Innlent

36 sjúk­lingar nú með Co­vid-19 á Land­spítalanum

Atli Ísleifsson skrifar
Covid sýktir starfsmenn Landspítala í einangrun eru nú 250 en voru 248 í gær.
Covid sýktir starfsmenn Landspítala í einangrun eru nú 250 en voru 248 í gær. Vísir/Vilhelm

36 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél.

Frá þessu segir á vef Landspítalans, en meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Kona á tíræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild spítalans í gær.

Í gær var staðan á þá leið að 33 sjúklingar voru á Landspítala með Covid-19. Tveir voru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél.

7.760 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.675 börn. 7.179 sjúklingar voru í Covid-göngudeild spítalans í gær, þar af 2.498 börn.

Covid sýktir starfsmenn Landspítala í einangrun eru nú 250 en voru 248 í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×