Efling á betra skilið en formann sem er upptekinn af sýndarmennsku Gabríel Benjamin skrifar 10. febrúar 2022 07:01 Formaður næststærsta stéttarfélagi landsins sagði af sér. Hún var kölluð konan sem fórnaði sér og talað um hana sem hetju sem setti baráttuna ofar eigin hagsmunum. Og síðan bauð hún sig aftur fram. Í átta ár starfaði ég sem blaðamaður og lét stéttarbaráttuna mig varða. Ég fylgdist með og ritaði sögu baráttuafla sem vöktu sofandi hreyfingu til dáða. Ef ég væri enn blaðamaður þætti mér þessi atburðarás eflaust spennandi og forvitnileg. Þess í stað finnst mér hún ömurleg. Ég sef varla, á erfitt með einbeitingu og finn fyrir gífurlegum kvíða í hvert skiptið sem ég fer á fætur. En það er líka því að ég er ekki lengur blaðamaður, heldur starfsmaður Eflingar, og ég hef fylgst með þessari lygilegu atburðarás innan frá, allt frá því að ég hóf störf hjá Eflingu fullur aðdáunar gagnvart Sólveigu Önnu. Það er ekkert spennandi við hana; sannleikurinn er sá að fyrrverandi formaður festi heilan vinnustað í gapastokk. Hún hefur æpt svívirðingum, aðdróttunum og lygum að starfsfólki og gefið á það skotleyfi. Ég hóf störf sem fulltrúi á kjaramáladeild Eflingar í maí 2021. Fyrir þann tíma, frá apríl 2013, hafði ég unnið sem blaðamaður fyrst hjá Reykjavík Grapevine, en síðan skrifaði ég fyrir Stundina. Þar fékk ég tækifæri til að kafa djúpt ofan í raunverulega stöðu verkafólks á landinu. Ég vann út frá þeirri hugmyndafræði að verja þá valdaminni í samfélaginu en afhjúpa hina valdameiri (e. “Shelter the exposed, expose the sheltered”). Joe Sacco var mér hugmyndafræðileg fyrirmynd, en hans sýn á blaðamennsku var að hún mætti ekki falla í gryfju þess að endurtaka mismunandi sjónarhorn og gefa jafn mikið vægi í umfjöllun, heldur ætti blaðamaðurinn sjálfur að kynna sér aðstæður og leiða fram sannleikann. Ég hóf störf hjá Eflingu vegna þess að ég treysti hreyfingunni og forystu hennar til að reka alvöru verkalýðsbaráttu og verja kjör félagsmanna af fullum þunga. Ég var var um mig því ég hafði heyrt af óheppilegum uppsögnum, meðal annars af starfslokum Maxim Baru, fyrrum sviðsstjóra félagssviðs, og Christinu Milcher, starfskonu á félagssviði. Þegar ég vann sem blaðamaður hafði Sólveig Anna reynt að fá mig til þess að taka viðtal við Maxim fyrir Stundina en hún talaði um hann og svið hans sem byltinguna sem Eflingu sárvantaði. Tveimur dögum fyrir undirritun nýs kjarasamnings 2019 var Maxim sagt upp. Maxim sagðist hafa spurt erfiðra spurninga um kjarasamninginn og því hefði honum verið vísað í burtu. Christinu var líka sagt upp, en hún segir í opnu bréfi að Viðar Þorsteinsson þáverandi framkvæmdarstjóri hafi beitt sig þrýstingi til þess að segja sig úr stéttarfélagi til að halda starfi sínu. Þetta er ekki léttvæg ásökun því slík hegðun fæli í sér brot gegn 4. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá hafði Önnu Mörtu Marjankowsku verið bolað út úr stjórn Eflingar. Glæpur hennar var, að eigin sögn, að sinna starfi sínu sem félagslega kjörinn stjórnarmeðlimur og spyrja spurninga um forsendur uppsagnar Maxims. Hún hefur síðar sagst hafa verið lögð í harkalegt einelti af Sólveigu og Viðari. Ég veit ekki hvort það var óskhyggja eða einfeldni en ég hélt í þá von að þessar uppsagnir yrðu þeim Sólveigu og Viðari dýrkeyptur lærdómur að betri stjórnarháttum. Á öðrum mánuði mínum í starfinu komst ég að því að svo var ekki þegar öðrum starfsmanni var sagt upp skyndilega. Öll skrifstofan var skelfingu lostin. Á kaffistofunni missti einn starfsmaður úr sér að „fallöxi Viðars“ hefði fallið á ný. Á komandi mánuðum voru fleiri afsagnir. Þegar ljósin slokknuðu í einhverri skrifstofunni velti fólk fyrir sér hvort starfsmaðurinn væri veikur eða hefði verið sagt upp. Föstudaginn 29. október sauð upp úr þegar Sólveig Anna tók yfir starfsmannafund og sagði klökk að hún hefði beðið með kvíðaknút í maganum í fimm mánuði vegna ályktunar sem hún óttaðist að ef yrði gerð opinber yrði trúverðugleiki hennar enginn. Hún sagði að RÚV væri að fjalla um málið og ef við myndum ekki stöðva fjölmiðlaumfjöllunina myndu hún og Viðar segja af sér. Við tók langur fundur þar sem ályktun trúnaðarmanna og var lesin og forsaga hennar rakin í þaula. Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmaður Eflingar, hefur sjálf tjáð sig um hana, en er starfsfólkið lýsti yfir því ástandi sem ég hafði skynjan en ekki skilið varð það ljóst að það þurfti að ráðast í aðgerðir. Á þessum tíma var enginn vilji fyrir því að óska eftir afsögn Sólveigar og Viðars, en það var sömuleiðis enginn áhugi á fjölmiðlaathygli, og því fékk RÚV yfirlýsingu þess efnis að það væri „vilji starfsfólksins að þetta sé leyst innanhúss. Fjölmiðlaumfjöllun er ekki að ósk starfsmanna.“ Önnur yfirlýsing var send á stjórnendur Eflingar, en þar tókum við starfsfólkið fram að okkur þætti ósanngjarnt að hvítþvo stjórnunarhætti sem sannarlega hefðu viðgengst. Við gerðum þá kröfu á stjórnendur að „þau viðurkenni, taki ábyrgð á og leysi vandann.“ Settar voru fram frekari óskir um úrbætur, meðal annars að halda reglulega starfsmannafundi með og án yfirmanna svo hægt væri að ræða innri mál og lýðræðisvæða vinnustaðinn. Fréttin var drepin, starfsfólkið náði loksins að ræða sín á milli og það vaknaði von um að nú myndi ástandið lagast. Að þetta yrði vitundarvakning sem myndi styrkja okkur. En óskhyggja eða einfeldni urðu okkur aftur að falli því atburðarásin varð allt önnur. Þegar óskað er eftir því að stjórnandi „taki ábyrgð“ er gjarnan átt við eitt af tveimur kostum: Að stjórnandi viðurkenni vanda og breyti hegðun sinni og annara, eða að stjórnandi segi af sér og hverfi úr sviðsljósinu. Stjórnmálamenn líta gjarnan á seinni kostinn sem það að „taka ábyrgð“, en það var alls ekki það sem óskað var eftir af okkur starfsfólkinu. Ef við hefðum viljað losna við stjórnendur hefðum við einfaldlega skrifað vantraustsyfirlýsingu í stað þess að segja fjölmiðjum að við vildum leysa vandann innanhúss. Já, eða lekið ályktun trúnaðarmanna. Af þessum tveimur kostum valdi Sólveig þann þriðja: að segja af sér með látum og skrifa daglega niðurrifs- og níðpistla um Eflingu á samfélagsmiðlum. Viðar gerði slíkt hið sama og líkti hegðun starfsfólksins við aftöku á stéttarhetju vestanhafs. Í yfirlýsingu sem Sólveig sendi okkur starfsfólkinu 31. október sagði hún meðal annars: „Tímasetning fjölmiðlaumfjöllunarinnar, sem var tilefni þess að ég leitaði til ykkar á föstudagsmorgun, er í augljósu samhengi við yfirstandandi baráttu félagsins gegn réttindabrotum gegn trúnaðarmanni okkar á Reykjavíkurflugvelli og þeirri árás á réttindi allra okkar félagsmanna sem í þeim felast. Með ákvörðun ykkar sl. föstudag um að standa staðfastlega við ýktar og ósanngjarnar lýsingar trúnaðarmanna á vinnustaðnum sem ég ber ábyrgð á hafið þið opnað á neikvæða umfjöllun og umræðu sem gerir mér illmögulegt að leiða þá baráttu.“ Hún sagðist ekki getað gegnt stöðu formanns í félaginu „að svo komnu máli.“ Ábyrðinni var á endanum varpað á starfsfólkið. Strax var reynt að gera þennan föstudagsfund tortyggilegan. Stéttarfélagið átti að hafa verið yfirtekið af hægri öflum sem vildu vinna gegn baráttu Sólveigar. Yfirlýsingar um að ekki hefðiverið óskað eftir afsögnum og að baráttan héldi áfram voru enn frekari sannanir fyrir Sólveigu og öðrum. Starfsfólkið, ASÍ og öll verkalýðsbaráttan varð allt í einu samsek í stærsta samsæri Íslandssögunnar sem blaðamenn höfðu aldrei heyrt af en stór hópur af dyggum stuðningsmönnum Sólveigar Önnu voru sannfærð um. Ástandið á skrifstofunni var vægast sagt hörmulegt á þessum tíma. Ég fann fyrir svo miklum kvíða og óöryggi að ég gat varla sofið, andvaka yfir áhyggjum um hvað morgundagurinn muni bera í skauti sér. Þegar ég svaf þá dreymdi mig um að vera aftur á þessum föstudagsfundi. Ég sá sömu ónotatilfinninguna á samstarfsfólki mínu, en veikindi urðu svo tíð að heilu og hálfu sviðin lágu nánast niðri. Árásir á samfélagsmiðlum urðu svo þungbærar að það var alvarlega rætt að ráða öryggisvörð, svona ef einn af mörgum fylgjendum Sólveigar Önnu sem höfðu talað um að mæta á skrifstofuna og „hreinsa“ hana myndu láta verða að því. Á skrifstofunni má finna ákveðinn þverskurð af íslensku samfélagi, en fólk þar er af mismunandi aldri og uppruna, af mörgum kynum og kynhneigðum, með mismunandi menntunarstig, tungumálakunnáttu og reynslu. Og þrátt fyrir stöðugt áreiti hélt þetta duglega fólk áfram að mæta og sinna starfi sínu, að þjónusta félagsmenn og þjást í hljóði. Nýr formaður og varaformaður komu sér fljótt inn í málin og fóru strax í skaðminnkunaraðgerðir. Ráðist var í vinnustaðagreiningu með óháðum aðila og starfsfólki boðin sálfræðiaðstoð til að komast í gegnum þetta áfall. Með tímanum batnaði starfsandinn og fólk var farið að líkjast sjálfu sér. Verkefnum sem hafði verið ýtt til hliðar var loksins hægt að sinna, en félagsmenn sýndu okkur mikla biðlund og skilning. En strax og ljóst var að Sólveig hyggðist bjóða sig fram á ný hvarf öll þessi ró og kvíðahnúturinn snéri aftur tvíefldur. Sögu síðustu vikna þarf ekki að rekja í jafn miklum smáatriðum, en öllum ógnum við hina fullkomnu ímynd Sólveigar er mætt af hörku. Óskir okkar um heilbrigðari vinnustað eru málaðar upp sem væl hálauna starfsfólks með „skúffur fullar af kexi.“ Allir sem tjá sig um það sem var ámælisvert eru andstæðingar byltingarinnar. Allir sem hafa unnið með Sólveigu eru „Júdas“ (og hver er þá söguhetjan?). Trúnaðarmenn sem reyna af veikum mætti að koma til móts við stjórnendur eru leiksoppar Samtaka atvinnulífsins. Fundir starfsfólks eru tilraunir til að afvegaleiða lýðræðislega kosningu. Kvartanir um einelti og kvenfyrirlitningu sem fara í gegnum mannauðsstjóra eru „óformlegar“ og samtöl við formann áttu sér aldrei stað. Úttekt sem sýnir að kostnaður vegna starfsmannamála í stjórnartíð Sólveigar hafi verið um 130 milljón krónur staðfestir hvernig aðrir gátu ekki skilið sýn hennar. Og fagmannlega unnin skýrsla frá óháðum aðila sem bendir á kynbundið áreiti, eineltisburði og að stjórnendur hafi brugðist skyldum sínum? Auðvitað er hún pöntuð og sálfræðingarnir bara einhverjir skottulæknar. Sólveig hefur ítrekað sagt að hún hafi aldrei nokkurn tíman gert nokkur mistök í starfi sínu, nema kannski að vera of „vingjarnleg“, og að hún hafi engar efasemdir um framgöngu sína. Það síðasta hræðir mig, því í gegnum allt þetta ferli hef ég efast um hvert einasta skref sem ég tek. Ég hef ofhugsað allt sem hefur verið sagt, ekki sagt, velt fyrir mér hvort það sé önnur hlið sem ég hef ekki hugsað út í. Ég hef velt fyrir mér hvort ég hafi rangt fyrir mér oftar en einu sinni. En nú þegar styttist í endalok á þessu óvissuástandi sé ég eitt með skýrum augum: í þessari valdabaráttu hefur ásýnd Sólveigar Önnu skipt meira máli heldur en sannleikurinn. Sólveig gat ekki gegnt stöðu formanns í félaginu í lok október því þá hefði hún litið illa út. Hún þurfti fyrst að hreinsa mannorð sitt. Hvernig rímar þessi staða hennar í dag við hugmyndina um konuna sem fórnaði sér ef hún lét eins og ekkert hafi farið úrskeðis þremur mánuðum síðar? Ef hún hefur svo mikla stjórnunarhæfileika hvernig stendur þá á því að hún hefur skilið eftir sig svona sviðna jörð? Þegar slíkum spurningum er velt upp er snúið út úr, fjölmiðlafólki ekki ansað (nema þá í drottningarviðtölum sem fara fram á hennar forsendum) eða fylgisveinar hennar sendir til að eitra og afvegaleiða alla skynsamlega umræðu. Sama hversu margir stíga fram og lýsa reynslu sinni af hegðun Sólveigar eða Viðars þá verður ekki hægt að ræða það málefnalega. Leikreglur þessa leikrits bjóða ekki upp á gagnrýni eða umræður. Allir sem sýna ekki blinda hliðhollustu eru óvinir þeirra og alþýðunnar. Á síðustu árum hefur verið tekist á hlutverki geranda og þolanda í íslensku samfélagi. Í þessari ofangreindu atburðarás kemur ný hlið fram, en svo virðist sem ólíklegustu aðilar vilji taka stöðu ofbeldismannsins því hann talar fyrir jafnrétti og betra samfélagi. Vangaveltur um hver er valdameiri og -minni í þessum aðstæðum eru sjaldheyrðar og tilraunir til að kynna sér aðstæður og leiða fram sannleikann lúta gjarnan í lægra haldi fyrir þeim sem hærra hefur. Ef til er einhver rauður þráður í þeim ásökunum fyrrverandi og núverandi starfsfólks, í stjórn og trúnaðarráði, í skýrslum og samantektum, þá er hann sá að fólk sem er ósammála Sólveigu og Viðari endist ekki lengi þar. Þeir sem spyrja erfiðra spurninga verða fyrir útilokun, eru látnir segja af sér eða er skyndilega sagt upp. Talað er um þetta fólk sem hrægamma, sjálftökulið, útsendara íhaldsins eða róttæka anarkista. Við sem sinnum þessu hugsjónarstarfi fáum ekki stuðning heldur er þvert á móti gefið opið veiðileyfi á mannorð okkar. Og einhverra hluta vegna hefur enginn verkalýðsleiðtogi komið okkur opinberlega til varnar. Unnið er að því að normalísera andlegt ofbeldi á vinnustað og vanlíðan okkar verður að fórnarkostnaði lýðræðisins. Í dag stendur yfir kosning formanns og stjórnar Eflingar. Félagsmenn ákveða hvers konar leiðtoga þeir vilja. Ég hvet alla til að taka þátt og kjósa. Stéttabarátta næstu ára er í húfi. Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Formaður næststærsta stéttarfélagi landsins sagði af sér. Hún var kölluð konan sem fórnaði sér og talað um hana sem hetju sem setti baráttuna ofar eigin hagsmunum. Og síðan bauð hún sig aftur fram. Í átta ár starfaði ég sem blaðamaður og lét stéttarbaráttuna mig varða. Ég fylgdist með og ritaði sögu baráttuafla sem vöktu sofandi hreyfingu til dáða. Ef ég væri enn blaðamaður þætti mér þessi atburðarás eflaust spennandi og forvitnileg. Þess í stað finnst mér hún ömurleg. Ég sef varla, á erfitt með einbeitingu og finn fyrir gífurlegum kvíða í hvert skiptið sem ég fer á fætur. En það er líka því að ég er ekki lengur blaðamaður, heldur starfsmaður Eflingar, og ég hef fylgst með þessari lygilegu atburðarás innan frá, allt frá því að ég hóf störf hjá Eflingu fullur aðdáunar gagnvart Sólveigu Önnu. Það er ekkert spennandi við hana; sannleikurinn er sá að fyrrverandi formaður festi heilan vinnustað í gapastokk. Hún hefur æpt svívirðingum, aðdróttunum og lygum að starfsfólki og gefið á það skotleyfi. Ég hóf störf sem fulltrúi á kjaramáladeild Eflingar í maí 2021. Fyrir þann tíma, frá apríl 2013, hafði ég unnið sem blaðamaður fyrst hjá Reykjavík Grapevine, en síðan skrifaði ég fyrir Stundina. Þar fékk ég tækifæri til að kafa djúpt ofan í raunverulega stöðu verkafólks á landinu. Ég vann út frá þeirri hugmyndafræði að verja þá valdaminni í samfélaginu en afhjúpa hina valdameiri (e. “Shelter the exposed, expose the sheltered”). Joe Sacco var mér hugmyndafræðileg fyrirmynd, en hans sýn á blaðamennsku var að hún mætti ekki falla í gryfju þess að endurtaka mismunandi sjónarhorn og gefa jafn mikið vægi í umfjöllun, heldur ætti blaðamaðurinn sjálfur að kynna sér aðstæður og leiða fram sannleikann. Ég hóf störf hjá Eflingu vegna þess að ég treysti hreyfingunni og forystu hennar til að reka alvöru verkalýðsbaráttu og verja kjör félagsmanna af fullum þunga. Ég var var um mig því ég hafði heyrt af óheppilegum uppsögnum, meðal annars af starfslokum Maxim Baru, fyrrum sviðsstjóra félagssviðs, og Christinu Milcher, starfskonu á félagssviði. Þegar ég vann sem blaðamaður hafði Sólveig Anna reynt að fá mig til þess að taka viðtal við Maxim fyrir Stundina en hún talaði um hann og svið hans sem byltinguna sem Eflingu sárvantaði. Tveimur dögum fyrir undirritun nýs kjarasamnings 2019 var Maxim sagt upp. Maxim sagðist hafa spurt erfiðra spurninga um kjarasamninginn og því hefði honum verið vísað í burtu. Christinu var líka sagt upp, en hún segir í opnu bréfi að Viðar Þorsteinsson þáverandi framkvæmdarstjóri hafi beitt sig þrýstingi til þess að segja sig úr stéttarfélagi til að halda starfi sínu. Þetta er ekki léttvæg ásökun því slík hegðun fæli í sér brot gegn 4. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá hafði Önnu Mörtu Marjankowsku verið bolað út úr stjórn Eflingar. Glæpur hennar var, að eigin sögn, að sinna starfi sínu sem félagslega kjörinn stjórnarmeðlimur og spyrja spurninga um forsendur uppsagnar Maxims. Hún hefur síðar sagst hafa verið lögð í harkalegt einelti af Sólveigu og Viðari. Ég veit ekki hvort það var óskhyggja eða einfeldni en ég hélt í þá von að þessar uppsagnir yrðu þeim Sólveigu og Viðari dýrkeyptur lærdómur að betri stjórnarháttum. Á öðrum mánuði mínum í starfinu komst ég að því að svo var ekki þegar öðrum starfsmanni var sagt upp skyndilega. Öll skrifstofan var skelfingu lostin. Á kaffistofunni missti einn starfsmaður úr sér að „fallöxi Viðars“ hefði fallið á ný. Á komandi mánuðum voru fleiri afsagnir. Þegar ljósin slokknuðu í einhverri skrifstofunni velti fólk fyrir sér hvort starfsmaðurinn væri veikur eða hefði verið sagt upp. Föstudaginn 29. október sauð upp úr þegar Sólveig Anna tók yfir starfsmannafund og sagði klökk að hún hefði beðið með kvíðaknút í maganum í fimm mánuði vegna ályktunar sem hún óttaðist að ef yrði gerð opinber yrði trúverðugleiki hennar enginn. Hún sagði að RÚV væri að fjalla um málið og ef við myndum ekki stöðva fjölmiðlaumfjöllunina myndu hún og Viðar segja af sér. Við tók langur fundur þar sem ályktun trúnaðarmanna og var lesin og forsaga hennar rakin í þaula. Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmaður Eflingar, hefur sjálf tjáð sig um hana, en er starfsfólkið lýsti yfir því ástandi sem ég hafði skynjan en ekki skilið varð það ljóst að það þurfti að ráðast í aðgerðir. Á þessum tíma var enginn vilji fyrir því að óska eftir afsögn Sólveigar og Viðars, en það var sömuleiðis enginn áhugi á fjölmiðlaathygli, og því fékk RÚV yfirlýsingu þess efnis að það væri „vilji starfsfólksins að þetta sé leyst innanhúss. Fjölmiðlaumfjöllun er ekki að ósk starfsmanna.“ Önnur yfirlýsing var send á stjórnendur Eflingar, en þar tókum við starfsfólkið fram að okkur þætti ósanngjarnt að hvítþvo stjórnunarhætti sem sannarlega hefðu viðgengst. Við gerðum þá kröfu á stjórnendur að „þau viðurkenni, taki ábyrgð á og leysi vandann.“ Settar voru fram frekari óskir um úrbætur, meðal annars að halda reglulega starfsmannafundi með og án yfirmanna svo hægt væri að ræða innri mál og lýðræðisvæða vinnustaðinn. Fréttin var drepin, starfsfólkið náði loksins að ræða sín á milli og það vaknaði von um að nú myndi ástandið lagast. Að þetta yrði vitundarvakning sem myndi styrkja okkur. En óskhyggja eða einfeldni urðu okkur aftur að falli því atburðarásin varð allt önnur. Þegar óskað er eftir því að stjórnandi „taki ábyrgð“ er gjarnan átt við eitt af tveimur kostum: Að stjórnandi viðurkenni vanda og breyti hegðun sinni og annara, eða að stjórnandi segi af sér og hverfi úr sviðsljósinu. Stjórnmálamenn líta gjarnan á seinni kostinn sem það að „taka ábyrgð“, en það var alls ekki það sem óskað var eftir af okkur starfsfólkinu. Ef við hefðum viljað losna við stjórnendur hefðum við einfaldlega skrifað vantraustsyfirlýsingu í stað þess að segja fjölmiðjum að við vildum leysa vandann innanhúss. Já, eða lekið ályktun trúnaðarmanna. Af þessum tveimur kostum valdi Sólveig þann þriðja: að segja af sér með látum og skrifa daglega niðurrifs- og níðpistla um Eflingu á samfélagsmiðlum. Viðar gerði slíkt hið sama og líkti hegðun starfsfólksins við aftöku á stéttarhetju vestanhafs. Í yfirlýsingu sem Sólveig sendi okkur starfsfólkinu 31. október sagði hún meðal annars: „Tímasetning fjölmiðlaumfjöllunarinnar, sem var tilefni þess að ég leitaði til ykkar á föstudagsmorgun, er í augljósu samhengi við yfirstandandi baráttu félagsins gegn réttindabrotum gegn trúnaðarmanni okkar á Reykjavíkurflugvelli og þeirri árás á réttindi allra okkar félagsmanna sem í þeim felast. Með ákvörðun ykkar sl. föstudag um að standa staðfastlega við ýktar og ósanngjarnar lýsingar trúnaðarmanna á vinnustaðnum sem ég ber ábyrgð á hafið þið opnað á neikvæða umfjöllun og umræðu sem gerir mér illmögulegt að leiða þá baráttu.“ Hún sagðist ekki getað gegnt stöðu formanns í félaginu „að svo komnu máli.“ Ábyrðinni var á endanum varpað á starfsfólkið. Strax var reynt að gera þennan föstudagsfund tortyggilegan. Stéttarfélagið átti að hafa verið yfirtekið af hægri öflum sem vildu vinna gegn baráttu Sólveigar. Yfirlýsingar um að ekki hefðiverið óskað eftir afsögnum og að baráttan héldi áfram voru enn frekari sannanir fyrir Sólveigu og öðrum. Starfsfólkið, ASÍ og öll verkalýðsbaráttan varð allt í einu samsek í stærsta samsæri Íslandssögunnar sem blaðamenn höfðu aldrei heyrt af en stór hópur af dyggum stuðningsmönnum Sólveigar Önnu voru sannfærð um. Ástandið á skrifstofunni var vægast sagt hörmulegt á þessum tíma. Ég fann fyrir svo miklum kvíða og óöryggi að ég gat varla sofið, andvaka yfir áhyggjum um hvað morgundagurinn muni bera í skauti sér. Þegar ég svaf þá dreymdi mig um að vera aftur á þessum föstudagsfundi. Ég sá sömu ónotatilfinninguna á samstarfsfólki mínu, en veikindi urðu svo tíð að heilu og hálfu sviðin lágu nánast niðri. Árásir á samfélagsmiðlum urðu svo þungbærar að það var alvarlega rætt að ráða öryggisvörð, svona ef einn af mörgum fylgjendum Sólveigar Önnu sem höfðu talað um að mæta á skrifstofuna og „hreinsa“ hana myndu láta verða að því. Á skrifstofunni má finna ákveðinn þverskurð af íslensku samfélagi, en fólk þar er af mismunandi aldri og uppruna, af mörgum kynum og kynhneigðum, með mismunandi menntunarstig, tungumálakunnáttu og reynslu. Og þrátt fyrir stöðugt áreiti hélt þetta duglega fólk áfram að mæta og sinna starfi sínu, að þjónusta félagsmenn og þjást í hljóði. Nýr formaður og varaformaður komu sér fljótt inn í málin og fóru strax í skaðminnkunaraðgerðir. Ráðist var í vinnustaðagreiningu með óháðum aðila og starfsfólki boðin sálfræðiaðstoð til að komast í gegnum þetta áfall. Með tímanum batnaði starfsandinn og fólk var farið að líkjast sjálfu sér. Verkefnum sem hafði verið ýtt til hliðar var loksins hægt að sinna, en félagsmenn sýndu okkur mikla biðlund og skilning. En strax og ljóst var að Sólveig hyggðist bjóða sig fram á ný hvarf öll þessi ró og kvíðahnúturinn snéri aftur tvíefldur. Sögu síðustu vikna þarf ekki að rekja í jafn miklum smáatriðum, en öllum ógnum við hina fullkomnu ímynd Sólveigar er mætt af hörku. Óskir okkar um heilbrigðari vinnustað eru málaðar upp sem væl hálauna starfsfólks með „skúffur fullar af kexi.“ Allir sem tjá sig um það sem var ámælisvert eru andstæðingar byltingarinnar. Allir sem hafa unnið með Sólveigu eru „Júdas“ (og hver er þá söguhetjan?). Trúnaðarmenn sem reyna af veikum mætti að koma til móts við stjórnendur eru leiksoppar Samtaka atvinnulífsins. Fundir starfsfólks eru tilraunir til að afvegaleiða lýðræðislega kosningu. Kvartanir um einelti og kvenfyrirlitningu sem fara í gegnum mannauðsstjóra eru „óformlegar“ og samtöl við formann áttu sér aldrei stað. Úttekt sem sýnir að kostnaður vegna starfsmannamála í stjórnartíð Sólveigar hafi verið um 130 milljón krónur staðfestir hvernig aðrir gátu ekki skilið sýn hennar. Og fagmannlega unnin skýrsla frá óháðum aðila sem bendir á kynbundið áreiti, eineltisburði og að stjórnendur hafi brugðist skyldum sínum? Auðvitað er hún pöntuð og sálfræðingarnir bara einhverjir skottulæknar. Sólveig hefur ítrekað sagt að hún hafi aldrei nokkurn tíman gert nokkur mistök í starfi sínu, nema kannski að vera of „vingjarnleg“, og að hún hafi engar efasemdir um framgöngu sína. Það síðasta hræðir mig, því í gegnum allt þetta ferli hef ég efast um hvert einasta skref sem ég tek. Ég hef ofhugsað allt sem hefur verið sagt, ekki sagt, velt fyrir mér hvort það sé önnur hlið sem ég hef ekki hugsað út í. Ég hef velt fyrir mér hvort ég hafi rangt fyrir mér oftar en einu sinni. En nú þegar styttist í endalok á þessu óvissuástandi sé ég eitt með skýrum augum: í þessari valdabaráttu hefur ásýnd Sólveigar Önnu skipt meira máli heldur en sannleikurinn. Sólveig gat ekki gegnt stöðu formanns í félaginu í lok október því þá hefði hún litið illa út. Hún þurfti fyrst að hreinsa mannorð sitt. Hvernig rímar þessi staða hennar í dag við hugmyndina um konuna sem fórnaði sér ef hún lét eins og ekkert hafi farið úrskeðis þremur mánuðum síðar? Ef hún hefur svo mikla stjórnunarhæfileika hvernig stendur þá á því að hún hefur skilið eftir sig svona sviðna jörð? Þegar slíkum spurningum er velt upp er snúið út úr, fjölmiðlafólki ekki ansað (nema þá í drottningarviðtölum sem fara fram á hennar forsendum) eða fylgisveinar hennar sendir til að eitra og afvegaleiða alla skynsamlega umræðu. Sama hversu margir stíga fram og lýsa reynslu sinni af hegðun Sólveigar eða Viðars þá verður ekki hægt að ræða það málefnalega. Leikreglur þessa leikrits bjóða ekki upp á gagnrýni eða umræður. Allir sem sýna ekki blinda hliðhollustu eru óvinir þeirra og alþýðunnar. Á síðustu árum hefur verið tekist á hlutverki geranda og þolanda í íslensku samfélagi. Í þessari ofangreindu atburðarás kemur ný hlið fram, en svo virðist sem ólíklegustu aðilar vilji taka stöðu ofbeldismannsins því hann talar fyrir jafnrétti og betra samfélagi. Vangaveltur um hver er valdameiri og -minni í þessum aðstæðum eru sjaldheyrðar og tilraunir til að kynna sér aðstæður og leiða fram sannleikann lúta gjarnan í lægra haldi fyrir þeim sem hærra hefur. Ef til er einhver rauður þráður í þeim ásökunum fyrrverandi og núverandi starfsfólks, í stjórn og trúnaðarráði, í skýrslum og samantektum, þá er hann sá að fólk sem er ósammála Sólveigu og Viðari endist ekki lengi þar. Þeir sem spyrja erfiðra spurninga verða fyrir útilokun, eru látnir segja af sér eða er skyndilega sagt upp. Talað er um þetta fólk sem hrægamma, sjálftökulið, útsendara íhaldsins eða róttæka anarkista. Við sem sinnum þessu hugsjónarstarfi fáum ekki stuðning heldur er þvert á móti gefið opið veiðileyfi á mannorð okkar. Og einhverra hluta vegna hefur enginn verkalýðsleiðtogi komið okkur opinberlega til varnar. Unnið er að því að normalísera andlegt ofbeldi á vinnustað og vanlíðan okkar verður að fórnarkostnaði lýðræðisins. Í dag stendur yfir kosning formanns og stjórnar Eflingar. Félagsmenn ákveða hvers konar leiðtoga þeir vilja. Ég hvet alla til að taka þátt og kjósa. Stéttabarátta næstu ára er í húfi. Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar