Hafa úrskurðað um orsök dauða Bob Saget Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 07:35 Bob Saget lést á hótelherbergi sínu í Orlando í Flórída þann 9. janúar síðastliðinn. AP Fjölskylda bandaríska grínistans Bob Saget hefur nú greint frá því hvað það var sem dró Saget til dauða, en hann fannst látinn á hótelherbergi í Orlandi í Flórída í síðasta mánuði, 65 ára að aldri. Ýmsar vangaveltur hafa verið um hvort hann hafi látist af völdum hjartaáfalls eða heilablóðfalls, en starfsfólk Ritz-hótelsins komu að Saget látnum í rúmi sínu eftir að hafa fengið beiðni frá aðstandendum grínistans um að kanna málið eftir að þau höfðu ekki náð sambandi við hann í einhvern tíma. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni segir hins vegar að ekki hafi verið um heilablóðfall eða hjartaáfall að ræða, heldur hafi hann látist af völdum höfuðáverka. „Yfirvöld hafa slegið því föstu að Bob lést af völdum höfuðáverka,“ segir í yfirlýsingunni að því er fram kemur í frétt Deadline. Hafi hann rekið hnakkann í eitthvað og farið svo að sofa án þess að hugsa meira um það. Ennfremur segir að Saget hafi hvorki verið undir áhrifum áfengis né annarra fíkniefna þegar hann lést. Fjölskyldan þakkar sömuleiðis fyrir allan þann stuðning sem þau hafi fengið í kjölfar andláts Sagets. Túlkaði Danny Tanner í Full House Saget var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk ekkilsins Danny Tanner í þáttunum Full House, sem framleiddir voru á árunum 1987 til 1995. Í þáttunum sagði frá uppeldi hans á þremur dætrum sínum með aðstoð tveggja bræðra sinna sem þeir John Stamos og Dave Coulier túlkuðu. Candace Cameron Bure, Jodie Sweetin fóru með hlutverk tveggja elstu dætranna, DJ og Stephanie, og Mary-Kate og Ashley Olsen skiptust á að túlka þá yngstu, Michelle. Síðar meir átti Saget einnig eftir að stýra þáttunum America‘s Funniest Home Videos og vera sögumaðurinn í þáttunum How I Met Your Mother. Saget setti sig aftur í spor Tanner þegar Netflix hóf framleiðslu á þáttunum Fuller House árið 2016 þar sem kastljósinu var beint að eldri dætrum Tanner sérstaklega. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Bob Saget er látinn Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær. 10. janúar 2022 07:21 Stjörnurnar minnast Bob Saget Ástkæri leikarinn og grínistinn Bob Saget kvaddi þennan heim skyndilega í gær og eru vinir hans og samstarfsfólk um allan heim að minnast hans með fallegum orðum og sögum. 10. janúar 2022 15:15 Minntist Bob Saget: „Ég tók þetta upp fjórtán sinnum“ Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist vinar síns Bob Saget í þættinum í gær. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi fannst Bandaríski leikarinn og grínistinn látinn á tótelherbergi í Flórída. 11. janúar 2022 15:01 John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget í bílnum hans John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget á leiðinni heim af flugvellinum þar sem þeir voru að sækja bílinn hans eftir að hann féll frá um helgina. 13. janúar 2022 14:30 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Ýmsar vangaveltur hafa verið um hvort hann hafi látist af völdum hjartaáfalls eða heilablóðfalls, en starfsfólk Ritz-hótelsins komu að Saget látnum í rúmi sínu eftir að hafa fengið beiðni frá aðstandendum grínistans um að kanna málið eftir að þau höfðu ekki náð sambandi við hann í einhvern tíma. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni segir hins vegar að ekki hafi verið um heilablóðfall eða hjartaáfall að ræða, heldur hafi hann látist af völdum höfuðáverka. „Yfirvöld hafa slegið því föstu að Bob lést af völdum höfuðáverka,“ segir í yfirlýsingunni að því er fram kemur í frétt Deadline. Hafi hann rekið hnakkann í eitthvað og farið svo að sofa án þess að hugsa meira um það. Ennfremur segir að Saget hafi hvorki verið undir áhrifum áfengis né annarra fíkniefna þegar hann lést. Fjölskyldan þakkar sömuleiðis fyrir allan þann stuðning sem þau hafi fengið í kjölfar andláts Sagets. Túlkaði Danny Tanner í Full House Saget var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk ekkilsins Danny Tanner í þáttunum Full House, sem framleiddir voru á árunum 1987 til 1995. Í þáttunum sagði frá uppeldi hans á þremur dætrum sínum með aðstoð tveggja bræðra sinna sem þeir John Stamos og Dave Coulier túlkuðu. Candace Cameron Bure, Jodie Sweetin fóru með hlutverk tveggja elstu dætranna, DJ og Stephanie, og Mary-Kate og Ashley Olsen skiptust á að túlka þá yngstu, Michelle. Síðar meir átti Saget einnig eftir að stýra þáttunum America‘s Funniest Home Videos og vera sögumaðurinn í þáttunum How I Met Your Mother. Saget setti sig aftur í spor Tanner þegar Netflix hóf framleiðslu á þáttunum Fuller House árið 2016 þar sem kastljósinu var beint að eldri dætrum Tanner sérstaklega.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Bob Saget er látinn Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær. 10. janúar 2022 07:21 Stjörnurnar minnast Bob Saget Ástkæri leikarinn og grínistinn Bob Saget kvaddi þennan heim skyndilega í gær og eru vinir hans og samstarfsfólk um allan heim að minnast hans með fallegum orðum og sögum. 10. janúar 2022 15:15 Minntist Bob Saget: „Ég tók þetta upp fjórtán sinnum“ Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist vinar síns Bob Saget í þættinum í gær. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi fannst Bandaríski leikarinn og grínistinn látinn á tótelherbergi í Flórída. 11. janúar 2022 15:01 John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget í bílnum hans John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget á leiðinni heim af flugvellinum þar sem þeir voru að sækja bílinn hans eftir að hann féll frá um helgina. 13. janúar 2022 14:30 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Bob Saget er látinn Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær. 10. janúar 2022 07:21
Stjörnurnar minnast Bob Saget Ástkæri leikarinn og grínistinn Bob Saget kvaddi þennan heim skyndilega í gær og eru vinir hans og samstarfsfólk um allan heim að minnast hans með fallegum orðum og sögum. 10. janúar 2022 15:15
Minntist Bob Saget: „Ég tók þetta upp fjórtán sinnum“ Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist vinar síns Bob Saget í þættinum í gær. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi fannst Bandaríski leikarinn og grínistinn látinn á tótelherbergi í Flórída. 11. janúar 2022 15:01
John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget í bílnum hans John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget á leiðinni heim af flugvellinum þar sem þeir voru að sækja bílinn hans eftir að hann féll frá um helgina. 13. janúar 2022 14:30