Hætti við pílu og tölvuleik með vinunum sem trúðu ekki ástæðunni Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 13:01 Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon áttu sinn þátt í að Íslendingar fögnuðu stórsigri gegn Svartfjallalandi sem minnstu munaði að dygði liðinu til að komast í undanúrslit á EM. Getty/Sanjin Strukic Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon lýstu því með bráðskemmtilegum hætti í Seinni bylgjunni í gærkvöld hvernig það var að vera allt í einu kallaðir út á sjálft Evrópumótið í handbolta í síðasta mánuði. Þráinn leikur með Haukum og Magnús Óli með Val. Þeir voru staddir heima á Íslandi og hvorugur gerði sér neinar væntingar um að taka þátt á EM þegar kallið barst frá Búdapest, vegna kórónuveirusmita í íslenska hópnum. „Ég sit þarna og er að tala við kærustuna mína og svo byrjar síminn að titra, og ég „ghosta“ það nú til að byrja með,“ segir Þráinn Orri sem á endanum hringdi þó til baka og fékk að vita að krafta hans væri óskað í íslenska landsliðinu, sem hann hafði aldrei spilað fyrir áður. „Þeir bara trúðu þessi ekki“ „En vandamálið var að ég var búinn að plana að fara með félögum mínum af Seltjarnarnesinu í Bullseye í pílu og svo í Counter-Strike-lan í Arena seinna um kvöldið,“ segir Þráinn Orri sem skellti sér beint í sýnatöku, en náði að koma við hjá félögunum um kvöldið og segja þeim góðu fréttirnar: „Þeir bara trúðu þessi ekki – alveg eins og ég og allir aðrir sem ég talaði við. Það liðu átta tímar frá símtali og þar til að ég var farinn út,“ segir Þráinn sem stóð sig með prýði á mótinu þar til að hann varð fyrir því óláni að meiðast. Klippa: Seinni bylgjan - Þráinn og Magnús ruku út á EM „Hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig“ Magnús Óli var hluti af íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan en átti alls ekki von á að fá símtal frá Guðmundi Guðmundssyni á miðju Evrópumóti: „Ég var bara í vinnunni. Sat í tölvunni og sá allt í einu frétt á Vísi um að það væru þrír leikmenn smitaðir; Bjöggi, Óli og Gísli Þorgeir. Ég hugsaði bara: „Hvar endar þetta? Hverjir verða næstir og hvað verður gert ef fleiri smitast?“ Fimm mínútum seinna hringir síminn: „Blessaður, þetta er Gummi hérna. Hefurðu tök á því að koma út?“ Já, ekkert mál. Síðan fór ég daginn eftir í flug og var bara mættur,“ segir Magnús Óli en hann var ekki í upphaflega 35 manna hópnum sem til greina kom fyrir EM. Vegna faraldursins máttu landsliðsþjálfarar leita út fyrir þann hóp. „Ég var ekki í þessum 35 manna hópi og hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig. Svo einhvern veginn er hringt í mig og ég var bara orðlaus. Labbaði bara fram og til baka og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Magnús Óli sem átti stórgóða innkomu í íslenska liðið. EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Þráinn leikur með Haukum og Magnús Óli með Val. Þeir voru staddir heima á Íslandi og hvorugur gerði sér neinar væntingar um að taka þátt á EM þegar kallið barst frá Búdapest, vegna kórónuveirusmita í íslenska hópnum. „Ég sit þarna og er að tala við kærustuna mína og svo byrjar síminn að titra, og ég „ghosta“ það nú til að byrja með,“ segir Þráinn Orri sem á endanum hringdi þó til baka og fékk að vita að krafta hans væri óskað í íslenska landsliðinu, sem hann hafði aldrei spilað fyrir áður. „Þeir bara trúðu þessi ekki“ „En vandamálið var að ég var búinn að plana að fara með félögum mínum af Seltjarnarnesinu í Bullseye í pílu og svo í Counter-Strike-lan í Arena seinna um kvöldið,“ segir Þráinn Orri sem skellti sér beint í sýnatöku, en náði að koma við hjá félögunum um kvöldið og segja þeim góðu fréttirnar: „Þeir bara trúðu þessi ekki – alveg eins og ég og allir aðrir sem ég talaði við. Það liðu átta tímar frá símtali og þar til að ég var farinn út,“ segir Þráinn sem stóð sig með prýði á mótinu þar til að hann varð fyrir því óláni að meiðast. Klippa: Seinni bylgjan - Þráinn og Magnús ruku út á EM „Hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig“ Magnús Óli var hluti af íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan en átti alls ekki von á að fá símtal frá Guðmundi Guðmundssyni á miðju Evrópumóti: „Ég var bara í vinnunni. Sat í tölvunni og sá allt í einu frétt á Vísi um að það væru þrír leikmenn smitaðir; Bjöggi, Óli og Gísli Þorgeir. Ég hugsaði bara: „Hvar endar þetta? Hverjir verða næstir og hvað verður gert ef fleiri smitast?“ Fimm mínútum seinna hringir síminn: „Blessaður, þetta er Gummi hérna. Hefurðu tök á því að koma út?“ Já, ekkert mál. Síðan fór ég daginn eftir í flug og var bara mættur,“ segir Magnús Óli en hann var ekki í upphaflega 35 manna hópnum sem til greina kom fyrir EM. Vegna faraldursins máttu landsliðsþjálfarar leita út fyrir þann hóp. „Ég var ekki í þessum 35 manna hópi og hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig. Svo einhvern veginn er hringt í mig og ég var bara orðlaus. Labbaði bara fram og til baka og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Magnús Óli sem átti stórgóða innkomu í íslenska liðið.
EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti