Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. febrúar 2022 11:17 Undanfarnar tvær vikur hafa mótmæli sprottið upp víða um Kanada vegna Covid-takmarkana en mótmælin hófust vegna bólusetningarskyldu vörubílstjóra. Getty/Kadri Mohamed Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Hópur vörubílstjóra hefur undanfarið safnast saman við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Alberta og á mánudag safnaðist annar hópur saman við landamærin í Ontario. Mótmælin við landamærin hafa haft þau áhrif að vöruflutningar hafa tafist allverulega og hafa atvinnugreinasamtök kallað eftir því að mótmælunum ljúki sem fyrst. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði við þingmenn í gær að mótmælin væru óásættanleg og að þau væru að hafa neikvæð áhrif á fyrirtæki og framleiðendur og raska daglegu lífi íbúa. Þá stóð hann við þær takmarkanir sem eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að binda enda á [mótmælin],“ sagði Trudeau á þinginu í gær. „Þessu verður að ljúka.“ Tamara Lich og BJ Dichter, skipuleggjendur mótmælanna, héldu blaðamannafund um stöðuna í gær en Dichter sagði mótmælendur ánægða þar sem Alberta og Saskatchewan ákváðu nýverið að aflétta ákveðnum Covid-takmörkunum. Að sögn Dichter var það vörubílstjórum að þakka. Að því er kemur fram í frétt CTV um málið hefur lögreglan í Ottawa gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt ákæru yfir höfði sér fyrir að valda tjóni á eignum, þar sem íbúar verða fyrir miklum röskunum. Í Ottawa er neyðarástand enn í gildi en að sögn lögreglu hafa 22 verið handteknir vegna mótmælanna. Þá hafa fleiri en 1300 sektir hafa verið gefnar út og eru um 80 sakamálarannsóknir í gangi. Samkvæmt núverandi reglum þurfa allir vörubílstjórar sem koma inn í landið að vera fullbólusettir gegn kórónuveirunni sem margir hafa mótmælt harðlega. Þá hafa einnig fleiri mótmæli sprottið upp víðs vegar um Kanada vegna bólusetningarvottorða sem nauðsynlegt er að framvísa til að sækja ýmsa þjónustu og ýmissa annarra Covid-takmarkanna. Svipuð mótmæli hafa einnig brotist út víðar í heiminum, til að mynda í Frakklandi og Ástralíu. Þá virðist umræða á samfélagsmiðlum benda til þess að vörubílstjórar stefni á að mótmæla í Washington-borg á næstunni. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Hópur vörubílstjóra hefur undanfarið safnast saman við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Alberta og á mánudag safnaðist annar hópur saman við landamærin í Ontario. Mótmælin við landamærin hafa haft þau áhrif að vöruflutningar hafa tafist allverulega og hafa atvinnugreinasamtök kallað eftir því að mótmælunum ljúki sem fyrst. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði við þingmenn í gær að mótmælin væru óásættanleg og að þau væru að hafa neikvæð áhrif á fyrirtæki og framleiðendur og raska daglegu lífi íbúa. Þá stóð hann við þær takmarkanir sem eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að binda enda á [mótmælin],“ sagði Trudeau á þinginu í gær. „Þessu verður að ljúka.“ Tamara Lich og BJ Dichter, skipuleggjendur mótmælanna, héldu blaðamannafund um stöðuna í gær en Dichter sagði mótmælendur ánægða þar sem Alberta og Saskatchewan ákváðu nýverið að aflétta ákveðnum Covid-takmörkunum. Að sögn Dichter var það vörubílstjórum að þakka. Að því er kemur fram í frétt CTV um málið hefur lögreglan í Ottawa gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt ákæru yfir höfði sér fyrir að valda tjóni á eignum, þar sem íbúar verða fyrir miklum röskunum. Í Ottawa er neyðarástand enn í gildi en að sögn lögreglu hafa 22 verið handteknir vegna mótmælanna. Þá hafa fleiri en 1300 sektir hafa verið gefnar út og eru um 80 sakamálarannsóknir í gangi. Samkvæmt núverandi reglum þurfa allir vörubílstjórar sem koma inn í landið að vera fullbólusettir gegn kórónuveirunni sem margir hafa mótmælt harðlega. Þá hafa einnig fleiri mótmæli sprottið upp víðs vegar um Kanada vegna bólusetningarvottorða sem nauðsynlegt er að framvísa til að sækja ýmsa þjónustu og ýmissa annarra Covid-takmarkanna. Svipuð mótmæli hafa einnig brotist út víðar í heiminum, til að mynda í Frakklandi og Ástralíu. Þá virðist umræða á samfélagsmiðlum benda til þess að vörubílstjórar stefni á að mótmæla í Washington-borg á næstunni.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33