplýsingar og fræðslu um það ástand sem alkóhólismi er en hann hefur ekki litið til baka síðan og segist vera þakklátur fyrir hvern þann dag sem hann lifir án áfengis, hamingjusamur, frjáls og glaður. „Ég held að það sé eiginlega grundvöllurinn í þessu öllu saman, þú verður að viðurkenna vandamálið fyrir þér. Þú verður að takast á við vandamálið og viðurkenna það.“ Ísland í dag Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir stefnumótaforritin ekki hafa verið mikið að gefa „Maður verður að sækja draumana sína þar sem þeir koma ekki að sjálfu sér,“ segir athafnamaðurinn Hlynur M. Jónsson í viðtali við Makamál. 20. desember 2021 13:30 Hlynur lét drauminn rætast og gerir það gott á Kýpur „Ég kom fyrst til Norður-Kýpur til að upplifa Miðjarðarhafslífsstílinn í ferðalagi þar sem draumur minn hefur ávallt verið að búa í sólríku landi. Þegar ég var búinn að heimsækja og ferðast aðeins um Norður-Kýpur í tvígang tók ég þá ákvörðun að flytjast hingað þar sem möguleikarnir voru margir og virkilega ódýrt að lifa af hérna eða um þrisvar sinnum ódýrara en til dæmis heima á Ísland,“ segir Hlynur M Jónsson sem búsettur er í Trikomo í Kýpur og tók hann ákvörðun um að elta drauminn og búa á sólríkum stað. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Hlynur hefur marga fjöruna sopið um ævina og talar hispurslaust um þann tíma þegar hann var við það að missa allt vegna stjórnlausrar neyslu sinnar en Hlynur náði að snúa við blaðinu fyrir 10 árum síðan þegar hann hætti að drekka og segir hann að það án nokkurs vafa hafa verið hans besta ákvörðun á lífsleiðinni til þessa. Við settum niður með Hlyni í vikunni og fengum hann til að segja okkur aðeins betur frá sjálfum sér og því lúxus lífi sem hann segir standa öllum ævintýraglöðum Íslendingum til boða. „Númer 1,2 og þrjú er þetta eitt öruggasta land í heimi. Þarna eru engir glæpir og þú getur misst pening á jörðina og það kemur einhver og réttir þér hann. Það er allt mjög afslappað. Svo er virkilega ódýrt að lifa þarna. Að fara út að borða flott og fá sér góða steik er innan við tvö þúsund krónur. Það er svona fjórfalt ódýrara að lifa þarna og er fasteignaverð þarna um þrefalt ódýrara en á Spáni,“ segir Hlynur. Endaði á Norður Kýpur fyrir tilviljun Hlynur segir það í raun hafa bara verið hreina tilviljun að hann af endað á Norður Kýpur af öllum stöðum. Hlynur ólst upp á Akureyri og er menntaður framreiðslumeistari og vann lengi vel sem þjónn en hann lærði einnig ferðamálafræði og það var einmitt sú grein sem að leiddi hann til Miðjarðarhafsins fyrir 3 árum síðan. En þá kynntist hann fólki sem var að setja þar upp nýtt hótel þar sem honum bauðst staða við ráðgjöf og útleigustjórnun. Eftir að hafa starfað þar í um það bil ár skall hinn frægi Covid faraldur á þannig að hótelið missti fljótt allar sínar tekjur sem leiddi til þess að Hlynur fór að leita á önnur mið og endaði þá fyrir aðra tilviljun sem fasteignamiðlari hjá góðri fasteignasölu á eyjunni. „Ég fór að einbeita mér að útlendingum. Ég veit að standardinn í Skandinavíu er mjög hár og ég vildi veita persónulega og mjög góða þjónustu. Ef ég sel þá fylgi ég því alla leið, frá því að þú skrifar undir samninginn þar til að þú færð afhent húsið. Ég er ekki bara að selja þér, tek alla þóknunina og fer síðan bara.“ Hlynur hefur getið sér gott orð sem fasteignamiðlari á Norður Kýpur ekki bara vegna hinnar persónulegu þjónustu sem hann veitir heldur líka fyrir mjög lífleg kynningarmyndbönd þar sem í aðalhlutverki eru lúxusfasteignir og góða lífið sem hann lifir í sólinni þarna fyrir sunnan. Þá hafa sérstaklega slegið í gegn hjá honum myndbönd þar sem hann sjálfur hikar ekki við að rífa af sér spjarirnar og dansa við glimrandi teknó, sér í lagi frá hans helstu tónlistarhetjum þeim Dj Muscleboy og Sverri Bergmann sem Hlynur heldur mikið upp á. Fyrir þetta hefur Hlynur fengið mikla og jákvæða athygli. Byrjaði sem grín „Dansmyndböndin komu til með gríni úti á Kýpur. En svo fór þetta að verða ég reyna marksetja landið í öðruvísi formi en hefur áður sést. Ég er búinn að búa til heilu tónlistarmyndböndin, alveg frá þrjátíu sekúndum yfir í fjórar mínútur. Svo fór þetta aðeins og langt og orðið of mikið djók. Svo ég dró aðeins úr þessu en þetta svínvirkaði sem markaðssetning. Maður er sjálfur ákveðið vörumerki og því þarf maður að láta vekja athygli á sér.“ Hlynur hefur líka vakið athygli fyrir einstaklega smekklegan klæðnað en það er augljóst að honum líður best í fínum tískuvarningi sem hann segir að sé reyndar hræ ódýr á Kýpur. Hlynur segist halda að hann eigi eitthvað um 100 sett af jakkafötum sem hann á reyndar í mestu vandræðum með að koma fyrir í sínum eigin fataskápum enda hafi hann brugðið á það ráð að gefa reglulega klæðnað til góðgerðarstofnanna. „Ég hef alltaf verið svona, frá því að ég fór að læra þjóninn. Ég hef alltaf viljað klæða mig svona og mér finnst gaman að klæða mig í jakkaföt. Þetta er ákveðin fíkn.“ Það má segja að okkar maður sé orðinn sérfræðingur í því að njóta lífsins en það var svo sannarlega ekki alltaf þannig hjá Hlyni. Fyrir tíu árum síðan hætti hann að drekka eftir að líf hans var komið í miklar ógöngur vegna neyslu áfengis og vímuefna en hann viðurkennir fúslega að hafa misst algjörlega stjórnina þegar hann var orðinn háður því að deyfa sig frá degi til dags sem gerði það að verkum að hann var við það að missa allt það sem honum var kærast í lífinu. „Þetta var orðið það yfirtakanlegt í hausnum á mér að ég tók ekki eftir því að ég væri að drekka bjór. Ég var alveg orðinn alveg forfallinn á þessum tíma og ég skróp botninn á þessum tíma. Missti allt traust við vini og fjölskyldu og með barnaverndarnefnd á bakinu út af barninu mínu. Þá var ég með forsjá yfir barninu mínu. Það var í raun og veru það sem fékk mig til að breyta til og sanna mig fyrir þessari skvísu. Við getum skemmt okkur án þess að hafa vín, það þarf ekki alltaf að vera vín.“ Hlynur náði að kasta inn handklæðinu á sínum tíma, gafst upp fyrir sjálfum sér og þáði þá aðstoð sem í boði var á sjúkrahúsinu Vogi og síðar í eftir meðferð á Staðarfelli. Það segir hann að haf verið sín lífsgjöf þar sem hann fékk réttar upplýsingar og fræðslu um það ástand sem alkóhólismi er en hann hefur ekki litið til baka síðan og segist vera þakklátur fyrir hvern þann dag sem hann lifir án áfengis, hamingjusamur, frjáls og glaður. „Ég held að það sé eiginlega grundvöllurinn í þessu öllu saman, þú verður að viðurkenna vandamálið fyrir þér. Þú verður að takast á við vandamálið og viðurkenna það.“
Ísland í dag Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir stefnumótaforritin ekki hafa verið mikið að gefa „Maður verður að sækja draumana sína þar sem þeir koma ekki að sjálfu sér,“ segir athafnamaðurinn Hlynur M. Jónsson í viðtali við Makamál. 20. desember 2021 13:30 Hlynur lét drauminn rætast og gerir það gott á Kýpur „Ég kom fyrst til Norður-Kýpur til að upplifa Miðjarðarhafslífsstílinn í ferðalagi þar sem draumur minn hefur ávallt verið að búa í sólríku landi. Þegar ég var búinn að heimsækja og ferðast aðeins um Norður-Kýpur í tvígang tók ég þá ákvörðun að flytjast hingað þar sem möguleikarnir voru margir og virkilega ódýrt að lifa af hérna eða um þrisvar sinnum ódýrara en til dæmis heima á Ísland,“ segir Hlynur M Jónsson sem búsettur er í Trikomo í Kýpur og tók hann ákvörðun um að elta drauminn og búa á sólríkum stað. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Segir stefnumótaforritin ekki hafa verið mikið að gefa „Maður verður að sækja draumana sína þar sem þeir koma ekki að sjálfu sér,“ segir athafnamaðurinn Hlynur M. Jónsson í viðtali við Makamál. 20. desember 2021 13:30
Hlynur lét drauminn rætast og gerir það gott á Kýpur „Ég kom fyrst til Norður-Kýpur til að upplifa Miðjarðarhafslífsstílinn í ferðalagi þar sem draumur minn hefur ávallt verið að búa í sólríku landi. Þegar ég var búinn að heimsækja og ferðast aðeins um Norður-Kýpur í tvígang tók ég þá ákvörðun að flytjast hingað þar sem möguleikarnir voru margir og virkilega ódýrt að lifa af hérna eða um þrisvar sinnum ódýrara en til dæmis heima á Ísland,“ segir Hlynur M Jónsson sem búsettur er í Trikomo í Kýpur og tók hann ákvörðun um að elta drauminn og búa á sólríkum stað. 4. mars 2021 07:00