Vann ÓL-gull og fagnaði með að kyssa þjálfarann og hrauna yfir sambandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 08:30 Arianna Fontana kyssir hér þjálfara sinn sem er líka eiginmaður hennar. AP/David J. Phillip Ítalska skautakonan Arianna Fontana vann Ólympíugull í skautaati í vikunni og fagnaði því á frekar sérstakan hátt. Eftir að gullið var í höfn þá kyssti hún þjálfara sinn og hraunaði síðan fyrir Skautasamband Ítala í viðtölum við blaðamenn. Fontana fagnaði sigrinum með því að öskra og steyta hnefanum upp í loftið en það var öllum ljóst að þetta skipti hana gríðarlegu máli. Why gold medalist Arianna Fontana's 2022 Olympics kiss had a hint of revenge https://t.co/sVodGkmcGI pic.twitter.com/C6j9LAwUjw— New York Post (@nypost) February 9, 2022 „Ég er ekki vön því að öskra en þetta var leið fyrir mig að ná öllu út því ég þurfti að losa mig við reiðina,“ sagði Arianna Fontana. Hún skautaði síðan beint til þjálfara síns, Anthony Lobello Jr., og smellti á hann kossi eins og sjá má á myndinni að ofan. Hin 31 árs gamla skautakona heldur því fram að enginn hjá Skautasambandi Ítala hafi viljað sjá hana á þessum leikum. Hún hefur staðið í deilum við ítalska sambandið síðan á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Deilan á rætur sínar að rekja til þess að hún ákvað að eiginmaðurinn yrði þjálfari hennar. Í framhaldi af þeirri ákvöðrun lækkaði ítalska sambandið stuðningsgreiðslur sínar. „Við vorum að glíma við fólk sem vildi ekki sjá mig hér. Sambandið hefur ekki stutt vel við bakið á mér af því að maðurinn minn þjálfar mig,“ sagði Arianna Fontana. History! Arianna Fontana wins #Gold in #ShortTrackSkating - Women's 500m, her 10th Olympic medal to tie Stefania Belmondo as the most decorated Italian female Olympian in history!#Beijing2022 | #StrongerTogether | @ItaliaTeam_It | @AryFonta— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 „Við sýndum öllum að hann er frábær þjálfari. Það var best fyrir mig að hafa hann mér við hlið,“ sagði Arianna. Þau eyddu þremur árum í Ungverjalandi en komu til baka til Ítalíu á síðasta ári til að æfa með ítalska landsliðinu. „Ég hitti stjórnarmenn á ganginum og þeir óskuðu mér ekki til hamingju. Það er reyndar betra að þeir haldi sig bara fjarri,“ sagði Arianna og hún er óviss með framhaldið. „Ef hlutirnir breytast ekki þá ætla ég ekki að ganga aftur í gegnum þetta,“ sagði Arianna. Hún er mjög sigursæl en þetta voru hennar tíundu verðlaun á Ólympíuleikun. Arianna vann einnig gull í 500 metra skautaati í Pyeongchang 2018 og fékk silfur í greininni í Sochi 2014. Hún hefur unnið tvö gull, þrjú silfur og fimm brons á Ólympíuleikum. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Eftir að gullið var í höfn þá kyssti hún þjálfara sinn og hraunaði síðan fyrir Skautasamband Ítala í viðtölum við blaðamenn. Fontana fagnaði sigrinum með því að öskra og steyta hnefanum upp í loftið en það var öllum ljóst að þetta skipti hana gríðarlegu máli. Why gold medalist Arianna Fontana's 2022 Olympics kiss had a hint of revenge https://t.co/sVodGkmcGI pic.twitter.com/C6j9LAwUjw— New York Post (@nypost) February 9, 2022 „Ég er ekki vön því að öskra en þetta var leið fyrir mig að ná öllu út því ég þurfti að losa mig við reiðina,“ sagði Arianna Fontana. Hún skautaði síðan beint til þjálfara síns, Anthony Lobello Jr., og smellti á hann kossi eins og sjá má á myndinni að ofan. Hin 31 árs gamla skautakona heldur því fram að enginn hjá Skautasambandi Ítala hafi viljað sjá hana á þessum leikum. Hún hefur staðið í deilum við ítalska sambandið síðan á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Deilan á rætur sínar að rekja til þess að hún ákvað að eiginmaðurinn yrði þjálfari hennar. Í framhaldi af þeirri ákvöðrun lækkaði ítalska sambandið stuðningsgreiðslur sínar. „Við vorum að glíma við fólk sem vildi ekki sjá mig hér. Sambandið hefur ekki stutt vel við bakið á mér af því að maðurinn minn þjálfar mig,“ sagði Arianna Fontana. History! Arianna Fontana wins #Gold in #ShortTrackSkating - Women's 500m, her 10th Olympic medal to tie Stefania Belmondo as the most decorated Italian female Olympian in history!#Beijing2022 | #StrongerTogether | @ItaliaTeam_It | @AryFonta— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 „Við sýndum öllum að hann er frábær þjálfari. Það var best fyrir mig að hafa hann mér við hlið,“ sagði Arianna. Þau eyddu þremur árum í Ungverjalandi en komu til baka til Ítalíu á síðasta ári til að æfa með ítalska landsliðinu. „Ég hitti stjórnarmenn á ganginum og þeir óskuðu mér ekki til hamingju. Það er reyndar betra að þeir haldi sig bara fjarri,“ sagði Arianna og hún er óviss með framhaldið. „Ef hlutirnir breytast ekki þá ætla ég ekki að ganga aftur í gegnum þetta,“ sagði Arianna. Hún er mjög sigursæl en þetta voru hennar tíundu verðlaun á Ólympíuleikun. Arianna vann einnig gull í 500 metra skautaati í Pyeongchang 2018 og fékk silfur í greininni í Sochi 2014. Hún hefur unnið tvö gull, þrjú silfur og fimm brons á Ólympíuleikum.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira