Fengu Nýsköpunarverðlaun forseta fyrir gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 13:51 Margrét Vala Þórisdóttir, Signý Kristín Sigurjónsdóttig og Valgerður Jónsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta á Bessastöðum í dag. Forseti Íslands/Arnar Valdimarsson Verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“, sem unnið var af þeim Margréti Völu Þórisdóttur og Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur, báðar með BS í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerði Jónsdóttur, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hreppti Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands sem afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans og er nú þegar unnið að því að innleiða hana í tölvukerfi spítalans. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að leiðbeinendur hafi verið þeir Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Sex öndvegisverkedni unnin af ellefu háskólanemum voru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár.Forseti Íslands/Arnar Valdimarsson Eftirfarandi sex öndvegisverkefni, unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki, voru tilnefnd til verðlaunanna í ár og hlutu þau öll viðurkenningu. Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans. Gagnasjáin vinnur gögnin úr upplýsingakerfinu og birtir myndrænar og tölulegar upplýsingar úr gögnunum. Með gagnasjánni má fylgjast með framvindu og gangi fjölþættrar, flókinnar og kostnaðarsamrar gjörgæslumeðferðar á kerfisbundinn hátt, leita leiða til að bæta gæði hennar, hanna inngrip og innleiða breytingar á verklagi til að bæta meðferðina. Þá má nota gagnasjána til að spá fyrir um þyngd og umfang meðferða á gjörgæsludeild og auðvelda þannig skipulag og tryggja viðunandi mönnun á deildinni. Kennsluefni í kynja-og hinseginfræði. Verkefnið var unnið af Bjarklind Björk Gunnarsdóttur, nema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinsegin málefnum og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Krakkakropp. Verkefnið var unnið af þeim Arnkeli Arasyni, Sigrún Önnu Magnúsdóttur og Vöku Mar Valsdóttur, nemum í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Matjurtarækt utandyra fram á vetur. Verkefnið var unnið af Karen Rós Róbertsdóttir, nema á ylræktarbraut í garðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi var hún Hjördís Sigurðardóttir, matvæla-og skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur með sérþekkingu í ávaxtarækt. Meðleiðbeinendur voru þeir Unnar Víðisson og Heimir Hjartarson verkfræðingar hjá EFLU verkfræðistofu. Stelpur diffra. Verkefnið var unnið af Nönnu Kristjánsdóttur, nema í stærðfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þær Anna Helga Jónsdóttir, dósent í stærðfræði og Bjarnheiður Kristinsdóttir, aðjúnkt í stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands. Stýring ljósvörpu við rækjuveiðar. Verkefnið var unnið af þeim Degi Óskarsyni og Kristján Orra Daðasyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Torfi Þórhallsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Meðleiðbeinendur voru starfsmenn Optitogs og Hafrannsóknastofnunar. Forseti Íslands Nýsköpun Landspítalinn Heilbrigðismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans og er nú þegar unnið að því að innleiða hana í tölvukerfi spítalans. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að leiðbeinendur hafi verið þeir Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Sex öndvegisverkedni unnin af ellefu háskólanemum voru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár.Forseti Íslands/Arnar Valdimarsson Eftirfarandi sex öndvegisverkefni, unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki, voru tilnefnd til verðlaunanna í ár og hlutu þau öll viðurkenningu. Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans. Gagnasjáin vinnur gögnin úr upplýsingakerfinu og birtir myndrænar og tölulegar upplýsingar úr gögnunum. Með gagnasjánni má fylgjast með framvindu og gangi fjölþættrar, flókinnar og kostnaðarsamrar gjörgæslumeðferðar á kerfisbundinn hátt, leita leiða til að bæta gæði hennar, hanna inngrip og innleiða breytingar á verklagi til að bæta meðferðina. Þá má nota gagnasjána til að spá fyrir um þyngd og umfang meðferða á gjörgæsludeild og auðvelda þannig skipulag og tryggja viðunandi mönnun á deildinni. Kennsluefni í kynja-og hinseginfræði. Verkefnið var unnið af Bjarklind Björk Gunnarsdóttur, nema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinsegin málefnum og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Krakkakropp. Verkefnið var unnið af þeim Arnkeli Arasyni, Sigrún Önnu Magnúsdóttur og Vöku Mar Valsdóttur, nemum í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Matjurtarækt utandyra fram á vetur. Verkefnið var unnið af Karen Rós Róbertsdóttir, nema á ylræktarbraut í garðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi var hún Hjördís Sigurðardóttir, matvæla-og skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur með sérþekkingu í ávaxtarækt. Meðleiðbeinendur voru þeir Unnar Víðisson og Heimir Hjartarson verkfræðingar hjá EFLU verkfræðistofu. Stelpur diffra. Verkefnið var unnið af Nönnu Kristjánsdóttur, nema í stærðfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þær Anna Helga Jónsdóttir, dósent í stærðfræði og Bjarnheiður Kristinsdóttir, aðjúnkt í stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands. Stýring ljósvörpu við rækjuveiðar. Verkefnið var unnið af þeim Degi Óskarsyni og Kristján Orra Daðasyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Torfi Þórhallsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Meðleiðbeinendur voru starfsmenn Optitogs og Hafrannsóknastofnunar.
Forseti Íslands Nýsköpun Landspítalinn Heilbrigðismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira